Titil­bar­áttu Barcelona er lokið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Santi Mina fagnar síðara marki sínu í dag.
Santi Mina fagnar síðara marki sínu í dag. EPA-EFE/Alejandro Garcia

Barcelona tapaði 2-1 á heimavelli gegn Celta Vigo í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í dag.

Lionel Messi kom Börsungum yfir þegar tæpur hálftími var liðinn. Santi Mina jafnaði metin tíu mínútum síðar og staðan var 1-1 í hálfleik. Clement Lenglet fékk sitt annað gula spjald á 83. mínútu leiksins og Börsungar aðeins tíu inn á það sem eftir lifði leiks.

Það nýttu gestirnir sér en Santi Mina skoraði sigurmark Celta Vigo á 89. mínútu leiksins. Lokatölur 2-1 gestunum í vil og Barcelona er þar með dottið út úr baráttunni um spænska meistaratitilinn.

Þegar ein umferð er eftir eru Börsungar með 76 stig í 3. sæti á meðan Real Madrid er í 2. sæti með 81 stig og Atlético Madrid er á toppnum með 83 stig.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira