Umdeildur dómur hafði mikið að segja á Hlíðarenda Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 12:45 Hér veður Helena að körfunni og Hearn verður fyrir. Vísir/Skjáskot Valskonur unnu 78-74 sigur á Fjölni í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Valur fékk tvö vítaköst undir lok leiks, í stöðunni 74-74, sem réðu miklu um úrslitin. Rýnt var í dóminn í Domino's körfuboltakvöldi í gærkvöld. Valskonan Helena Sverrisdóttir sótti að körfunni þegar um 45 sekúndur lifðu leiks í gær og fór heldur harkalega í Ariel Hearn, leikmann Fjölnis, sem stóð kyrr undir körfunni. Annar dómara leiksins dæmdi ruðning en hinn brot og tvö vítaskot. Það var alveg á mörkunum hvort Hearn væri innan bogans undir körfunni, en stæði hún innan hans er dómurinn réttur en ef fyrir utan væri um ruðning að ræða. „Þetta er auðvitað risaatriði þegar það er jafnt, 74-74, og lítið eftir,“ sagði fyrrum landsliðskonan Berglind LáruGunnarsdóttir um atvikið og bætti við: „Það er erfitt að segja en fólk verður svolítið að meta þetta sjálft, en ég get ekki alveg sagt hvort hún er fyrir utan hringinn eða ekki.“ „Þetta er risastór dómur í jafnri stöðu þegar 44 sekúndur eru eftir, ef Fjölnir hefðu fengið boltann. Þarna var 'mómentið' með Fjölniskonum, þetta hefði breytt leiknum gríðarlega.“ sagði þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir og sérfræðingurinn Bryndís Guðmundsdóttir tók undir: „Algjörlega, þarna voru Fjölniskonur að sækja á Valskonurnar og ég er eiginlega viss um að þær hefðu unnið þennan leik ef þær hefðu fengið boltann. Meðbyrinn var með þeim á þessu augnabliki.“ sagði Bryndís. Valskonur mæta Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík í gær. Einvígið hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verður sýnt á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Atvikið og umræðuna um það í heild sinni má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Umdeildur dómur Valur - Fjölnir Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Valskonan Helena Sverrisdóttir sótti að körfunni þegar um 45 sekúndur lifðu leiks í gær og fór heldur harkalega í Ariel Hearn, leikmann Fjölnis, sem stóð kyrr undir körfunni. Annar dómara leiksins dæmdi ruðning en hinn brot og tvö vítaskot. Það var alveg á mörkunum hvort Hearn væri innan bogans undir körfunni, en stæði hún innan hans er dómurinn réttur en ef fyrir utan væri um ruðning að ræða. „Þetta er auðvitað risaatriði þegar það er jafnt, 74-74, og lítið eftir,“ sagði fyrrum landsliðskonan Berglind LáruGunnarsdóttir um atvikið og bætti við: „Það er erfitt að segja en fólk verður svolítið að meta þetta sjálft, en ég get ekki alveg sagt hvort hún er fyrir utan hringinn eða ekki.“ „Þetta er risastór dómur í jafnri stöðu þegar 44 sekúndur eru eftir, ef Fjölnir hefðu fengið boltann. Þarna var 'mómentið' með Fjölniskonum, þetta hefði breytt leiknum gríðarlega.“ sagði þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir og sérfræðingurinn Bryndís Guðmundsdóttir tók undir: „Algjörlega, þarna voru Fjölniskonur að sækja á Valskonurnar og ég er eiginlega viss um að þær hefðu unnið þennan leik ef þær hefðu fengið boltann. Meðbyrinn var með þeim á þessu augnabliki.“ sagði Bryndís. Valskonur mæta Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík í gær. Einvígið hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verður sýnt á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Atvikið og umræðuna um það í heild sinni má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Umdeildur dómur Valur - Fjölnir Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira