Guardiola: Manchester City verður að læra af titilvörn Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 08:31 Ilkay Gundogan fagnar marki Manchester City á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er strax farinn að undirbúa sitt lið andlega fyrir næsta tímabil. Manchester City hefur verið yfirburðarlið í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Liðið er löngu orðið meistari og er með tólf stiga forystu fyrir lokaumferðina. Liverpool tók titilinn af City í fyrra og vann þá yfirburðasigur en það var lítið að frétta af titilvörn Liverpool á þessari leiktíð. Football Focus á BBC fékk spænska knattspyrnustjórann til að fara yfir tímabilið og að velta fyrir sér framhaldinu hjá Manchester City og öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. "Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again." https://t.co/p600BQjKgp— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2021 Það eru enn tveir leikir eftir af tímabilinu hjá Manchester City, lokaleikurinn í deildinni og svo úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjórinn er strax farinn að hafa smá áhyggjur af einbeitingu sinna leikmanna fyrir næsta tímabil. Pep Guardiola talaði sérstaklega í viðtalinu við breska ríkisútvarpið um gengi Liverpool á þessari leiktíð sem víti til varnaðar fyrir liðsmenn síns í Manchester City. Hann er líka á því að þetta tímabil hafi verið erfiðara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það þurfa allir að fara í gegnum erfið ár og það eru margar mismunandi ástæður fyrir því. Það er erfitt að vinna alla titla en þessi var aðeins erfiðari fyrir alla vegna faraldursins og lokananna,“ sagði Pep Guardiola. Pep Guardiola on @LFC: Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again. But that is a good lesson for us. Nothing is [taken] for granted. Everything can happen. #awlfc [bbc]— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 21, 2021 Liverpool fékk átján fleiri stig en Manchester City á síðustu leiktíð en síðan hefur orðið 35 stiga sveifla og City er nú sautján stigum á undan Liverpool. „Liverpool liðið var óstöðvandi á síðustu leiktíð og allir héldu að það yrði eins á þessu tímabili. Það er aftur á móti góð kennslustund fyrir okkur. Það er ekki hægt að ganga að neinu vísu og allt getur gerst,“ sagði Pep. „Við getum lent í meiðslum á næsta tímabili en lent í slæmum köflum. Þess vegna verður alltaf að vera kveikt á viðvörunarljósinu og við þurfum að tengja það okkar ákvörðunum. Við þurfum að síðan að vera stöðugir og samkeppnishæfir í framtíðinni,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Manchester City hefur verið yfirburðarlið í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Liðið er löngu orðið meistari og er með tólf stiga forystu fyrir lokaumferðina. Liverpool tók titilinn af City í fyrra og vann þá yfirburðasigur en það var lítið að frétta af titilvörn Liverpool á þessari leiktíð. Football Focus á BBC fékk spænska knattspyrnustjórann til að fara yfir tímabilið og að velta fyrir sér framhaldinu hjá Manchester City og öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. "Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again." https://t.co/p600BQjKgp— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2021 Það eru enn tveir leikir eftir af tímabilinu hjá Manchester City, lokaleikurinn í deildinni og svo úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjórinn er strax farinn að hafa smá áhyggjur af einbeitingu sinna leikmanna fyrir næsta tímabil. Pep Guardiola talaði sérstaklega í viðtalinu við breska ríkisútvarpið um gengi Liverpool á þessari leiktíð sem víti til varnaðar fyrir liðsmenn síns í Manchester City. Hann er líka á því að þetta tímabil hafi verið erfiðara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það þurfa allir að fara í gegnum erfið ár og það eru margar mismunandi ástæður fyrir því. Það er erfitt að vinna alla titla en þessi var aðeins erfiðari fyrir alla vegna faraldursins og lokananna,“ sagði Pep Guardiola. Pep Guardiola on @LFC: Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again. But that is a good lesson for us. Nothing is [taken] for granted. Everything can happen. #awlfc [bbc]— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 21, 2021 Liverpool fékk átján fleiri stig en Manchester City á síðustu leiktíð en síðan hefur orðið 35 stiga sveifla og City er nú sautján stigum á undan Liverpool. „Liverpool liðið var óstöðvandi á síðustu leiktíð og allir héldu að það yrði eins á þessu tímabili. Það er aftur á móti góð kennslustund fyrir okkur. Það er ekki hægt að ganga að neinu vísu og allt getur gerst,“ sagði Pep. „Við getum lent í meiðslum á næsta tímabili en lent í slæmum köflum. Þess vegna verður alltaf að vera kveikt á viðvörunarljósinu og við þurfum að tengja það okkar ákvörðunum. Við þurfum að síðan að vera stöðugir og samkeppnishæfir í framtíðinni,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira