Lífið

Stjörnulífið: Eurovision, HönnunarMars og náttúrulaugar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum á samfélagsmiðlum.
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum á samfélagsmiðlum. Samsett

Stórkostleg helgi Daða og Gagnamagnsins og HönnunarMars einkennir Stjörnulíf vikunnar. Íslendingar voru duglegir að njóta lífsins þessa vikuna og jákvæðnin var áberandi. Hækkandi sól og breytingar á takmörkunum eru greinilega að gleðja. 

Á miðnætti fóru fjöldatakmarkanir úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. Það er því ljóst að það mun lifna enn meira yfir skemmtanalífinu hér á landi.

HönnunarMars heppnaðist ótrúlega vel og voru yfir áttatíu viðburðir á dagskrá um helgina. Daði og Gagnið náðu næstbesta árangri Íslands í sögu keppninnar og bæði Rúrik og Natan Dagur komust áfram í sínum keppnum. Hér fyrir neðan má sjá brot af því sem birtist á Instagram síðustu daga. 

Þórey Einarsdóttir stjórnandi HönnunarMars sýndi Elizu Reed forsetafrú nokkrar sýningar HönnunarMars. 

Dóra Jóhannsdóttir leikkona fór ásamt flottum hópi í Sky Lagoon í tilefni þess að 15 ár eru síðan þau útskrifuðust frá leikaradeild LHÍ. 

Fanney Ingvarsdóttir bloggari hélt skírn og barnaafmæli og birti fallegar ljósmyndir eftir Helga Ómars af fjölskyldunni.

Daði Freyr birti þessa dásamlegu mynd af þeim hjónunum eftir að þau höfðu endað í fjórða sæti í Eurovision í ár,  þrátt fyrir að stíga ekki einu sinni á svið á lokakvöldinu.

Árný sagði svo frá því á Instagram í gær að hún hefur greinst með Covid. Hún á von á sínu öðru barni. 

Eva Ruza og Svala Björgvins komu fram saman um helgina og skemmtu sér vel. 

Nökkvi Fjalar og Athena Valý eru sæt saman.

Heimir og Sigurður náðu toppi E­verest-fjalls um helgina. 

Þórhildur Þorkelsdóttir fréttakona trúlofaðist barnsföður sínum  Hjalta Harðarsyni. Þórhildur vann á dögunum Blaðamannaverðlaun ársins fyrir fréttatengd viðtöl þar sem sjónum er beint að einstaklingum í erfiðum aðstæðum. Hún birti fallega mynd af þeim og skrifaði í myndatextann meðal annars. 

„Á afmælisdaginn bað hann mig að giftast sér og ég sagði já.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti sér íslenska hönnun á HönnunarMars.

Linda Pétursdóttir markþjálfi birti mynd af sér í náttúrulaug í fallegum rauðum sundbol.

Ágústa Eva og Gunni Hilmars héldu tónleika í Hörpu um helgina og fögnuðu útgáfu plötunnar sinnar á vínyl. 

Nína Dögg og Gísli Örn áttu fullkomin dag á hestbaki. 

Hanna Rún Bazev breytti til og krullaði á sér hárið. 

Kristbjörg og Aron Einar fóru á rómantískt stefnumót.

Forsetahjónin tóku fallega sjálfsmynd við sólsetur í Skagafirði. 

Gísli Marteinn skemmti sér vel í Ahoy höllinni í Rotterdam á Eurovision. 

Ástrós naut lífsins í Bláa lóninu. 

Inga Lind skellti sér í golf í fallega vorveðrinu.

Þórdís Valsdóttir útvarpskona í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni gekk á topp Hvannadalshnjúks um helgina. 

Birgitta Haukdal birti rándýra Eurovision mynd af sér með Jóhönnu Guðrúnu, Gunna Óla og Kristjáni Gíslasyni. 

Áhrifavaldurinn Tanja Ýr býr tímabundið á Miami og hefur það gott í sólinni.

Páll Óskar fagnaði innilega þegar stig Íslands voru tilkynnt í Eurovision og Daði og Gagnamagnið komust í fyrsta sætið um stund. 

Berglind Festival lét sig ekki vanta á HönnunarMars hátíðina um helgina. 

Stund milli stríða hjá Tómasi Guðbjartssyni lækni.

Unnur Eggertsdóttir leikkona fagnaði því að vera komin með bólusetningu.

Listakonan Rán Flygering gerði ótrúlega flotta teikningu af Eurovision hópnum okkar. 

Brynja Dan tilkynnti um framboð og ræddi ástæðurnar fyrir því í einlægu helgarviðtali hér á Vísi. 

Sigríður Margrét bloggari á Trendnet hoppaði á milli sýninga á HönnunarMars um helgina og kynnti sér það nýjasta í tísku og hönnun hér á landi.

Friðrik Ómar rifjaði upp skemmtilega minningu með Regínu Ósk í tilefni Eurovision.

Natan dagur heldur áfram að toppa sig í The Voice í Noregi og er kominn í úrslit keppninnar.

Pattra og Elmar njóta lífsins á Grikklandi. 

Lína Birgitta fagnaði próflokum en hún var að ljúka fyrsta árinu í Háskólanum á Bifröst.

Rúrik Gíslason og Renata Luis dönsuðu sig inn í úrslitaþátt þýsku útgáfunnar af Allir geta dansað. 


Tengdar fréttir

„Það hefur áhrif á mann að vera öðruvísi“

„Mér líður eins og þetta sé kannski eðlileg framvinda. Margt sem ég hef gert bæði meðvitað og ómeðvitað hefur verið í átt að þessu augnabliki síðustu ár,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir um ákvörðun sína að hella sér út í pólitík.

Komnir niður í aðrar búðir Everest

Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið.

Árný í Gagna­magninu með kórónu­veiruna

Árný Fjóla Ásmundsdóttir, einn meðlimur hljómsveitarinnar Gagnamagnsins sem tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd um helgina, hefur greinst með kórónuveiruna.

Næst­besti árangur Ís­lands frá upp­hafi

Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.