Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 18:35 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/vilhelm Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. Stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var um borð í farþegavél Ryanair í gær, sem þvinguð var til lendingar í Minsk rétt áður en hún átti að lenda í Litháen. Málið hefur vakið mikla reiði meðal leiðtoga í Evrópu; Bretar kölluðu í dag sendiherra sinn heim frá Hvíta Rússlandi og bönnuðu allt flug breskra flugfélaga í lofthelgi landsins. Þá hafa stjórnvöld í Litháen ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland. Skýringar Hvít-Rússa standist enga skoðun Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands, í samráði við samgönguráðherra, upplýsti flugrekendur um ástandið í dag. Málið hefur þó ekki bein áhrif á flug Icelandair. „Þessi atburðarás er náttúrulega með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu og þessar skýringar sem stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi gefa standast enga skoðun, það er augljóst að það er verið að senda illa dulbúin skilaboð til aðila að ef þeir gagnrýni Lukashenko [forseta Hvíta-Rússlands] hafi þeir verra af.“ Þannig að þú lítur á þetta sem aðför að málfrelsi? „Það er enginn vafi. Þetta er aðför að málfrelsi og mannréttindum.“ Munt þú eða stjórnvöld hér hafa beint samband við stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi? „Finnski utanríkisráðherrann hefur þegar talað við kollega sinn í Hvíta-Rússlandi og við vinnum þessi mál alltaf þétt með okkar nánustu bandalagsríkjum, sérstaklega Norðurlöndunum þannig að við sýnum samstöðu með þeim í þessari stöðu,“ segir Guðlaugur. Munuð þið beita ykkur með einhverjum öðrum hætti? „Þetta er unnið með okkar bandalagsríkjum, það er eina leiðin til að ná árangri, að sýna samstöðu við aðstæður sem þessar.“ Krafist verði að stjórnarandstæðingum sem fangelsaðir hafa verið í Hvíta-Rússlandi verði sleppt. Fundað sé vegna málsins hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Síðan mun koma í ljós hvernig alþjóðasamfélagið bregst við þessu, en það er ljóst að það verða viðbrögð,“ segir Guðlaugur. Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var um borð í farþegavél Ryanair í gær, sem þvinguð var til lendingar í Minsk rétt áður en hún átti að lenda í Litháen. Málið hefur vakið mikla reiði meðal leiðtoga í Evrópu; Bretar kölluðu í dag sendiherra sinn heim frá Hvíta Rússlandi og bönnuðu allt flug breskra flugfélaga í lofthelgi landsins. Þá hafa stjórnvöld í Litháen ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland. Skýringar Hvít-Rússa standist enga skoðun Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands, í samráði við samgönguráðherra, upplýsti flugrekendur um ástandið í dag. Málið hefur þó ekki bein áhrif á flug Icelandair. „Þessi atburðarás er náttúrulega með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu og þessar skýringar sem stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi gefa standast enga skoðun, það er augljóst að það er verið að senda illa dulbúin skilaboð til aðila að ef þeir gagnrýni Lukashenko [forseta Hvíta-Rússlands] hafi þeir verra af.“ Þannig að þú lítur á þetta sem aðför að málfrelsi? „Það er enginn vafi. Þetta er aðför að málfrelsi og mannréttindum.“ Munt þú eða stjórnvöld hér hafa beint samband við stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi? „Finnski utanríkisráðherrann hefur þegar talað við kollega sinn í Hvíta-Rússlandi og við vinnum þessi mál alltaf þétt með okkar nánustu bandalagsríkjum, sérstaklega Norðurlöndunum þannig að við sýnum samstöðu með þeim í þessari stöðu,“ segir Guðlaugur. Munuð þið beita ykkur með einhverjum öðrum hætti? „Þetta er unnið með okkar bandalagsríkjum, það er eina leiðin til að ná árangri, að sýna samstöðu við aðstæður sem þessar.“ Krafist verði að stjórnarandstæðingum sem fangelsaðir hafa verið í Hvíta-Rússlandi verði sleppt. Fundað sé vegna málsins hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Síðan mun koma í ljós hvernig alþjóðasamfélagið bregst við þessu, en það er ljóst að það verða viðbrögð,“ segir Guðlaugur.
Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16
Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55