Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2021 11:44 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fyrirhugaðar afléttingar sem kynntar voru í gær séu í samræmi við hans tillögur. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. Er covid búið? „Nei, covid er ekki búið. Það er bara í einhver staðar í láginni. Það er bara fínt. Ég veit ekki hvað voru tekin mörg sýni í gær en þau voru mjög mörg í fyrradag en þá greindist enginn. Ég minni samt á að það tekur tvær til þrjár vikur fyrir fólk að fá einkenni og þá greinast. En við vonum bara það besta að þetta haldi áfram svona,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ertu bjartsýnn? „Já, ég er bara mjög bjartsýnn og það er búið að bólusetja mjög marga með einni sprautu sem við vitum að gerir gagn þannig ég held að það sé kominn þokkalegur viðnámsþáttur í samfélagið en við þurfum að ná harðónæminu ennþá betur upp. En þetta lítur bara vel út finnst mér,“ segir Þórólfur. 48 voru í einangrun í gær og 157 í sóttkví. Þá voru 1043 í skimunarsóttkví í gær. Afléttingar í samræmi við tillögur Þórólfs Fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda voru kynntar í gær. Þegar nýjar reglur taka gildi næsta þriðjudag mega 150 manns koma saman í einu og hefur fjarlægðarreglan færst úr tveimur metrum í einn inni á veitingastöðum og börum. Þórólfur segir afléttingarnar vera í samræmi við hans tillögur. Af hverju er eins metra reglan ekki á vinnustöðum? „Við erum bara að reyna breyta þessu hægt og bítandi. Við erum með eins metra reglu á ákveðnum stöðum þar sem grímuskylda er. Ég minni á það að við breyttum í eins metra reglu fyrir ári síðan og bara skömmu síðar fór faraldurinn á flug þannig við vildum bara fara aðeins varlegar í sakirnar núna,“ segir Þórólfur. Hvenær heldur þú að það verði engar reglur í gildi? „Ég held að það verði alltaf einhverjar óskrifaðar reglur. Ég hugsa að það verði alltaf eitthvað sem menn eru með á varðbergi en á meðan við erum ekki að fá nýtt afbrigði af veirunni sem er ónæmt fyrir bólusetningu eða fyrri sýkingu og við sjáum að þetta er allt að virka vel þá held ég að þetta fjari allt saman út svona upp úr miðju sumri,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Er covid búið? „Nei, covid er ekki búið. Það er bara í einhver staðar í láginni. Það er bara fínt. Ég veit ekki hvað voru tekin mörg sýni í gær en þau voru mjög mörg í fyrradag en þá greindist enginn. Ég minni samt á að það tekur tvær til þrjár vikur fyrir fólk að fá einkenni og þá greinast. En við vonum bara það besta að þetta haldi áfram svona,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ertu bjartsýnn? „Já, ég er bara mjög bjartsýnn og það er búið að bólusetja mjög marga með einni sprautu sem við vitum að gerir gagn þannig ég held að það sé kominn þokkalegur viðnámsþáttur í samfélagið en við þurfum að ná harðónæminu ennþá betur upp. En þetta lítur bara vel út finnst mér,“ segir Þórólfur. 48 voru í einangrun í gær og 157 í sóttkví. Þá voru 1043 í skimunarsóttkví í gær. Afléttingar í samræmi við tillögur Þórólfs Fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda voru kynntar í gær. Þegar nýjar reglur taka gildi næsta þriðjudag mega 150 manns koma saman í einu og hefur fjarlægðarreglan færst úr tveimur metrum í einn inni á veitingastöðum og börum. Þórólfur segir afléttingarnar vera í samræmi við hans tillögur. Af hverju er eins metra reglan ekki á vinnustöðum? „Við erum bara að reyna breyta þessu hægt og bítandi. Við erum með eins metra reglu á ákveðnum stöðum þar sem grímuskylda er. Ég minni á það að við breyttum í eins metra reglu fyrir ári síðan og bara skömmu síðar fór faraldurinn á flug þannig við vildum bara fara aðeins varlegar í sakirnar núna,“ segir Þórólfur. Hvenær heldur þú að það verði engar reglur í gildi? „Ég held að það verði alltaf einhverjar óskrifaðar reglur. Ég hugsa að það verði alltaf eitthvað sem menn eru með á varðbergi en á meðan við erum ekki að fá nýtt afbrigði af veirunni sem er ónæmt fyrir bólusetningu eða fyrri sýkingu og við sjáum að þetta er allt að virka vel þá held ég að þetta fjari allt saman út svona upp úr miðju sumri,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira