Þjálfari í WNBA sektaður og settur í bann fyrir það sem hann sagði um körfuboltakonu í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 10:01 Liz Cambage svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum og þjálfarinn var sektaður og settur í bann. Getty/Ethan Miller Curt Miller, þjálfari Connecticut Sun, hefur svarað ásökunum körfuboltakonunnar Liz Cambage með því að biðjast afsökunar á orðum sínum. Hann slapp þó hvorki við sekt né leikbann. Ástralski miðherjinn Liz Cambage, sem spilar með Las Vegas Aces, er einn besti leikmaðurinn í WNBA og var skiljanlega mjög ósátt með það sem þjálfari mótherjanna sagði um hana þegar hann var að kvarta í dómurum leiksins. Liz Cambage er 203 sentímetrar á hæð og er skráð 97 kíló. Þjálfarinn Curt Miller hélt hins vegar öðru fram í leik Connecticut Sun og Las Vegas Aces. Miller fór að tala um þyngd Cambage þegar hún fékk ódýra villu. Liz Cambage vakti athygli á þessu í löngum pistil á Instagram síðu sinni. Þjálfarinn á meðal annars að hafa sagt við dómarann: „En hún er 300 pund“ en 300 pund eru 136 kíló. Liz Cambage called out Sun HC Curt Miller for offensive comment about her weight during Aces-Sun game last nightMiller, who apologized Monday, has been fined $10K and suspended one game pic.twitter.com/sOjyF5FRPg— Bleacher Report (@BleacherReport) May 24, 2021 Liz Cambage gaf upp þyngd sína í pistlinum og sagðist vera 203 sentimetrar á hæð og 106 kíló á þyngd. Hún sagðist líka vera stolt af því að vera stór kona. „Ég mun aldrei leyfa karlmanni að sýna mér óvirðingu, aldrei, aldrei, aldrei og alls ekki einhvern lítinn hvítan karl,“ skrifaði Cambage. „Þú skalt aldrei sýna mér eða annarri konu í þessari deild óvirðingu,“ skrifaði Cambage. Miller þjálfari sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar. „Ég lét út úr mér óviðeigandi og móðgandi athugasemd varðandi hæð og þyngd Liz Cambage. Ég sé eftir því sem ég sagði í hita leiksins og vil biðja Liz og alla í Aces liðinu innilega afsökunar. Ég átt mig á alvarleika þess sem ég sagði og hef lært af þessu,“ sagði Curt Miller í yfirlýsingu sinni. After Las Vegas Aces star Liz Cambage accused Connecticut Sun head coach Curt Miller of bringing up her weight in order to get a favorable call from a referee, Miller has apologized.https://t.co/XCXYx6oWni— ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) May 24, 2021 Curt Miller slapp þó ekki við refsingu. Hann fékk tíu þúsund dollara sekt og einn leik í bann en sektin er upp á 1,2 milljónir íslenskra króna. Liz Cambage er 29 ára gömul og áströlsk landsliðskonan. Hún var stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar árið 2018. Á þessu tímabili er hún með 13,8 fráköst, 7,5 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Ástralski miðherjinn Liz Cambage, sem spilar með Las Vegas Aces, er einn besti leikmaðurinn í WNBA og var skiljanlega mjög ósátt með það sem þjálfari mótherjanna sagði um hana þegar hann var að kvarta í dómurum leiksins. Liz Cambage er 203 sentímetrar á hæð og er skráð 97 kíló. Þjálfarinn Curt Miller hélt hins vegar öðru fram í leik Connecticut Sun og Las Vegas Aces. Miller fór að tala um þyngd Cambage þegar hún fékk ódýra villu. Liz Cambage vakti athygli á þessu í löngum pistil á Instagram síðu sinni. Þjálfarinn á meðal annars að hafa sagt við dómarann: „En hún er 300 pund“ en 300 pund eru 136 kíló. Liz Cambage called out Sun HC Curt Miller for offensive comment about her weight during Aces-Sun game last nightMiller, who apologized Monday, has been fined $10K and suspended one game pic.twitter.com/sOjyF5FRPg— Bleacher Report (@BleacherReport) May 24, 2021 Liz Cambage gaf upp þyngd sína í pistlinum og sagðist vera 203 sentimetrar á hæð og 106 kíló á þyngd. Hún sagðist líka vera stolt af því að vera stór kona. „Ég mun aldrei leyfa karlmanni að sýna mér óvirðingu, aldrei, aldrei, aldrei og alls ekki einhvern lítinn hvítan karl,“ skrifaði Cambage. „Þú skalt aldrei sýna mér eða annarri konu í þessari deild óvirðingu,“ skrifaði Cambage. Miller þjálfari sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar. „Ég lét út úr mér óviðeigandi og móðgandi athugasemd varðandi hæð og þyngd Liz Cambage. Ég sé eftir því sem ég sagði í hita leiksins og vil biðja Liz og alla í Aces liðinu innilega afsökunar. Ég átt mig á alvarleika þess sem ég sagði og hef lært af þessu,“ sagði Curt Miller í yfirlýsingu sinni. After Las Vegas Aces star Liz Cambage accused Connecticut Sun head coach Curt Miller of bringing up her weight in order to get a favorable call from a referee, Miller has apologized.https://t.co/XCXYx6oWni— ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) May 24, 2021 Curt Miller slapp þó ekki við refsingu. Hann fékk tíu þúsund dollara sekt og einn leik í bann en sektin er upp á 1,2 milljónir íslenskra króna. Liz Cambage er 29 ára gömul og áströlsk landsliðskonan. Hún var stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar árið 2018. Á þessu tímabili er hún með 13,8 fráköst, 7,5 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira