Fólkið, þar af um 1.500 börn, synti fram hjá landamæragirðingum á svæðinu eða gekk yfir á fjöru, samkvæmt frétt BBC. Minnst einn hefur dáið við að reyna að komast til Ceuta.
Landamæraverðir í Marokkó eru sagðir hafa setið hjá og ekkert gert til að reyna að stöðva fólkið.
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur heitið því að ná aftur röð og reglu í Ceuta og er þegar búið að senda um 2.700 manns aftur til Marokkó. Þó ekki þá sem eru ólögráða.

Um tvö hundruð hermenn og tvö hundruð lögregluþjóna hafa verið sendir til aðstoðar við um 1.100 landamæraverði í Ceuta, þar sem um 80 þúsund manns búa.
El Pais segir flesta af þeim um átta þúsund manns sem hafi komið til Ceuta í dag og í gær vera frá Afríku, sunnan Sahara-eyðimerkurinnar. BBC segir þá hins vegar vera frá Marokkó.
Ceuta og Melilla, sem er einnig yfirráðasvæði Spánar í Norður-Afríku hafa dregið að sér mikinn fjölda farand- og flóttafólks frá Afríku.
