Úrslitakeppni NBA: Suns lögðu meistara Lakers, Grizzlies vann óvæntan sigur á Utah og þríeykið hjá Nets fer vel af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 11:00 Úr leik Phoenix Suns og Los Angeles Lakers í nótt. Christian Petersen/Getty Images Úrslitakeppni NBA-deildarinnar fer svo sannarlega af stað með látum en alls fóru sex leikir fram í nótt og enginn þeirra olli vonbrigðum. Phoenix Suns lögðu ríkjandi meistara Los Angeles Lakers 99-90 í nótt. Meistararnir voru ólíkir sjálfum sér og þá sérstaklega Anthony Davis sem átti afleitan leik ef tekið er mið af hæfileikunum sem hann býr yfir. Þá var ljóst að LeBron James hefur ekki enn jafnað sig af ökklameiðslum en hann virtist ekki heill heilsu í leiknum. Hjá Suns meiddist Chris Paul illa í leiknum og var nánast á annarri löppinni lungann úr leiknum en það kom ekki að sök þar Devin Booker og Deandre Ayton áttu báðir stórleik. Bæði Booker og Ayton voru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni deildarinnar í nótt. D-Book (34 PTS, 8 AST, 7 REB) put on a clinic in his first-ever playoff game pic.twitter.com/M6F2sRv31i— NBA TV (@NBATV) May 23, 2021 Ayton endaði með 21 stig og 16 fráköst á meðan Booker gerði sér lítið fyrir og skoraði 34 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Hjá Lakers var Lebron með 18 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Memphis Grizzles kom öllum á óvart þegar leir lögðu deildarmeistara Utah Jazz með þriggja stiga mun, 112-109. Vitað var að Grizzlies myndu gefa Jazz leik en fáir sérfræðingar reiknuðu með að Grizzlies myndu vinna fyrsta leik einvígisins. Það tókst þeim þó á endanum þökk sé frábærum öðrum leikhluta en hann lagði grunninn að sigir liðsins. Dillon Brooks var stigahæstur í liði Grizzlies með 31 stig en þar á eftir kom Ja Morant með 26. Hjá Utah var Bojan Bogdanović stigahæstur með 29 stig á meðan Mike Conley Jr. skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar. Ja (26 PTS) & Dillon Brooks (31 PTS) led Memphis to a big Game 1 win pic.twitter.com/g3SmwAC54S— NBA TV (@NBATV) May 24, 2021 Kevin Durant fór fyrir Brooklyn Nets sem vann nokkuð sannfærandi sigur á Boston Celtics, lokatölur 104-93. Durant skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Kyrie Irving skoraði 29 stig og James Harden skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 22 stig. Damian Lillard átti stórleik er Portland Trail Blazers lögðu Denver Nuggets, 123-109. Lillard skoraði 34 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Segja má að Portland hafi treyst mikið á byrjunarlið sitt í nótt en liðið notaði aðeins sex leikmenn í leiknum. Nikola Jokić skoraði 34 stig í liði Denver ásamt því að taka 16 fráköst. Atlanta Hawks gerðu sér lítið fyrir og unnu New York Knicks í Garðinum í Stóra Eplinu, lokatölur þar 107-105 í hörkuleik. Alec Burks var óvænt stigahæstur í liði heimamanna með 27 stig á meðan Trae Young fór fyrir gestunum með 32 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Young tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu. Players around the league made their #NBAPlayoffs debuts in STYLE on Sunday! pic.twitter.com/1m0CyvZoyt— NBA (@NBA) May 24, 2021 Að lokum vann Philadelphia 76ers sjö stiga sigur á Washington Wizards, 125-118. Tobias Harris var stigahæstur hjá 76ers með 37 stig en þar á eftir kom Joel Embiid með 30 stig. Ben Simmons skoraði aðeins 6 stig en hann tók 15 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Hjá Wizards var Bradley Beal stigahæstur með 33 stig en hann tók einnig 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Phoenix Suns lögðu ríkjandi meistara Los Angeles Lakers 99-90 í nótt. Meistararnir voru ólíkir sjálfum sér og þá sérstaklega Anthony Davis sem átti afleitan leik ef tekið er mið af hæfileikunum sem hann býr yfir. Þá var ljóst að LeBron James hefur ekki enn jafnað sig af ökklameiðslum en hann virtist ekki heill heilsu í leiknum. Hjá Suns meiddist Chris Paul illa í leiknum og var nánast á annarri löppinni lungann úr leiknum en það kom ekki að sök þar Devin Booker og Deandre Ayton áttu báðir stórleik. Bæði Booker og Ayton voru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni deildarinnar í nótt. D-Book (34 PTS, 8 AST, 7 REB) put on a clinic in his first-ever playoff game pic.twitter.com/M6F2sRv31i— NBA TV (@NBATV) May 23, 2021 Ayton endaði með 21 stig og 16 fráköst á meðan Booker gerði sér lítið fyrir og skoraði 34 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Hjá Lakers var Lebron með 18 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Memphis Grizzles kom öllum á óvart þegar leir lögðu deildarmeistara Utah Jazz með þriggja stiga mun, 112-109. Vitað var að Grizzlies myndu gefa Jazz leik en fáir sérfræðingar reiknuðu með að Grizzlies myndu vinna fyrsta leik einvígisins. Það tókst þeim þó á endanum þökk sé frábærum öðrum leikhluta en hann lagði grunninn að sigir liðsins. Dillon Brooks var stigahæstur í liði Grizzlies með 31 stig en þar á eftir kom Ja Morant með 26. Hjá Utah var Bojan Bogdanović stigahæstur með 29 stig á meðan Mike Conley Jr. skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar. Ja (26 PTS) & Dillon Brooks (31 PTS) led Memphis to a big Game 1 win pic.twitter.com/g3SmwAC54S— NBA TV (@NBATV) May 24, 2021 Kevin Durant fór fyrir Brooklyn Nets sem vann nokkuð sannfærandi sigur á Boston Celtics, lokatölur 104-93. Durant skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Kyrie Irving skoraði 29 stig og James Harden skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 22 stig. Damian Lillard átti stórleik er Portland Trail Blazers lögðu Denver Nuggets, 123-109. Lillard skoraði 34 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Segja má að Portland hafi treyst mikið á byrjunarlið sitt í nótt en liðið notaði aðeins sex leikmenn í leiknum. Nikola Jokić skoraði 34 stig í liði Denver ásamt því að taka 16 fráköst. Atlanta Hawks gerðu sér lítið fyrir og unnu New York Knicks í Garðinum í Stóra Eplinu, lokatölur þar 107-105 í hörkuleik. Alec Burks var óvænt stigahæstur í liði heimamanna með 27 stig á meðan Trae Young fór fyrir gestunum með 32 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Young tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu. Players around the league made their #NBAPlayoffs debuts in STYLE on Sunday! pic.twitter.com/1m0CyvZoyt— NBA (@NBA) May 24, 2021 Að lokum vann Philadelphia 76ers sjö stiga sigur á Washington Wizards, 125-118. Tobias Harris var stigahæstur hjá 76ers með 37 stig en þar á eftir kom Joel Embiid með 30 stig. Ben Simmons skoraði aðeins 6 stig en hann tók 15 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Hjá Wizards var Bradley Beal stigahæstur með 33 stig en hann tók einnig 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn