Deane Williams: Við höldum áfram að spila þangað til við þurfum ekki að spila meira Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 11:31 Deane Williams hefur verið einn besti leikmaður Domino's deildarinnar í vetur. Keflavík og Tindastóll mætast í kvöld í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Keflvíkingar lönduðu deildarmeistaratitlinum á dögunum, en Tindastóll hafnaði í áttunda sæti deildarinnar. Deane Williams, sem leikur með Keflvík og hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar, á von á erfiðum leik. „Þeir eru mjög gott lið, eins og öll önnur lið í þessari deild,“ sagði Deane í samtali við Gaupa. „Við þurfum að gleyma leikjunum sem við erum búnir að vinna og einbeita okkur að næsta leik.“ „Það er sérstaklega erfitt að spila við sama liðið þrisvar, og jafnvel fimm sinnum í röð. Við þurfum að einbeita okkur og finna þessa litlu hluti sem skipta svo miklu máli.“ „Það er auðvelt að koma liði á óvart í fyrsta leik þegar þeir vita kannski ekki við hverju þeir eiga að búast. En svo ertu búinn að spila tvisvar við þá og mætir þeim í þriðja, fjórða og fimmta skipti þá verður erfitt að koma þeim á óvart. Þú þarft að vera einbeittur í 40 mínútur í senn. Þetta verður spennandi einvígi og ég hlakka til.“ Deane segir að liðið þurfi að halda einbeitingu, sérstaklega þegar tímabilið hefur verið jafn langt og í ár. „Við þurfum að vera þolinmóðir. Þetta er búið að vera langt ár, en ég held að strákarnir séu reiðubúnir að spila eins lengi og þeir þurfa. Sérstaklega eftir seinasta tímabil þar sem að við fengum ekki að spila í úrslitakeppninni og okkur gekk ekki nógu vel í bikarnum. Við ætlum okkur langt í ár og höldum áfram að spila þangað til við þurfum ekki að spila meira.“ Deane segir að styrkur Keflavíkurliðsins liggi fyrst og fremst í liðsheildinni, en Dominykas Milka, liðsfélagi hans, sagði það sama fyrr í dag. „Við eigum mjög gott samband bæði innan vallar sem utan. Ég held að það auðveldi okkur það að komast í gegnum erfiða kafla á vellinum. Liðsheildin hefur spilað stórt hlutverk í okkar árangri.“ „Við erum með frábæra þjálfara og stjórnarmeðlimi, og stuðning frá fólkinu í Keflavík sem hefur hjálpað okkur mikið. Þetta eru ekki bara við leikmennirnir sem erum að leggja okkar af mörkum, heldur allir í kringum liðið.“ „Þetta er frábær staður til að vera á og það er komið mjög vel fram við mig. Það sýnir að þetta snýst ekki bara um körfubolta, heldur líka um fólkið í kringum liðið. Það eru þau sem halda manni hérna.“ Kristján Helgi er bjartsýnn fyrir úrslitakeppnina. Kristján Helgi: Við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna Keflavík varð seinast Íslandsmeistari í körfubolta árið 2008. Kristján Helgi, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segist vera orðinn spenntur fyrir því að sjá þann stóra fara aftur á loft í Keflavík. „Fram að því var búin að vera mikil stemmning í Keflavík, og mikil sigurhefð. Stelpurnar hafa reyndar náð að halda þessu aðeins uppi fyrir okkur. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan við unnum seinast karlamegin þannig að við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna.“ Kristján segir að liðið sé virkilega vel blandað af góðum erlendum og íslenskum leikmönnum. „Okkur tókst að halda þessum kjarna og ég held að það hafi skilað miklu. Við erum auðvitað með einstaklega góða erlenda leikmenn.“ „En það er ekki bara það, við erum með góða blöndu og við erum með að mínu mati einn besta leikmann deildarinnar í Hössa sem er svona hryggjarstykki. Og svo erum við bara með flotta blöndu leikmanna og að mínu mati flotta þjálfara.“ „Allt bæjarfélagið, stuðningsmenn og styrktaraðilar hafa haldið mjög vel utan um þetta með okkur.“ Það er dýrt að reka körfuboltafélag, og sérstaklega þegar tímabilið er jafn langt og í ár. Kristján segir að allir hafi lagt hönd á plóg til að halda félaginu gangandi. „Svo sannarlega. Sérstaklega þegar það er búið að lengja tímabilið um tvo mánuði. En með mikilli samvinnu allra, ekki bara stjórnarmanna, leikmanna og þjálfara, heldur hefur bæjarfélagið snúið bökum saman og gert okkur kleift að halda þessu áfram,“ sagði Kristján að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Deane Williams og Kristján Helgi Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
„Þeir eru mjög gott lið, eins og öll önnur lið í þessari deild,“ sagði Deane í samtali við Gaupa. „Við þurfum að gleyma leikjunum sem við erum búnir að vinna og einbeita okkur að næsta leik.“ „Það er sérstaklega erfitt að spila við sama liðið þrisvar, og jafnvel fimm sinnum í röð. Við þurfum að einbeita okkur og finna þessa litlu hluti sem skipta svo miklu máli.“ „Það er auðvelt að koma liði á óvart í fyrsta leik þegar þeir vita kannski ekki við hverju þeir eiga að búast. En svo ertu búinn að spila tvisvar við þá og mætir þeim í þriðja, fjórða og fimmta skipti þá verður erfitt að koma þeim á óvart. Þú þarft að vera einbeittur í 40 mínútur í senn. Þetta verður spennandi einvígi og ég hlakka til.“ Deane segir að liðið þurfi að halda einbeitingu, sérstaklega þegar tímabilið hefur verið jafn langt og í ár. „Við þurfum að vera þolinmóðir. Þetta er búið að vera langt ár, en ég held að strákarnir séu reiðubúnir að spila eins lengi og þeir þurfa. Sérstaklega eftir seinasta tímabil þar sem að við fengum ekki að spila í úrslitakeppninni og okkur gekk ekki nógu vel í bikarnum. Við ætlum okkur langt í ár og höldum áfram að spila þangað til við þurfum ekki að spila meira.“ Deane segir að styrkur Keflavíkurliðsins liggi fyrst og fremst í liðsheildinni, en Dominykas Milka, liðsfélagi hans, sagði það sama fyrr í dag. „Við eigum mjög gott samband bæði innan vallar sem utan. Ég held að það auðveldi okkur það að komast í gegnum erfiða kafla á vellinum. Liðsheildin hefur spilað stórt hlutverk í okkar árangri.“ „Við erum með frábæra þjálfara og stjórnarmeðlimi, og stuðning frá fólkinu í Keflavík sem hefur hjálpað okkur mikið. Þetta eru ekki bara við leikmennirnir sem erum að leggja okkar af mörkum, heldur allir í kringum liðið.“ „Þetta er frábær staður til að vera á og það er komið mjög vel fram við mig. Það sýnir að þetta snýst ekki bara um körfubolta, heldur líka um fólkið í kringum liðið. Það eru þau sem halda manni hérna.“ Kristján Helgi er bjartsýnn fyrir úrslitakeppnina. Kristján Helgi: Við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna Keflavík varð seinast Íslandsmeistari í körfubolta árið 2008. Kristján Helgi, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segist vera orðinn spenntur fyrir því að sjá þann stóra fara aftur á loft í Keflavík. „Fram að því var búin að vera mikil stemmning í Keflavík, og mikil sigurhefð. Stelpurnar hafa reyndar náð að halda þessu aðeins uppi fyrir okkur. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan við unnum seinast karlamegin þannig að við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna.“ Kristján segir að liðið sé virkilega vel blandað af góðum erlendum og íslenskum leikmönnum. „Okkur tókst að halda þessum kjarna og ég held að það hafi skilað miklu. Við erum auðvitað með einstaklega góða erlenda leikmenn.“ „En það er ekki bara það, við erum með góða blöndu og við erum með að mínu mati einn besta leikmann deildarinnar í Hössa sem er svona hryggjarstykki. Og svo erum við bara með flotta blöndu leikmanna og að mínu mati flotta þjálfara.“ „Allt bæjarfélagið, stuðningsmenn og styrktaraðilar hafa haldið mjög vel utan um þetta með okkur.“ Það er dýrt að reka körfuboltafélag, og sérstaklega þegar tímabilið er jafn langt og í ár. Kristján segir að allir hafi lagt hönd á plóg til að halda félaginu gangandi. „Svo sannarlega. Sérstaklega þegar það er búið að lengja tímabilið um tvo mánuði. En með mikilli samvinnu allra, ekki bara stjórnarmanna, leikmanna og þjálfara, heldur hefur bæjarfélagið snúið bökum saman og gert okkur kleift að halda þessu áfram,“ sagði Kristján að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Deane Williams og Kristján Helgi
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti