Klopp mun ræða sérstaklega við Sadio Mane um atvikið eftir United leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 15:30 Augun verða á þeim Jürgen Klopp og Sadio Mane í síðustu leikjum tímabilsins. Getty/Laurence Griffiths Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk óvenju kuldaleg viðbrögð frá Sadio Mane eftir leik Liverpool og Manchester United og fjölmiðlar hafa smjattað mikið á því síðan. Sadio Mane skildi knattspyrnustjórann sinn eftir hangandi og neitaði að taka í höndina á honum eftir 4-2 sigur Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Klopp henti Mane á bekkinn fyrir leikinn og Senegalinn var greinilega allt annað en sáttur með það. Breytti þar engu þótt að Liverpool hafi þarna unnið mikilvægan sigur á Manchester United. Mane kom á endanum inn á sem varamaður á 74. mínútu og leysti þar af Diogo Jota sem skoraði fyrsta mark Liverpool í leiknum. Sadio Mane blanked Jurgen Klopp after being benched against Man United (via @footballdaily)pic.twitter.com/elnZN9USEW— ESPN FC (@ESPNFC) May 14, 2021 Sjónvarpsvélarnar voru á þeim Sadio Mane og Jürgen Klopp eftir leikinn þegar Klopp ætlaði að þakka sínum manni fyrir leikinn og óska honum til hamingju með sigurinn en Sengalinn strunsaði í staðinn framhjá stjóranum sínum og hristi hausinn. „Það er ekki hægt að gera stærri frétt úr þessu en hún er þegar orðin. Fótbolti er íþrótt full af tilfinningum og allir ætlast til þess að við höfum alltaf stjórn á þessum tilfinningum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti West Bromwich Albion um helgina. „Það gengur ekki alltaf eftir. Þetta kom fyrir mig sem leikmann og aðrir leikmenn hafa lent í þessu þegar ég hef þjálfað þá. Við höfum ekki haft ennþá tækifæri til að ræða þetta almennilega en við munum gera það. Það verður allt í góðu eftir það samtal,“ sagði Klopp. Powerful words from Jurgen Klopp on Sadio Mane:"If somebody shows me 5 million times respect and one time not, what is more important?" pic.twitter.com/Akh48PK0oJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 14, 2021 „Viljum við að svona hlutir gerist? Nei en þetta er ekki í fyrsta sinn í mínu og þó ég hræðist að segja það, þá verður þetta líklega ekki það síðasta. Svona er það nú bara,“ sagði Klopp. Sadio Mane hefur skorað 9 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 32 deildarleik á þessu tímabili en á meistaratímabilinu þá var hann með 18 mörk og 9 stoðsendingar í 35 leikjum. „Ef leikmaður sýnir mér fimm milljón sinnum virðingu og gerir það svo ekki einu sinni. Hvort er mikilvægara,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Sadio Mane skildi knattspyrnustjórann sinn eftir hangandi og neitaði að taka í höndina á honum eftir 4-2 sigur Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Klopp henti Mane á bekkinn fyrir leikinn og Senegalinn var greinilega allt annað en sáttur með það. Breytti þar engu þótt að Liverpool hafi þarna unnið mikilvægan sigur á Manchester United. Mane kom á endanum inn á sem varamaður á 74. mínútu og leysti þar af Diogo Jota sem skoraði fyrsta mark Liverpool í leiknum. Sadio Mane blanked Jurgen Klopp after being benched against Man United (via @footballdaily)pic.twitter.com/elnZN9USEW— ESPN FC (@ESPNFC) May 14, 2021 Sjónvarpsvélarnar voru á þeim Sadio Mane og Jürgen Klopp eftir leikinn þegar Klopp ætlaði að þakka sínum manni fyrir leikinn og óska honum til hamingju með sigurinn en Sengalinn strunsaði í staðinn framhjá stjóranum sínum og hristi hausinn. „Það er ekki hægt að gera stærri frétt úr þessu en hún er þegar orðin. Fótbolti er íþrótt full af tilfinningum og allir ætlast til þess að við höfum alltaf stjórn á þessum tilfinningum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti West Bromwich Albion um helgina. „Það gengur ekki alltaf eftir. Þetta kom fyrir mig sem leikmann og aðrir leikmenn hafa lent í þessu þegar ég hef þjálfað þá. Við höfum ekki haft ennþá tækifæri til að ræða þetta almennilega en við munum gera það. Það verður allt í góðu eftir það samtal,“ sagði Klopp. Powerful words from Jurgen Klopp on Sadio Mane:"If somebody shows me 5 million times respect and one time not, what is more important?" pic.twitter.com/Akh48PK0oJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 14, 2021 „Viljum við að svona hlutir gerist? Nei en þetta er ekki í fyrsta sinn í mínu og þó ég hræðist að segja það, þá verður þetta líklega ekki það síðasta. Svona er það nú bara,“ sagði Klopp. Sadio Mane hefur skorað 9 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 32 deildarleik á þessu tímabili en á meistaratímabilinu þá var hann með 18 mörk og 9 stoðsendingar í 35 leikjum. „Ef leikmaður sýnir mér fimm milljón sinnum virðingu og gerir það svo ekki einu sinni. Hvort er mikilvægara,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti