Chelsea, Liverpool og Leicester gætu endað öllsömul í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 08:00 Liverpool er með Meistaradeildarörlög sín í eigin höndum eftir sigurinn á Burnley í gærkvöld. AP/Alex Livesey Chelsea, Liverpool og Leicester eiga í harðri baráttu um tvö Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mögulegt er að þau leiki öll í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Gylfi Þór Sigurðsson á von um að komast í aðra Evrópukeppni. Lokaumferð deildarinnar er á sunnudaginn. Manchester City og Manchester United hafa tryggt sér efstu tvö sætin. Mikil spenna er um hvaða lið ná 3. og 4. sæti því aðeins munar einu stigi á Chelsea í 3. sæti og Leicester sem situr í 5. sæti, með lakari markatölu en Liverpool. Chelsea gæti fengið fimmta sætið Vanalega fær England fjögur sæti í Meistaradeild Evrópu og fara þau til fjögurra efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar. Ef að Chelsea endar í 5. sæti, en vinnur Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, fær England hins vegar aukasæti í Meistaradeildinni og sendir þangað fimm lið á næstu leiktíð. Engu breytir þó að Manchester United vinni Evrópudeildina því að liðið hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti með því að enda í 2. sæti úrvalsdeildarinnar. Jorginho fagnar í hinum dýrmæta sigri Chelsea gegn Leicester í vikunni.AP/Catherine Ivill Í lokaumferðinni á sunnudag tekur Liverpool á móti Crystal Palace, Leicester mætir Tottenham og Chelsea sækir Aston Villa heim. Hvað ef að Liverpool og Leicester verða nákvæmlega jöfn? Leicester þarf að fá fleiri stig en annað hvort Liverpool eða Chelsea í lokaumferðinni, eða vinna sinn leik með fjórum mörkum meiri mun en Liverpool vinnur Palace. Sá möguleiki er reyndar fyrir hendi að Leicester og Liverpool verði jöfn að stigum með nákvæmlega sömu markatölu. Til þess þyrfti þó mjög óvenjuleg úrslit, eins og til að mynda 6-0 sigur Leicester og 6-4 sigur Liverpool. Ef til þess kæmi myndu innbyrðis viðureignir Liverpool og Leicester ráða stöðu þeirra og þar hefur Liverpool örlítið betur. Gylfi, Tottenham og Arsenal í baráttu Liðið sem endar í 5. sæti er öruggt um sæti í Evrópudeildinni. Liðið sem endar í 6. sæti mun einnig fá sæti í Evrópudeildinni og liðið í 7. sæti fer í hina nýju Sambandsdeild UEFA. West Ham dugar stig gegn Southampton til að tryggja sér 6. sæti. Tottenham á möguleika á því sæti ef West Ham tapar. Tottenham (59 stig), Everton (59) og Arsenal (58) berjst um 7. sæti og er Tottenham með langbestu markatöluna en á leið í leik við Leicester. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eiga erfiðan leik við meistara City í lokaumferðinni. Arsenal getur með sigri á Brighton komist í Sambandsdeildina ef hvorki Tottenham né Everton vinnur. Enski boltinn Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Lokaumferð deildarinnar er á sunnudaginn. Manchester City og Manchester United hafa tryggt sér efstu tvö sætin. Mikil spenna er um hvaða lið ná 3. og 4. sæti því aðeins munar einu stigi á Chelsea í 3. sæti og Leicester sem situr í 5. sæti, með lakari markatölu en Liverpool. Chelsea gæti fengið fimmta sætið Vanalega fær England fjögur sæti í Meistaradeild Evrópu og fara þau til fjögurra efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar. Ef að Chelsea endar í 5. sæti, en vinnur Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, fær England hins vegar aukasæti í Meistaradeildinni og sendir þangað fimm lið á næstu leiktíð. Engu breytir þó að Manchester United vinni Evrópudeildina því að liðið hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti með því að enda í 2. sæti úrvalsdeildarinnar. Jorginho fagnar í hinum dýrmæta sigri Chelsea gegn Leicester í vikunni.AP/Catherine Ivill Í lokaumferðinni á sunnudag tekur Liverpool á móti Crystal Palace, Leicester mætir Tottenham og Chelsea sækir Aston Villa heim. Hvað ef að Liverpool og Leicester verða nákvæmlega jöfn? Leicester þarf að fá fleiri stig en annað hvort Liverpool eða Chelsea í lokaumferðinni, eða vinna sinn leik með fjórum mörkum meiri mun en Liverpool vinnur Palace. Sá möguleiki er reyndar fyrir hendi að Leicester og Liverpool verði jöfn að stigum með nákvæmlega sömu markatölu. Til þess þyrfti þó mjög óvenjuleg úrslit, eins og til að mynda 6-0 sigur Leicester og 6-4 sigur Liverpool. Ef til þess kæmi myndu innbyrðis viðureignir Liverpool og Leicester ráða stöðu þeirra og þar hefur Liverpool örlítið betur. Gylfi, Tottenham og Arsenal í baráttu Liðið sem endar í 5. sæti er öruggt um sæti í Evrópudeildinni. Liðið sem endar í 6. sæti mun einnig fá sæti í Evrópudeildinni og liðið í 7. sæti fer í hina nýju Sambandsdeild UEFA. West Ham dugar stig gegn Southampton til að tryggja sér 6. sæti. Tottenham á möguleika á því sæti ef West Ham tapar. Tottenham (59 stig), Everton (59) og Arsenal (58) berjst um 7. sæti og er Tottenham með langbestu markatöluna en á leið í leik við Leicester. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eiga erfiðan leik við meistara City í lokaumferðinni. Arsenal getur með sigri á Brighton komist í Sambandsdeildina ef hvorki Tottenham né Everton vinnur.
Enski boltinn Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira