Sjáðu hvernig Barcelona skráði sig í sögubækurnar Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2021 10:00 Vicky Losada lyfir Evrópumeistarabikarnum á loft í fjörugum fagnaðarlátum Barcelona í Gautaborg í gær. Getty/Fran Santiago Barcelona varð í gær fyrsta félagið frá upphafi til að geta státað sig af því hafa orðið Evrópumeistari bæði kvenna og karla í fótbolta. Kvennalið Barcelona valtaði yfir Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær, 4-0, og varð þar með fyrsta spænska liðið til að vinna keppnina. Sigrinum var að sjálfsögðu vel fagnað. Barcelona Femeni's players gatecrashed a press conference after beating Chelsea 4-0 to lift their first Women's #UCL trophy. pic.twitter.com/TayWqf24RP— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 17, 2021 Barcelona tapaði úrslitaleiknum gegn Lyon fyrir tveimur árum en í gær var aldrei spurning hvernig færi. Staðan var orðin 3-0 eftir aðeins 20 mínútur, og 4-0 eftir 35 mínútur. Fyrsta mark leiksins var afar skrautlegt sjálfsmark strax á fyrstu mínútu en Alexia Putellas bætti við öðru marki úr víti. Aitana Bonmati skoraði þriðja markið og hin norska Caroline Graham Hansen það fjórða. Mörkin og fagnaðarlæti Barcelona má sjá hér að neðan en leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Mörkin úr úrslitaleik Meistaradeildarinnar Lyon hafði nánast verið í áskrift að Evrópumeistaratitlinum, vann keppnina fimm ár í röð. Í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sem er barnshafandi, féll Lyon hins vegar úr leik í 8-liða úrslitum og þar með opnaðist tækifæri fyrir önnur lið. Liðin sem unnið hafa Meistaradeild kvenna eru núna Lyon (7 titlar), Frankfurt (4), Umeå (2), Wolfsburg (2), Potsdam (2), Arsenal (1), Duisburg (1) og Barcelona (1). Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Þetta var búið áður en þetta byrjaði Emma Hayes, þjálfari Chelsea, var hálf buguð þegar hún mætti í viðtal eftir 4-0 tap gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. maí 2021 21:56 Skelfileg byrjun varð Chelsea að falli er Barcelona vann Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn Barcelona gekk einfaldlega frá Chelsea á rúmum hálftíma er liðin mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í dag. Lokatölur 4-0 Börsungum í vil sem voru að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. 16. maí 2021 21:00 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Kvennalið Barcelona valtaði yfir Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær, 4-0, og varð þar með fyrsta spænska liðið til að vinna keppnina. Sigrinum var að sjálfsögðu vel fagnað. Barcelona Femeni's players gatecrashed a press conference after beating Chelsea 4-0 to lift their first Women's #UCL trophy. pic.twitter.com/TayWqf24RP— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 17, 2021 Barcelona tapaði úrslitaleiknum gegn Lyon fyrir tveimur árum en í gær var aldrei spurning hvernig færi. Staðan var orðin 3-0 eftir aðeins 20 mínútur, og 4-0 eftir 35 mínútur. Fyrsta mark leiksins var afar skrautlegt sjálfsmark strax á fyrstu mínútu en Alexia Putellas bætti við öðru marki úr víti. Aitana Bonmati skoraði þriðja markið og hin norska Caroline Graham Hansen það fjórða. Mörkin og fagnaðarlæti Barcelona má sjá hér að neðan en leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Mörkin úr úrslitaleik Meistaradeildarinnar Lyon hafði nánast verið í áskrift að Evrópumeistaratitlinum, vann keppnina fimm ár í röð. Í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sem er barnshafandi, féll Lyon hins vegar úr leik í 8-liða úrslitum og þar með opnaðist tækifæri fyrir önnur lið. Liðin sem unnið hafa Meistaradeild kvenna eru núna Lyon (7 titlar), Frankfurt (4), Umeå (2), Wolfsburg (2), Potsdam (2), Arsenal (1), Duisburg (1) og Barcelona (1).
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Þetta var búið áður en þetta byrjaði Emma Hayes, þjálfari Chelsea, var hálf buguð þegar hún mætti í viðtal eftir 4-0 tap gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. maí 2021 21:56 Skelfileg byrjun varð Chelsea að falli er Barcelona vann Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn Barcelona gekk einfaldlega frá Chelsea á rúmum hálftíma er liðin mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í dag. Lokatölur 4-0 Börsungum í vil sem voru að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. 16. maí 2021 21:00 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Þetta var búið áður en þetta byrjaði Emma Hayes, þjálfari Chelsea, var hálf buguð þegar hún mætti í viðtal eftir 4-0 tap gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. maí 2021 21:56
Skelfileg byrjun varð Chelsea að falli er Barcelona vann Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn Barcelona gekk einfaldlega frá Chelsea á rúmum hálftíma er liðin mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í dag. Lokatölur 4-0 Börsungum í vil sem voru að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. 16. maí 2021 21:00