Paul Conway er talsmaður nýrra amerískra eigenda Esbjerg, og hann greindi frá þessu í samtali við danska miðilinn jv.dk.
„Hann passaði ekki inn í þann leikstíl sem við viljum spila,“ sagði Conway fyrir leik liðsins gegn Viborg í gær. „Þannig að já, hann hefði verið látinn fara þó að við færum upp.“
Esbjerg væntir þess að ráða arftaka Ólafs á næstu tíu dögum, en Ólafur Kristjánsson þarf að fara að leita sér að nýju verkefni.