Vann fyrsta titilinn með Chiesa og þann síðasta 22 árum síðar með syni hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2021 17:00 Gianluigi Buffon kvaddi Juventus í gærkvöldi með bikarmeistaratitli. EPA-EFE/PAOLO MAGNI Gianluigi Buffon náði því í gærkvöldi að verða ítalskur bikarmeistari 22 árum eftir að hann vann ítalska bikarinn fyrst á ferlinum. Buffon stóð þá í marki Juventus sem vann 2-1 sigur á Atalanta í úrslitaleiknum. Þetta var væntanlega síðasti leikur hans í treyju Juventus. Hinn 43 ára gamli Gianluigi Buffon fær ekki annan samning hjá Juventus en það er þó allt eins líklegt að hann finni sér nýtt lið. Buffon vann ítalska bikarinn fyrst með Parma árið 1999 en með honum í því liði var Enrico Chiesa. In 1999, Gianluigi Buffon won his first Coppa Italia playing alongside Enrico Chiesa at Parma. Fast forward 22 years, and Buffon has won his sixth Coppa Italia playing alongside Enrico s own son Federico. Timeless. pic.twitter.com/oUYXGUNdHB— These Football Times (@thesefootytimes) May 19, 2021 Svo skemmtilega vill til að sá sem skoraði sigurmark Juventus í leiknum er enginn annar en Federico Chiesa sem er sonur Enrico. Federico Chiesa er fæddur í október 1997 en á þeim tíma voru faðir hans og Buffon að spila með Parma liðinu. Tímabilið sem Federico kom í heiminn þá spilaði Buffon 32 deildarleiki með Parma í ítölsku deildinni og Chiesa skoraði 10 mörk í 33 deildarleikjum. Parma endaði þá í sjötta sæti í deildinni og komast í undanúrslit bikarsins. In 1999, Gianluigi Buffon won his first Coppa Italia alongside Enrico Chiesa at Parma Calcio 1913 22 years later, Buffon wins his last trophy for Juventus, a Coppa Italia, alongside match-winner Federico Chiesa Gigi's longevity at the top is extraordinary pic.twitter.com/Tyy929SYLu— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 20, 2021 Liðið lék það tímabil einnig í Meistaradeildinni og skoraði Enrico Chiesa alls 21 mark í öllum keppnum á tímabilinu þar sem sex þeirra í Meistaradeildinni. Gianluigi Buffon varð ítalskur bikarmeistari í sjötta sinn í gær en auk bikarmeistaratitilsins með Parma 1999 og þess í gær þá vann hann með Juventus 2015, 2016, 2017 og 2018. Enginn hefur unnið ítalska bikarinn oftar en Buffon og Roberto Mancini deila nú metinu saman. Federico Chiesa post-match: My first words to Gigi Buffon at the final whistle were do you remember when you won the Coppa Italia with my Dad (in 1999) !Incredible #CoppaItaliaFinal pic.twitter.com/tl5KrLhds1— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) May 19, 2021 Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Buffon stóð þá í marki Juventus sem vann 2-1 sigur á Atalanta í úrslitaleiknum. Þetta var væntanlega síðasti leikur hans í treyju Juventus. Hinn 43 ára gamli Gianluigi Buffon fær ekki annan samning hjá Juventus en það er þó allt eins líklegt að hann finni sér nýtt lið. Buffon vann ítalska bikarinn fyrst með Parma árið 1999 en með honum í því liði var Enrico Chiesa. In 1999, Gianluigi Buffon won his first Coppa Italia playing alongside Enrico Chiesa at Parma. Fast forward 22 years, and Buffon has won his sixth Coppa Italia playing alongside Enrico s own son Federico. Timeless. pic.twitter.com/oUYXGUNdHB— These Football Times (@thesefootytimes) May 19, 2021 Svo skemmtilega vill til að sá sem skoraði sigurmark Juventus í leiknum er enginn annar en Federico Chiesa sem er sonur Enrico. Federico Chiesa er fæddur í október 1997 en á þeim tíma voru faðir hans og Buffon að spila með Parma liðinu. Tímabilið sem Federico kom í heiminn þá spilaði Buffon 32 deildarleiki með Parma í ítölsku deildinni og Chiesa skoraði 10 mörk í 33 deildarleikjum. Parma endaði þá í sjötta sæti í deildinni og komast í undanúrslit bikarsins. In 1999, Gianluigi Buffon won his first Coppa Italia alongside Enrico Chiesa at Parma Calcio 1913 22 years later, Buffon wins his last trophy for Juventus, a Coppa Italia, alongside match-winner Federico Chiesa Gigi's longevity at the top is extraordinary pic.twitter.com/Tyy929SYLu— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 20, 2021 Liðið lék það tímabil einnig í Meistaradeildinni og skoraði Enrico Chiesa alls 21 mark í öllum keppnum á tímabilinu þar sem sex þeirra í Meistaradeildinni. Gianluigi Buffon varð ítalskur bikarmeistari í sjötta sinn í gær en auk bikarmeistaratitilsins með Parma 1999 og þess í gær þá vann hann með Juventus 2015, 2016, 2017 og 2018. Enginn hefur unnið ítalska bikarinn oftar en Buffon og Roberto Mancini deila nú metinu saman. Federico Chiesa post-match: My first words to Gigi Buffon at the final whistle were do you remember when you won the Coppa Italia with my Dad (in 1999) !Incredible #CoppaItaliaFinal pic.twitter.com/tl5KrLhds1— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) May 19, 2021
Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira