Elín Metta hefur enn ekki skorað og Pepsi Max mörkin veltu fyrir sér hvort aðrar væru komnar á bekkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 10:31 Elín Metta Jensen á ferðinni í leik með Valsliðinu í Pepsi Max deildinni í sumar. Hún skoraði sitt síðasta mark í deildinni 26. september 2020. Vísir/Vilhelm Markaleysi eins mesta markaskorara Pepsi Max deildar kvenna undanfarin ár var til umræðu í Pepsi Max mörkunum í gær. Valskonan Elín Metta Jensen hefur enn ekki komist á blað í sumar. Pepsi Max mörkin fóru yfir fjórðu umferðina í gær og þá staðreynd að Elín Metta Jensen er ekki meðal sex markaskorara Valsliðsins í sumar. „Elín Metta. Ég verð að nefna hana. Það eru komnar fjórar umferðir á þessu móti og hún hefur ekki enn skorað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Það er óvanalegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna og Katrín Ómarsdóttir hinn sérfræðingur þáttarins tók undir það. „Erum við ekki bara að bíða eftir því að hún hrökkvi í gang,“ spurði Katrín. „Mér finnst þeir alltaf vera að bíða eftir því en ef þetta væri annar leikmaður þá væri hann kominn út af vellinum í lok leiks,“ sagði Helena. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Markaleysi Elínu Mettu „Ég vil taka það fram að mér finnst Elín Metta frábær leikmaður en ég hef séð hana frábærari en ég hef séð hana akkúrat núna,“ sagði Helena. „Mér finnst Valsliðið ekki vera búið að finna taktinn sinn. Þær hafa verið að spila með hæga miðju en núna er Clarissa komin inn í liðið og það er hraði þar. Elín Metta hefur þurft að koma mjög mikið til baka til að ná í boltann og sóknirnar gerast mjög hægt. Þetta er hæg uppbygging í sóknarleiknum,“ sagði Mist. „En hvert er uppleggið? Hún er mikið að reyna sjálf náttúrulega en hvert er uppleggið,“ spurði Mist. „Ég spyr mikið af því og þegar ég horfi á þær þá finnst mér þær minna ekkert á sig. Mér fannst þær ekkert gera það endilega heldur í þessum leik þó að þær hafi unnið hann nokkuð sannfærandi. Á meðan Elín Metta er ekki komin inn í leik liðsins þá hlýtur það að vera áhyggjuefni. Þær eru að fara í næsta leik á móti Breiðabliki,“ sagði Helena. „Hún er búin að vera besti senterinn í þessari deild,“ spurði Mist en Elín Metta er komin með 114 mörk í efstu deild þar af 29 mörk í 34 leikjum á síðustu tveimur tímabilum. „Ef þeir virkja hana ekki núna þá er fimmta umferð næst. Hún er nánast að skora mark í leik en er ekki enn komin með mark í sumar. Þetta hlýtur að valda áhyggjum hjá þjálfurum,“ sagði Helena og kallaði eftir viðbrögðum frá Katrínu. „Stundum hjálpar að gefa leikmönnum pásu. Maður hefur séð það. Þó að þú sért með mjög góðan leikmann en stundum vantar innri hvatningu eða eitthvað extra. Ef þú tekur leikmann út í einn leik og setur hann svo aftur inn. Það hefði kannski verið góð hugmynd að gera það á móti ÍBV því þeir eru með góða leikmenn sem gætu komið inn og spilað í staðin fyrir hana. Fá hana þá ferska inn á móti Breiðablik,“ sagði Katrín. „Þú vilt ekki koma mismunandi fram við leikmenn þína og ef að aðrir væru ekki búnir að skora svona lengi eins og hún þá myndu þeir kannski fara á bekkinn. Þú vilt hafa eina línu í þessu en þetta er erfitt,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um Elínu Mettu hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Pepsi Max mörkin fóru yfir fjórðu umferðina í gær og þá staðreynd að Elín Metta Jensen er ekki meðal sex markaskorara Valsliðsins í sumar. „Elín Metta. Ég verð að nefna hana. Það eru komnar fjórar umferðir á þessu móti og hún hefur ekki enn skorað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Það er óvanalegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna og Katrín Ómarsdóttir hinn sérfræðingur þáttarins tók undir það. „Erum við ekki bara að bíða eftir því að hún hrökkvi í gang,“ spurði Katrín. „Mér finnst þeir alltaf vera að bíða eftir því en ef þetta væri annar leikmaður þá væri hann kominn út af vellinum í lok leiks,“ sagði Helena. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Markaleysi Elínu Mettu „Ég vil taka það fram að mér finnst Elín Metta frábær leikmaður en ég hef séð hana frábærari en ég hef séð hana akkúrat núna,“ sagði Helena. „Mér finnst Valsliðið ekki vera búið að finna taktinn sinn. Þær hafa verið að spila með hæga miðju en núna er Clarissa komin inn í liðið og það er hraði þar. Elín Metta hefur þurft að koma mjög mikið til baka til að ná í boltann og sóknirnar gerast mjög hægt. Þetta er hæg uppbygging í sóknarleiknum,“ sagði Mist. „En hvert er uppleggið? Hún er mikið að reyna sjálf náttúrulega en hvert er uppleggið,“ spurði Mist. „Ég spyr mikið af því og þegar ég horfi á þær þá finnst mér þær minna ekkert á sig. Mér fannst þær ekkert gera það endilega heldur í þessum leik þó að þær hafi unnið hann nokkuð sannfærandi. Á meðan Elín Metta er ekki komin inn í leik liðsins þá hlýtur það að vera áhyggjuefni. Þær eru að fara í næsta leik á móti Breiðabliki,“ sagði Helena. „Hún er búin að vera besti senterinn í þessari deild,“ spurði Mist en Elín Metta er komin með 114 mörk í efstu deild þar af 29 mörk í 34 leikjum á síðustu tveimur tímabilum. „Ef þeir virkja hana ekki núna þá er fimmta umferð næst. Hún er nánast að skora mark í leik en er ekki enn komin með mark í sumar. Þetta hlýtur að valda áhyggjum hjá þjálfurum,“ sagði Helena og kallaði eftir viðbrögðum frá Katrínu. „Stundum hjálpar að gefa leikmönnum pásu. Maður hefur séð það. Þó að þú sért með mjög góðan leikmann en stundum vantar innri hvatningu eða eitthvað extra. Ef þú tekur leikmann út í einn leik og setur hann svo aftur inn. Það hefði kannski verið góð hugmynd að gera það á móti ÍBV því þeir eru með góða leikmenn sem gætu komið inn og spilað í staðin fyrir hana. Fá hana þá ferska inn á móti Breiðablik,“ sagði Katrín. „Þú vilt ekki koma mismunandi fram við leikmenn þína og ef að aðrir væru ekki búnir að skora svona lengi eins og hún þá myndu þeir kannski fara á bekkinn. Þú vilt hafa eina línu í þessu en þetta er erfitt,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um Elínu Mettu hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira