Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2021 11:44 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fyrirhugaðar afléttingar sem kynntar voru í gær séu í samræmi við hans tillögur. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. Er covid búið? „Nei, covid er ekki búið. Það er bara í einhver staðar í láginni. Það er bara fínt. Ég veit ekki hvað voru tekin mörg sýni í gær en þau voru mjög mörg í fyrradag en þá greindist enginn. Ég minni samt á að það tekur tvær til þrjár vikur fyrir fólk að fá einkenni og þá greinast. En við vonum bara það besta að þetta haldi áfram svona,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ertu bjartsýnn? „Já, ég er bara mjög bjartsýnn og það er búið að bólusetja mjög marga með einni sprautu sem við vitum að gerir gagn þannig ég held að það sé kominn þokkalegur viðnámsþáttur í samfélagið en við þurfum að ná harðónæminu ennþá betur upp. En þetta lítur bara vel út finnst mér,“ segir Þórólfur. 48 voru í einangrun í gær og 157 í sóttkví. Þá voru 1043 í skimunarsóttkví í gær. Afléttingar í samræmi við tillögur Þórólfs Fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda voru kynntar í gær. Þegar nýjar reglur taka gildi næsta þriðjudag mega 150 manns koma saman í einu og hefur fjarlægðarreglan færst úr tveimur metrum í einn inni á veitingastöðum og börum. Þórólfur segir afléttingarnar vera í samræmi við hans tillögur. Af hverju er eins metra reglan ekki á vinnustöðum? „Við erum bara að reyna breyta þessu hægt og bítandi. Við erum með eins metra reglu á ákveðnum stöðum þar sem grímuskylda er. Ég minni á það að við breyttum í eins metra reglu fyrir ári síðan og bara skömmu síðar fór faraldurinn á flug þannig við vildum bara fara aðeins varlegar í sakirnar núna,“ segir Þórólfur. Hvenær heldur þú að það verði engar reglur í gildi? „Ég held að það verði alltaf einhverjar óskrifaðar reglur. Ég hugsa að það verði alltaf eitthvað sem menn eru með á varðbergi en á meðan við erum ekki að fá nýtt afbrigði af veirunni sem er ónæmt fyrir bólusetningu eða fyrri sýkingu og við sjáum að þetta er allt að virka vel þá held ég að þetta fjari allt saman út svona upp úr miðju sumri,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Er covid búið? „Nei, covid er ekki búið. Það er bara í einhver staðar í láginni. Það er bara fínt. Ég veit ekki hvað voru tekin mörg sýni í gær en þau voru mjög mörg í fyrradag en þá greindist enginn. Ég minni samt á að það tekur tvær til þrjár vikur fyrir fólk að fá einkenni og þá greinast. En við vonum bara það besta að þetta haldi áfram svona,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ertu bjartsýnn? „Já, ég er bara mjög bjartsýnn og það er búið að bólusetja mjög marga með einni sprautu sem við vitum að gerir gagn þannig ég held að það sé kominn þokkalegur viðnámsþáttur í samfélagið en við þurfum að ná harðónæminu ennþá betur upp. En þetta lítur bara vel út finnst mér,“ segir Þórólfur. 48 voru í einangrun í gær og 157 í sóttkví. Þá voru 1043 í skimunarsóttkví í gær. Afléttingar í samræmi við tillögur Þórólfs Fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda voru kynntar í gær. Þegar nýjar reglur taka gildi næsta þriðjudag mega 150 manns koma saman í einu og hefur fjarlægðarreglan færst úr tveimur metrum í einn inni á veitingastöðum og börum. Þórólfur segir afléttingarnar vera í samræmi við hans tillögur. Af hverju er eins metra reglan ekki á vinnustöðum? „Við erum bara að reyna breyta þessu hægt og bítandi. Við erum með eins metra reglu á ákveðnum stöðum þar sem grímuskylda er. Ég minni á það að við breyttum í eins metra reglu fyrir ári síðan og bara skömmu síðar fór faraldurinn á flug þannig við vildum bara fara aðeins varlegar í sakirnar núna,“ segir Þórólfur. Hvenær heldur þú að það verði engar reglur í gildi? „Ég held að það verði alltaf einhverjar óskrifaðar reglur. Ég hugsa að það verði alltaf eitthvað sem menn eru með á varðbergi en á meðan við erum ekki að fá nýtt afbrigði af veirunni sem er ónæmt fyrir bólusetningu eða fyrri sýkingu og við sjáum að þetta er allt að virka vel þá held ég að þetta fjari allt saman út svona upp úr miðju sumri,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira