Milwaukee Bucks fyrsta liðið til að komast í 2-0 en Denver jafnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 07:31 Giannis Antetokounmpo treður boltanum í körfuna í sigri Milwaukee Bucks í nótt. AP/Jeffrey Phelps Milwaukee Bucks og Denver Nuggets fögnuðu sigri í leikjum sínum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Giannis Antetokounmpo var með 31 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 132-98 sigur á Miami Heat og komst þar með í 2-0 í einvígi liðanna í Austurdeildinni. 31 PTS, 13 REB for @Giannis_An34 to put the @Bucks up 2-0! #NBAPlayoffsGame 3 - Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/HagN3jvOR2— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bucks vann fyrsta leikinn í framlengingu en tók öll völd í byrjun leiks í nótt og vann fyrsta leikhlutann 46-20 þar sem liðið skoraði tíu þrista. Eftir það var þessi leikur ekki spennandi. Jrue Holiday var einni stoðsendingu frá því að jafna félagsmet Bucks en hann gaf 15 slíkar auk þess að skora 11 stig og taka 7 fráköst. 15 DIMES for @Jrue_Holiday11 #NBAPlayoffs career-highBucks seek 3-0 lead Thursday on TNT pic.twitter.com/62oQXyps7V— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bryn Forbes var óvænt hetja Milwaukee liðsins en hann setti niður sex þrista og skoraði alls 22 stig. Forbes er á fyrsta ári með Milwaukee en lék áður með San Antonio Spurs. Dewayne Dedmon var stigahæstur hjá Miami með 19 stig en Bam Adebayo var atkvæðamestur byrjunarliðsmanna liðsins með 16 stig. Jimmy Butler skoraði bara 10 stig. Miami sló óvænt út Milwaukee Bucks í úrslitakeppninni í fyrra en leikmenn Bucks ætla greinilega ekki að láta það endurtaka sig. 25 points, 10-12 SHOOTING for Joker.32 points, 8 THREES for Dame.Ready for the 2nd half on TNT? pic.twitter.com/gvEOwrkLgL— NBA (@NBA) May 25, 2021 Denver Nuggets jafnaði einvígið á móti Portland Trail Blazers með 128-109 sigri. Portland vann fyrsta leikinn á heimavelli Denver en næstu tveir leikir verða síðan á heimavelli Portland. Það dugði ekki gestunum að aðalstjarna liðsins, Damian Lillard, skoraði níu þriggja stiga körfur og var með 42 stig og 10 stoðsendingar. Lillard var kominn með 32 stig í hálfleik en hann hitti úr 9 af 16 þriggja stiga skotum sínum. CJ McCollum var með 21 stig. Nikola Jokic var frábær hjá Denver með 38 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar á 31 mínútu. Jokic hitti úr 15 af 20 skotum sínum í leiknum og öllum sex vítunum. Michael Porter Jr. skoraði 18 stig fyrir Denver. Nikola Jokic's 38 PTS on 15-20 shooting pull the @nuggets even with Portland! Game 3 is Thursday at 10:30pm/et on NBA TV.Michael Porter Jr.: 18 PTSPaul Millsap: 15 PTSMonte Morris: 12 PTS, 7 ASTDamian Lillard: 42 PTS, 10 AST, 9 3PM pic.twitter.com/YReCXifPYF— NBA (@NBA) May 25, 2021 NBA Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Giannis Antetokounmpo var með 31 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 132-98 sigur á Miami Heat og komst þar með í 2-0 í einvígi liðanna í Austurdeildinni. 31 PTS, 13 REB for @Giannis_An34 to put the @Bucks up 2-0! #NBAPlayoffsGame 3 - Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/HagN3jvOR2— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bucks vann fyrsta leikinn í framlengingu en tók öll völd í byrjun leiks í nótt og vann fyrsta leikhlutann 46-20 þar sem liðið skoraði tíu þrista. Eftir það var þessi leikur ekki spennandi. Jrue Holiday var einni stoðsendingu frá því að jafna félagsmet Bucks en hann gaf 15 slíkar auk þess að skora 11 stig og taka 7 fráköst. 15 DIMES for @Jrue_Holiday11 #NBAPlayoffs career-highBucks seek 3-0 lead Thursday on TNT pic.twitter.com/62oQXyps7V— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bryn Forbes var óvænt hetja Milwaukee liðsins en hann setti niður sex þrista og skoraði alls 22 stig. Forbes er á fyrsta ári með Milwaukee en lék áður með San Antonio Spurs. Dewayne Dedmon var stigahæstur hjá Miami með 19 stig en Bam Adebayo var atkvæðamestur byrjunarliðsmanna liðsins með 16 stig. Jimmy Butler skoraði bara 10 stig. Miami sló óvænt út Milwaukee Bucks í úrslitakeppninni í fyrra en leikmenn Bucks ætla greinilega ekki að láta það endurtaka sig. 25 points, 10-12 SHOOTING for Joker.32 points, 8 THREES for Dame.Ready for the 2nd half on TNT? pic.twitter.com/gvEOwrkLgL— NBA (@NBA) May 25, 2021 Denver Nuggets jafnaði einvígið á móti Portland Trail Blazers með 128-109 sigri. Portland vann fyrsta leikinn á heimavelli Denver en næstu tveir leikir verða síðan á heimavelli Portland. Það dugði ekki gestunum að aðalstjarna liðsins, Damian Lillard, skoraði níu þriggja stiga körfur og var með 42 stig og 10 stoðsendingar. Lillard var kominn með 32 stig í hálfleik en hann hitti úr 9 af 16 þriggja stiga skotum sínum. CJ McCollum var með 21 stig. Nikola Jokic var frábær hjá Denver með 38 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar á 31 mínútu. Jokic hitti úr 15 af 20 skotum sínum í leiknum og öllum sex vítunum. Michael Porter Jr. skoraði 18 stig fyrir Denver. Nikola Jokic's 38 PTS on 15-20 shooting pull the @nuggets even with Portland! Game 3 is Thursday at 10:30pm/et on NBA TV.Michael Porter Jr.: 18 PTSPaul Millsap: 15 PTSMonte Morris: 12 PTS, 7 ASTDamian Lillard: 42 PTS, 10 AST, 9 3PM pic.twitter.com/YReCXifPYF— NBA (@NBA) May 25, 2021
NBA Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira