Bjarki: Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. maí 2021 21:30 Bjarki Ármann Oddsson var nokkuð sáttur við spilamennsku sinna manna þrátt fyrir stórt tap. Bjarki Ármann Oddson, þjálfari Þórs Akureyri, var nokkuð brattur eftir fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni þrátt fyrir 19 stiga tap. Lokatölur 95-76, en Bjarki einblíndi á það jákvæða. „Ég er bara nokkuð ánægður með strákana svona lengst um í leiknum,“ sagði Bjarki eftir leikinn. „Við gleymdum okkur aðeins í vörninni á köflum. Það má auðvitað ekki skilja menn eins og Larry eftir í eina sekúndu og Þórsarar bara gengu á lagið og fundu opnanir í okkar vörn.“ Þór Ak. var án síns besta leikmanns í kvöld, en Dedrick Basile er í leikbanni. Bjarki segir að það hafi sett strik í reikninginn. „Við söknuðum klárlega Dedrick í dag og það sást á sóknarleiknum hjá okkur. Við vorum voðalega stífir og stirðir og það sést bara á okkar sóknarleik. Hann er með boltann í höndunum í hverri einustu sókn og lungann úr þeirri sókn líka. En því fór sem fór.“ „En ég er ofboðslega ánægður með vinnusemina hjá strákunum stóran hluta leiksins. Ég er mjög ánægður með íslensku ungu strákana sem komu inn á í lokinn og að sjálfsögðu gamla brýnið Hrafn Jóhannesson.“ Þórsarar héldu í við heimamenn stærstan hluta fyrri hálfleiks en svo fór að halla undan fæti. Bjarki segir að leikmönnum hafi vantað einbeitingu. „Við vorum oft að gleyma Larry þarna í lok annars og þriðja leikhluta. Þór Þorlákshöfn er svona lið áhlaupa sem setur kannski tvo þrista á þig í röð og við vorum bara að gleyma okkur. Við vorum bara ekki með mennina eða fæturna í dag til þess að hægja á þeim. Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn.“ Akureyringar sóttu mikilvægan sigur í Þorlákshöfn fyrir rúmri viku. Bjarki segir að mikill munur hafi verið á leiknum þá og í kvöld. „Það er auðvitað ekki gott ef við töpum frákastabaráttunni. Við erum með mun hærra lið og þurfum að gera mun betur þar. Skotin voru ekki að detta í dag sem voru að detta þá. Það er kannski svona helsti munurinn.“ Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
„Ég er bara nokkuð ánægður með strákana svona lengst um í leiknum,“ sagði Bjarki eftir leikinn. „Við gleymdum okkur aðeins í vörninni á köflum. Það má auðvitað ekki skilja menn eins og Larry eftir í eina sekúndu og Þórsarar bara gengu á lagið og fundu opnanir í okkar vörn.“ Þór Ak. var án síns besta leikmanns í kvöld, en Dedrick Basile er í leikbanni. Bjarki segir að það hafi sett strik í reikninginn. „Við söknuðum klárlega Dedrick í dag og það sást á sóknarleiknum hjá okkur. Við vorum voðalega stífir og stirðir og það sést bara á okkar sóknarleik. Hann er með boltann í höndunum í hverri einustu sókn og lungann úr þeirri sókn líka. En því fór sem fór.“ „En ég er ofboðslega ánægður með vinnusemina hjá strákunum stóran hluta leiksins. Ég er mjög ánægður með íslensku ungu strákana sem komu inn á í lokinn og að sjálfsögðu gamla brýnið Hrafn Jóhannesson.“ Þórsarar héldu í við heimamenn stærstan hluta fyrri hálfleiks en svo fór að halla undan fæti. Bjarki segir að leikmönnum hafi vantað einbeitingu. „Við vorum oft að gleyma Larry þarna í lok annars og þriðja leikhluta. Þór Þorlákshöfn er svona lið áhlaupa sem setur kannski tvo þrista á þig í röð og við vorum bara að gleyma okkur. Við vorum bara ekki með mennina eða fæturna í dag til þess að hægja á þeim. Það verður flottara Þórslið sem mætir á miðvikudaginn.“ Akureyringar sóttu mikilvægan sigur í Þorlákshöfn fyrir rúmri viku. Bjarki segir að mikill munur hafi verið á leiknum þá og í kvöld. „Það er auðvitað ekki gott ef við töpum frákastabaráttunni. Við erum með mun hærra lið og þurfum að gera mun betur þar. Skotin voru ekki að detta í dag sem voru að detta þá. Það er kannski svona helsti munurinn.“
Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira