Tottenham heldur Evrópudraumnum á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2021 15:05 Harry Kane skoraði fyrra mark Tottenham í dag og er nú einn á toppnum í baráttunni um gullskóinn. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Tottenham vann í dag mikilvægan sigur gegn Wolves í baráttunni um Evrópusæti. Harry Kane og Pierre-Emile Hojbjerg sáu um markaskorun heimamanna í 2-0 sigri. Tottenham stýrði leiknum að mestu leiti í dag og héldu boltanum ágætlega innan liðsins. Frekar lítið var um færi í upphafi leiks, og það var ekki fyrr en á 44. mínútu sem fyrsta alvöru færi leiksins leit dagsins ljós. Giovani Lo Celso tók þá hornspyrnu og Harry Kane fó vann skallaboltann. Conor Coady gerði vel í að koma sér fyrir boltann og hreinsaði frá línu. Liðsmenn Wolves gleymdu sér þó eitthvað því boltinn barst út á hægri kantinn til Giovani Lo Celso sem lét vaða á meðan leikmenn Wolves létu dómara leiksins heyra það. Sem betur fer fyrir gestina var Conor Coady fljótur að átta sig aftur og hreinsaði af línu í annað sinn á stuttum tíma. Aðeins mínútu síðar átti Pierre-Emile Hojbjerg frábæra stungusendingu inn á Harry Kane. Framherji af sama gæðaflokki og Kane lætur ekki bjóða sér svona tækifæri tvisvar og kom sínum mönnum í forystu rétt fyrir hálfleiksflautið. Heimamenn héldu áfram að stjórna leiknum í seinni hálfleik og á 54. mínútu hefðu þeir átt að tvöfalda forystuna. Dele Alli stakk þá boltanum inn á Harry Kane, en Rui Patricio gerði virkilega vel í að blaka skoti hans í stöngina. Dele Alli var fyrstur að átta sig og náði frákastinu en skot hans hafnaði í hinni stönginni og Wolves sluppu með skrekkinn. Á 62. mínútu tryggði Tottenham sigurinn með góðu marki frá Pierre-Emile Hojbjerg sem fylgdi vel eftir skoti frá Gareth Bale. Tottenham fer með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar og er nú í ágætis stöðu til að tryggja sæti í Evrópukeppni. Enski boltinn
Tottenham vann í dag mikilvægan sigur gegn Wolves í baráttunni um Evrópusæti. Harry Kane og Pierre-Emile Hojbjerg sáu um markaskorun heimamanna í 2-0 sigri. Tottenham stýrði leiknum að mestu leiti í dag og héldu boltanum ágætlega innan liðsins. Frekar lítið var um færi í upphafi leiks, og það var ekki fyrr en á 44. mínútu sem fyrsta alvöru færi leiksins leit dagsins ljós. Giovani Lo Celso tók þá hornspyrnu og Harry Kane fó vann skallaboltann. Conor Coady gerði vel í að koma sér fyrir boltann og hreinsaði frá línu. Liðsmenn Wolves gleymdu sér þó eitthvað því boltinn barst út á hægri kantinn til Giovani Lo Celso sem lét vaða á meðan leikmenn Wolves létu dómara leiksins heyra það. Sem betur fer fyrir gestina var Conor Coady fljótur að átta sig aftur og hreinsaði af línu í annað sinn á stuttum tíma. Aðeins mínútu síðar átti Pierre-Emile Hojbjerg frábæra stungusendingu inn á Harry Kane. Framherji af sama gæðaflokki og Kane lætur ekki bjóða sér svona tækifæri tvisvar og kom sínum mönnum í forystu rétt fyrir hálfleiksflautið. Heimamenn héldu áfram að stjórna leiknum í seinni hálfleik og á 54. mínútu hefðu þeir átt að tvöfalda forystuna. Dele Alli stakk þá boltanum inn á Harry Kane, en Rui Patricio gerði virkilega vel í að blaka skoti hans í stöngina. Dele Alli var fyrstur að átta sig og náði frákastinu en skot hans hafnaði í hinni stönginni og Wolves sluppu með skrekkinn. Á 62. mínútu tryggði Tottenham sigurinn með góðu marki frá Pierre-Emile Hojbjerg sem fylgdi vel eftir skoti frá Gareth Bale. Tottenham fer með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar og er nú í ágætis stöðu til að tryggja sæti í Evrópukeppni.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti