Þórólfur skorar á íþróttafélög eftir fjölda ábendinga um brot á sóttvarnareglum Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 11:41 Kristófer Acox með boltann í DHL-höllinni í Vesturbæ í gærkvöld. Eins og sjá má í baksýn var þétt setið, eða staðið, á leiknum og allur gangur á því hvort fólk bæri grímur eða ekki. vísir/bára „Í þessum fjölmörgu skjáskotum sem við höfum fengið í morgun er ljóst að mönnum hefur hlaupið kapp í kinn í gærkvöld, og þurfa að bæta sig,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á fundi almannavarna í dag, aðspurður um sóttvarnabrot áhorfenda á íþróttaleikjum. Víðir segir að fjöldi ábendinga hafi borist um það að áhorfendur á íþróttaleikjum virði ekki sóttvarnareglur. Þetta virðist hafa verið sérstaklega áberandi í gærkvöld þegar KR og Valur mættust í æsispennandi leik í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. „Við höfum fengið mjög margar ábendingar, sérstaklega í morgun, og mörg skjáskot af körfuboltaleik í gærkvöldi. Miðað við þær myndir… hver var fjöldinn raunverulega, hvernig voru þessi sóttvarnahólf útfærð? Og svo var þéttleikinn milli manna, grímunotkun og annað ekki í neinu samræmi við þær leiðbeiningar sem að ÍSÍ hefur gefið íþróttafélögunum vegna þessara viðburða,“ sagði Víðir. „Nú eru úrslitakeppnirnar byrjaðar sem að kalla á fleiri áhorfendur, og það er greinilegt að það er mikil áskorun fyrir íþróttafélögin að standa áfram vel að sínum sóttvarnamálum eins og þau hafa gert,“ bætti hann við. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem var gagnrýndur þegar hann lagði til áhorfendabann á íþróttaleikjum en vildi á sama tíma leyfa áhorfendur í leikhúsum og á tónleikum, tók undir orð Víðis og sagði: „Ég vil skora á íþróttafélögin að virkilega standa sig í þessu. Það var mikið ákall og mikil gagnrýni sem við fengum fyrir að loka fyrir íþróttastarfsemi, og við vorum fullvissuð um að menn gætu staðið sig. Ég held að það standi núna upp á íþróttafélögin og íþróttahreyfinguna að virkilega sýna að þetta sé hægt.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira
Víðir segir að fjöldi ábendinga hafi borist um það að áhorfendur á íþróttaleikjum virði ekki sóttvarnareglur. Þetta virðist hafa verið sérstaklega áberandi í gærkvöld þegar KR og Valur mættust í æsispennandi leik í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. „Við höfum fengið mjög margar ábendingar, sérstaklega í morgun, og mörg skjáskot af körfuboltaleik í gærkvöldi. Miðað við þær myndir… hver var fjöldinn raunverulega, hvernig voru þessi sóttvarnahólf útfærð? Og svo var þéttleikinn milli manna, grímunotkun og annað ekki í neinu samræmi við þær leiðbeiningar sem að ÍSÍ hefur gefið íþróttafélögunum vegna þessara viðburða,“ sagði Víðir. „Nú eru úrslitakeppnirnar byrjaðar sem að kalla á fleiri áhorfendur, og það er greinilegt að það er mikil áskorun fyrir íþróttafélögin að standa áfram vel að sínum sóttvarnamálum eins og þau hafa gert,“ bætti hann við. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem var gagnrýndur þegar hann lagði til áhorfendabann á íþróttaleikjum en vildi á sama tíma leyfa áhorfendur í leikhúsum og á tónleikum, tók undir orð Víðis og sagði: „Ég vil skora á íþróttafélögin að virkilega standa sig í þessu. Það var mikið ákall og mikil gagnrýni sem við fengum fyrir að loka fyrir íþróttastarfsemi, og við vorum fullvissuð um að menn gætu staðið sig. Ég held að það standi núna upp á íþróttafélögin og íþróttahreyfinguna að virkilega sýna að þetta sé hægt.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira