Lakers vann en þarf enn að treysta á önnur úrslit | Randle með tvöfalda þrennu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2021 19:45 LeBron James sneri aftur í lið Lakers í kvöld. Hér fagnar hann górði köruf með Dennis Schröder. Justin Casterline/Getty Images Þremur af fimm leikjum kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta er nú lokið. Meistarar Los Angeles Lakers unnu Indiana Pacers í endurkomu LeBron James og Anthony Davis. Brooklyn Nets vann Chicago Bullso og New York Knicks vann Charlotte Hornets í framlengdum leik. Lakers vann fimm stiga sigur á Pacers, lokatölur 122-115. Meistararnir voru alltaf með yfirhöndina og náðu oftar en ekki tíu stiga forskoti eða meira en Pacers komu alltaf til baka. Það gekk ekkert sóknarlega hjá Lakers framan af 4. leikhluta og forysta þeirra var orðin lítil sem engin þegar LeBron James kom inn af bekknum, skoraði sjö stig í röð og fór langleiðina með að tryggja sigur Lakrs. LEBRON ELEVATED pic.twitter.com/mWxj1fTs5F— NBA TV (@NBATV) May 15, 2021 Lakers er sem stendur með 41 sigur og 30 töp, líkt og Portland Trail Blazers. Síðarnefnda liðið er hins vegar með betri innbyrðis viðureignir og fer því beint í úrslitakeppnina fari svo að liðin vinni bæði lokaleiki sína í deildarkeppninni á meðan Lakers fer í umspil. Anthony Davis skoraði 28 stig í liði Lakers ásamt því að taka 10 fráköst. LeBron James skoraði 24 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Caris LeVert skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar í liði Pacers. Brooklyn Nets átti ekki í miklum vandræðum með Chicago Bulls, lokatölur 105-91. Kyrie Irving skoraði 22 stig í liði Brooklyn og Bruce Brown Jr. henti í tvöfalda tvennu með 16 stig og 12 fráköst. Patrick Williams skoraði 24 stig í liði Bulls. Julius Randle hlóð í þrefalda tvennu í sigri Knicks á Hornets. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 104-104 en Knicks voru mun sterkari í framlengingunni og unnu á endanum níu stiga sigur, 118-109. 33p/10r/13a for @J30_RANDLE If MIA loses tonight, the @nyknicks can clinch #4 in the East with a win tomorrow! #NewYorkForever pic.twitter.com/psauJgZ1kD— NBA (@NBA) May 15, 2021 Julius Randle hefur verið magnaður á leiktíðinni og var það einnig í kvöld. Hann skoraði 33 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Reggie Bullock með 17 stig á meðan Miles Bridges skoraði 30 stig í liði Hornets. Staðan í deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Meistarar Los Angeles Lakers unnu Indiana Pacers í endurkomu LeBron James og Anthony Davis. Brooklyn Nets vann Chicago Bullso og New York Knicks vann Charlotte Hornets í framlengdum leik. Lakers vann fimm stiga sigur á Pacers, lokatölur 122-115. Meistararnir voru alltaf með yfirhöndina og náðu oftar en ekki tíu stiga forskoti eða meira en Pacers komu alltaf til baka. Það gekk ekkert sóknarlega hjá Lakers framan af 4. leikhluta og forysta þeirra var orðin lítil sem engin þegar LeBron James kom inn af bekknum, skoraði sjö stig í röð og fór langleiðina með að tryggja sigur Lakrs. LEBRON ELEVATED pic.twitter.com/mWxj1fTs5F— NBA TV (@NBATV) May 15, 2021 Lakers er sem stendur með 41 sigur og 30 töp, líkt og Portland Trail Blazers. Síðarnefnda liðið er hins vegar með betri innbyrðis viðureignir og fer því beint í úrslitakeppnina fari svo að liðin vinni bæði lokaleiki sína í deildarkeppninni á meðan Lakers fer í umspil. Anthony Davis skoraði 28 stig í liði Lakers ásamt því að taka 10 fráköst. LeBron James skoraði 24 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Caris LeVert skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar í liði Pacers. Brooklyn Nets átti ekki í miklum vandræðum með Chicago Bulls, lokatölur 105-91. Kyrie Irving skoraði 22 stig í liði Brooklyn og Bruce Brown Jr. henti í tvöfalda tvennu með 16 stig og 12 fráköst. Patrick Williams skoraði 24 stig í liði Bulls. Julius Randle hlóð í þrefalda tvennu í sigri Knicks á Hornets. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 104-104 en Knicks voru mun sterkari í framlengingunni og unnu á endanum níu stiga sigur, 118-109. 33p/10r/13a for @J30_RANDLE If MIA loses tonight, the @nyknicks can clinch #4 in the East with a win tomorrow! #NewYorkForever pic.twitter.com/psauJgZ1kD— NBA (@NBA) May 15, 2021 Julius Randle hefur verið magnaður á leiktíðinni og var það einnig í kvöld. Hann skoraði 33 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Reggie Bullock með 17 stig á meðan Miles Bridges skoraði 30 stig í liði Hornets. Staðan í deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn