Boston í úrslitakeppnina þökk sé 50 stiga leik Tatums Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2021 07:30 Jayson Tatum keyrir að körfu Washington Wizards í sigrinum í nótt. AP/Charles Krupa Eftir afar slæmt gengi síðasta mánuðinn af deildarkeppni NBA-deildarinnar náðu Boston Celtics að rífa sig í gang í nótt og koma sér í úrslitakeppnina. Hið nýja umspil NBA-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Liðin í 7. og 8. sæti austurdeildar mættust og þar vann Boston 118-100 sigur á Washington Wizards. Washington fær annað tækifæri til að komast í úrslitakeppnina – hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers sem unnu Charlotte Hornets 144-117, í uppgjöri liðanna í 9. og 10. sæti. Boston getur þakkað Jayson Tatum það að liðið skuli komið í úrslitakeppnina, þar sem Boston mætir Brooklyn Nets. Indiana eða Washington mun mæta Philadelphia 76ers. Tatum skoraði 50 stig í nótt eða hátt í helming stiga Boston. Hann skoraði 32 af stigunum í seinni hálfleik en Boston hóf hann af miklum krafti með 22-4 spretti. Þannig komst liðið í 74-58 og þó að Washington hafi náð að minnka muninn í sjö stig þá komst liðið ekki nær. Tatum hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa of hægt um sig sem leiðtogi Boston en það var annað uppi á teningnum í nótt: „Ég veit að ég hef öðlast virðingu liðsfélaga mína. Ég hef öðlast virðingu strákanna sem ég spila á móti. Ég hef trú á sjálfum mér og það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Tatum. „Mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg“ Í Indianapolis var aldrei spurning hvernig færi. Domantas Sabonis skoraði 14 stig, tók 21 frákast og gaf níu stoðsendingar í öruggum sigri Pacers. „Þegar að maður tapar með þrjátíu stiga mun þá hefur ekkert gengið upp. Þeir mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg. Þeir voru grimmara liðið og léku fullir af orku,“ sagði Cody Zeller, leikmaður Charlotte og fyrrverandi stjarna Indiana háskólaliðsins. Umspilið heldur áfram í kvöld í vesturdeildinni þegar meistarar LA Lakers mæta Golden State Warriors í leik sem mun færa öðru liðinu sæti í úrslitakeppninni. Tapliðið mun þurfa að mæta Memphis Grizzlies eða San Antonio Spurs sem mætast einnig í kvöld. NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Hið nýja umspil NBA-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Liðin í 7. og 8. sæti austurdeildar mættust og þar vann Boston 118-100 sigur á Washington Wizards. Washington fær annað tækifæri til að komast í úrslitakeppnina – hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers sem unnu Charlotte Hornets 144-117, í uppgjöri liðanna í 9. og 10. sæti. Boston getur þakkað Jayson Tatum það að liðið skuli komið í úrslitakeppnina, þar sem Boston mætir Brooklyn Nets. Indiana eða Washington mun mæta Philadelphia 76ers. Tatum skoraði 50 stig í nótt eða hátt í helming stiga Boston. Hann skoraði 32 af stigunum í seinni hálfleik en Boston hóf hann af miklum krafti með 22-4 spretti. Þannig komst liðið í 74-58 og þó að Washington hafi náð að minnka muninn í sjö stig þá komst liðið ekki nær. Tatum hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa of hægt um sig sem leiðtogi Boston en það var annað uppi á teningnum í nótt: „Ég veit að ég hef öðlast virðingu liðsfélaga mína. Ég hef öðlast virðingu strákanna sem ég spila á móti. Ég hef trú á sjálfum mér og það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Tatum. „Mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg“ Í Indianapolis var aldrei spurning hvernig færi. Domantas Sabonis skoraði 14 stig, tók 21 frákast og gaf níu stoðsendingar í öruggum sigri Pacers. „Þegar að maður tapar með þrjátíu stiga mun þá hefur ekkert gengið upp. Þeir mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg. Þeir voru grimmara liðið og léku fullir af orku,“ sagði Cody Zeller, leikmaður Charlotte og fyrrverandi stjarna Indiana háskólaliðsins. Umspilið heldur áfram í kvöld í vesturdeildinni þegar meistarar LA Lakers mæta Golden State Warriors í leik sem mun færa öðru liðinu sæti í úrslitakeppninni. Tapliðið mun þurfa að mæta Memphis Grizzlies eða San Antonio Spurs sem mætast einnig í kvöld.
NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira