NBA dagsins: Einum fimmtíu stiga leik frá því að jafna við Larry Bird Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2021 15:01 Jayson Tatum fagnar með Boston Celtics liðinu í nótt. Getty/Maddie Malhotra Jayson Tatum fór á kostum í nótt þegar Boston Celtics tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Boston menn mæta Brooklyn Nets í fyrstu umferð úrslitakeppninni eftir 118-100 sigur á Washington Wizards í umspilsleik. Wizards fær annað tækifæri annað kvöld þegar þeir spila hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers um síðasta sætið inn úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana Pacers komst í þann leik með því að senda Charlotte Hornets í sumarfrí með 144-117 sigri þar sem Domantas Sabonis var með 14 stig, 21 frákast og 9 stoðsendingar. Tatum skoraði 50 stig í leiknum en hann hitti meðal annars úr öllum sautján vítunum sínum og var einnig með 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Jayson Tatum now has 3 career 50-point games, 1 shy of matching Larry Bird for the most in Celtics history (includes regular season, postseason, & Play-In Tournament). pic.twitter.com/hTiwsePJ0A— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 19, 2021 Þetta var þriðji 50 stiga leikur Jayson Tatum með Boston Celtics og vantar hann því bara einn í viðbót til að jafna Larry Bird. Tatum hefur nú náð að skora 50 stig fyrir félagið í deildarleik, í leik í úrslitakeppni og í umspilsleik. Það voru tveir leikmenn Boston Celtics liðsins sem fóru fyrir sóknarleik liðsins því Kemba Walker skoraði 29 stig og saman voru þeir því með 79 stig. Það hefur gengið á ýmsu hjá Celtics liðinu á tímabilinu en liðið tapaði tíu af síðustu fimmtán leikjum í deildarkeppninni og þurfti fyrir vikið að spila svona leik um að komast hreinlega í úrslitakeppnina. „Við höfum farið í gegnum margt saman og það hefur að mörgu leyti hert okkur. Við höfum verið með bakið upp við vegg stærsta hluta tímabilsins og það tekur mikla samheldni að standa saman á erfiðum tímum,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston Celtics. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjum næturinnar sem og fimm flottustu tilþrif leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins (frá 18. maí 2021) NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira
Boston menn mæta Brooklyn Nets í fyrstu umferð úrslitakeppninni eftir 118-100 sigur á Washington Wizards í umspilsleik. Wizards fær annað tækifæri annað kvöld þegar þeir spila hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers um síðasta sætið inn úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana Pacers komst í þann leik með því að senda Charlotte Hornets í sumarfrí með 144-117 sigri þar sem Domantas Sabonis var með 14 stig, 21 frákast og 9 stoðsendingar. Tatum skoraði 50 stig í leiknum en hann hitti meðal annars úr öllum sautján vítunum sínum og var einnig með 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Jayson Tatum now has 3 career 50-point games, 1 shy of matching Larry Bird for the most in Celtics history (includes regular season, postseason, & Play-In Tournament). pic.twitter.com/hTiwsePJ0A— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 19, 2021 Þetta var þriðji 50 stiga leikur Jayson Tatum með Boston Celtics og vantar hann því bara einn í viðbót til að jafna Larry Bird. Tatum hefur nú náð að skora 50 stig fyrir félagið í deildarleik, í leik í úrslitakeppni og í umspilsleik. Það voru tveir leikmenn Boston Celtics liðsins sem fóru fyrir sóknarleik liðsins því Kemba Walker skoraði 29 stig og saman voru þeir því með 79 stig. Það hefur gengið á ýmsu hjá Celtics liðinu á tímabilinu en liðið tapaði tíu af síðustu fimmtán leikjum í deildarkeppninni og þurfti fyrir vikið að spila svona leik um að komast hreinlega í úrslitakeppnina. „Við höfum farið í gegnum margt saman og það hefur að mörgu leyti hert okkur. Við höfum verið með bakið upp við vegg stærsta hluta tímabilsins og það tekur mikla samheldni að standa saman á erfiðum tímum,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston Celtics. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjum næturinnar sem og fimm flottustu tilþrif leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins (frá 18. maí 2021)
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira