Brighton kom til baka gegn meisturum Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2021 20:00 Leikmenn Brighton fagna einu marka sinna í kvöld. Gareth Fuller/Getty Images Brighton & Hove Albion vann óvæntan 3-2 sigur á meisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Man City komst í 2-0 en heimamenn komu til baka og skoruðu þrívegis. İlkay Gündoğan kom gestunum yfir strax á annarri mínútu leiksins en þegar tíu mínútur voru komnar á klukkuna fékk portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo rautt spjald fyrir brot á Danny Welbeck sem var talinn vera sloppinn einn í gegn. Það kom ekki að sök í fyrri hálfleik og staðan 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Phil Foden kom gestunum svo í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks áður en endurkoman hófst. Leandro Trossard minnkaði muninn á 50. mínútu, Adam Webster jafnaði metin á 72. mínútu og fjórum mínútum síðar tryggði hinn gríðarlega hávaxni Dan Burn heimamönnum sigurinn. 6 - Manchester City have lost a Premier League game in which they were 2+ goals ahead for a sixth time; only Tottenham (eight) have done so more on more different occasions in the competition. Drama. pic.twitter.com/WLmuV1kyWF— OptaJoe (@OptaJoe) May 18, 2021 Lokatölur eins og áður sagði 3-2 og Brighton þar með komið upp í 15. sæti á meðan Manchester City eru enn í efsta sætinu enda orðnir meistarar. Enski boltinn Fótbolti
Brighton & Hove Albion vann óvæntan 3-2 sigur á meisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Man City komst í 2-0 en heimamenn komu til baka og skoruðu þrívegis. İlkay Gündoğan kom gestunum yfir strax á annarri mínútu leiksins en þegar tíu mínútur voru komnar á klukkuna fékk portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo rautt spjald fyrir brot á Danny Welbeck sem var talinn vera sloppinn einn í gegn. Það kom ekki að sök í fyrri hálfleik og staðan 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Phil Foden kom gestunum svo í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks áður en endurkoman hófst. Leandro Trossard minnkaði muninn á 50. mínútu, Adam Webster jafnaði metin á 72. mínútu og fjórum mínútum síðar tryggði hinn gríðarlega hávaxni Dan Burn heimamönnum sigurinn. 6 - Manchester City have lost a Premier League game in which they were 2+ goals ahead for a sixth time; only Tottenham (eight) have done so more on more different occasions in the competition. Drama. pic.twitter.com/WLmuV1kyWF— OptaJoe (@OptaJoe) May 18, 2021 Lokatölur eins og áður sagði 3-2 og Brighton þar með komið upp í 15. sæti á meðan Manchester City eru enn í efsta sætinu enda orðnir meistarar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti