„Að hafa hana í liðinu þínu þá ertu strax kominn með svindlkarl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 16:01 Domino´s Körfuboltakvöld kvenna heldur að Helena Sverrisdóttir hafi verið að spara sig fyrir úrslitakeppnina. Vísir/Bára Pálína Gunnlaugsdóttir og sérfræðingar hennar fóru yfir einvígi Vals og Fjölnis í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en fyrsti leikurinn í einvíginu er í kvöld. Fjölniskonur gætu haft áhyggjur af því að Helena Sverrisdóttir hafi verið að spara sig fyrir úrslitakeppnina. Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í fyrst og fjórða sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Valskonur urðu deildarmeistarar en einn af fáum tapleikjum liðsins kom einmitt á móti nýliðunum úr Grafarvoginum. „Helena hefur verið frekar róleg að undanförnu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir í upphafi umræðunnar. „Hefur hún ekki bara verið að hlaða batteríin,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir inn í. „Er hún ekki að koma öðrum leikmönnum í gang,“ spurði Pálína í framhaldinu. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Vals og Fjölnis „Hún er róleg en samt er hún að skila svo svakalegum tölum að maður trúir því ekki,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Að hafa hana í liðinu þínu þá ertu strax kominn með svindlkarl og það hefur bara verið þannig í mörg ár,“ sagði Ólöf Helga. Hjá Fjölni er Ariel Hern búin að vera frábær á þessu tímabili og á mikinn þátt í því að nýliðarnir komust í úrslitakeppnina. „Ég held að við lofsyngjum hana í hverjum einasta þætti. Það verður erfitt fyrir Dagbjörtu Dögg og allt Valsliðið að hægja á henni,“ sagði Pálína. „Það fer mikil orka í það og þá getur X-faktorinn verið að hinar stígi upp. Hún er svolítið óstöðvandi samt og finnur bara leiðir,“ sagði Ólöf Helga. Það má horfa á alla umfjöllunina um einvígi Vals og Fjölnis hér fyrir ofan. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu þar frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna tveggja. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöld kvenna strax á eftir seinni leiknum. Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í fyrst og fjórða sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Valskonur urðu deildarmeistarar en einn af fáum tapleikjum liðsins kom einmitt á móti nýliðunum úr Grafarvoginum. „Helena hefur verið frekar róleg að undanförnu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir í upphafi umræðunnar. „Hefur hún ekki bara verið að hlaða batteríin,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir inn í. „Er hún ekki að koma öðrum leikmönnum í gang,“ spurði Pálína í framhaldinu. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Vals og Fjölnis „Hún er róleg en samt er hún að skila svo svakalegum tölum að maður trúir því ekki,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Að hafa hana í liðinu þínu þá ertu strax kominn með svindlkarl og það hefur bara verið þannig í mörg ár,“ sagði Ólöf Helga. Hjá Fjölni er Ariel Hern búin að vera frábær á þessu tímabili og á mikinn þátt í því að nýliðarnir komust í úrslitakeppnina. „Ég held að við lofsyngjum hana í hverjum einasta þætti. Það verður erfitt fyrir Dagbjörtu Dögg og allt Valsliðið að hægja á henni,“ sagði Pálína. „Það fer mikil orka í það og þá getur X-faktorinn verið að hinar stígi upp. Hún er svolítið óstöðvandi samt og finnur bara leiðir,“ sagði Ólöf Helga. Það má horfa á alla umfjöllunina um einvígi Vals og Fjölnis hér fyrir ofan. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu þar frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna tveggja. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöld kvenna strax á eftir seinni leiknum.
Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira