„Lít ekki á sjálfan mig sem ofbeldismann þó ég sé gerandi ofbeldis“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2021 13:32 Þorsteinn hefur lengi talað um eitraða karlmennsku í okkar samfélagi og reynt að opna augu íslenskra karlmanna. Þorsteinn V. Einarsson er maðurinn á bak við samfélagsmiðlana Karlmennskan, sem miðla upplýsingum um málefni tengd kynjahyggju samfélagsins og hinum ýmsu birtingarmyndum karlmennskunnar. Sjálfur er hann óvirkur alki, fyrrverandi fótboltamaður og karlremba, pabbi og eiginmaður. Á daginn flytur hann fyrirlestra, heldur úti hlaðvarpi og vinnur sem jafnréttis- og karlmennskusérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Empower. Þorsteinn er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þessu viðtali gefur Þorsteinn hlustendum innsýn í sitt starf, sína vegferð frá íhaldssamri karlrembu yfir í virkan femínista og hvernig við getum öll átt þýðingarmikil samtöl í okkar nærumhverfi. En þó svo að það líti út fyrir að málefnin þrjóti aldrei sem brýn nauðsyn er að ræða hefur Þorsteinn ekki áhyggjur og heldur að þetta verði, að lokum, bara allt í lagi. „Ég held að við séum smá saman að átta okkur á því að ofbeldismenn eru ekki bara ofbeldismenn. Þeir eru líka góðir feður, virtir í samfélaginu, líka ábyrgir og gera líka góða hluti,“ segir Þorsteinn þegar umræðan barst að núverandi #MeToo bylgju. Klippa: Snæbjörn talar við Fólk: Þorsteinn V „Hvernig upprætum við ofbeldið veit ég ekki en ég er sannfærður um að ein leiðin til þess að koma í veg fyrir, eigum við að segja óvart ofbeldi er hreinlega að tala um ofbeldi. Hvað er ofbeldi og hvernig getur það verið. Ég hef sagt það, ég hef beitt ofbeldi og meira í seinni tíma og í mínu sambandi. En þá leit ég ekkert á það sem ofbeldi. Ég leit ekkert á það, þegar ég er að gera lítið úr upplifun konunnar minnar á einhverju að ég sé að beita gaslighting ofbeldisaðferð. Ég lít ekki á sjálfan mig sem ofbeldismann þó ég sé gerandi ofbeldis því mér finnst það og hræðilegt orð og get ekki gengist upp við því. Það breytir því samt ekki að ég hef beitt ofbeldi.“ Þorsteinn segist hafa gert hluti sem hann skammast sín fyrir. „Ég hef misnotað valdastöðu mína, ég hef verið markalaus og það er kannski ekki mitt að vera til frásagnar um það. Ég veit að þegar ég gerði upp mína fortíð 23 ára og varð edrú hafði ég samband við fullt af fólki. Við hittumst og fórum yfir hlutina og ég gekkst við því sem ég sá og vildi fá að heyra upplifun hinna mannesknanna. Ég fékk það og reyndi að axla þannig ábyrgð með því að viðurkenna það sem ég hafði gert rangt. Ég vill gangast við því sem ég hef gert og það getur vel verið að það sé eitthvað fólk þarna úti sem ég veit ekki af sem svíður undan samskiptum við mig.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk MeToo Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Fleiri fréttir Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Sjá meira
Sjálfur er hann óvirkur alki, fyrrverandi fótboltamaður og karlremba, pabbi og eiginmaður. Á daginn flytur hann fyrirlestra, heldur úti hlaðvarpi og vinnur sem jafnréttis- og karlmennskusérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Empower. Þorsteinn er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þessu viðtali gefur Þorsteinn hlustendum innsýn í sitt starf, sína vegferð frá íhaldssamri karlrembu yfir í virkan femínista og hvernig við getum öll átt þýðingarmikil samtöl í okkar nærumhverfi. En þó svo að það líti út fyrir að málefnin þrjóti aldrei sem brýn nauðsyn er að ræða hefur Þorsteinn ekki áhyggjur og heldur að þetta verði, að lokum, bara allt í lagi. „Ég held að við séum smá saman að átta okkur á því að ofbeldismenn eru ekki bara ofbeldismenn. Þeir eru líka góðir feður, virtir í samfélaginu, líka ábyrgir og gera líka góða hluti,“ segir Þorsteinn þegar umræðan barst að núverandi #MeToo bylgju. Klippa: Snæbjörn talar við Fólk: Þorsteinn V „Hvernig upprætum við ofbeldið veit ég ekki en ég er sannfærður um að ein leiðin til þess að koma í veg fyrir, eigum við að segja óvart ofbeldi er hreinlega að tala um ofbeldi. Hvað er ofbeldi og hvernig getur það verið. Ég hef sagt það, ég hef beitt ofbeldi og meira í seinni tíma og í mínu sambandi. En þá leit ég ekkert á það sem ofbeldi. Ég leit ekkert á það, þegar ég er að gera lítið úr upplifun konunnar minnar á einhverju að ég sé að beita gaslighting ofbeldisaðferð. Ég lít ekki á sjálfan mig sem ofbeldismann þó ég sé gerandi ofbeldis því mér finnst það og hræðilegt orð og get ekki gengist upp við því. Það breytir því samt ekki að ég hef beitt ofbeldi.“ Þorsteinn segist hafa gert hluti sem hann skammast sín fyrir. „Ég hef misnotað valdastöðu mína, ég hef verið markalaus og það er kannski ekki mitt að vera til frásagnar um það. Ég veit að þegar ég gerði upp mína fortíð 23 ára og varð edrú hafði ég samband við fullt af fólki. Við hittumst og fórum yfir hlutina og ég gekkst við því sem ég sá og vildi fá að heyra upplifun hinna mannesknanna. Ég fékk það og reyndi að axla þannig ábyrgð með því að viðurkenna það sem ég hafði gert rangt. Ég vill gangast við því sem ég hef gert og það getur vel verið að það sé eitthvað fólk þarna úti sem ég veit ekki af sem svíður undan samskiptum við mig.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk MeToo Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Fleiri fréttir Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Sjá meira