„Lít ekki á sjálfan mig sem ofbeldismann þó ég sé gerandi ofbeldis“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2021 13:32 Þorsteinn hefur lengi talað um eitraða karlmennsku í okkar samfélagi og reynt að opna augu íslenskra karlmanna. Þorsteinn V. Einarsson er maðurinn á bak við samfélagsmiðlana Karlmennskan, sem miðla upplýsingum um málefni tengd kynjahyggju samfélagsins og hinum ýmsu birtingarmyndum karlmennskunnar. Sjálfur er hann óvirkur alki, fyrrverandi fótboltamaður og karlremba, pabbi og eiginmaður. Á daginn flytur hann fyrirlestra, heldur úti hlaðvarpi og vinnur sem jafnréttis- og karlmennskusérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Empower. Þorsteinn er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þessu viðtali gefur Þorsteinn hlustendum innsýn í sitt starf, sína vegferð frá íhaldssamri karlrembu yfir í virkan femínista og hvernig við getum öll átt þýðingarmikil samtöl í okkar nærumhverfi. En þó svo að það líti út fyrir að málefnin þrjóti aldrei sem brýn nauðsyn er að ræða hefur Þorsteinn ekki áhyggjur og heldur að þetta verði, að lokum, bara allt í lagi. „Ég held að við séum smá saman að átta okkur á því að ofbeldismenn eru ekki bara ofbeldismenn. Þeir eru líka góðir feður, virtir í samfélaginu, líka ábyrgir og gera líka góða hluti,“ segir Þorsteinn þegar umræðan barst að núverandi #MeToo bylgju. Klippa: Snæbjörn talar við Fólk: Þorsteinn V „Hvernig upprætum við ofbeldið veit ég ekki en ég er sannfærður um að ein leiðin til þess að koma í veg fyrir, eigum við að segja óvart ofbeldi er hreinlega að tala um ofbeldi. Hvað er ofbeldi og hvernig getur það verið. Ég hef sagt það, ég hef beitt ofbeldi og meira í seinni tíma og í mínu sambandi. En þá leit ég ekkert á það sem ofbeldi. Ég leit ekkert á það, þegar ég er að gera lítið úr upplifun konunnar minnar á einhverju að ég sé að beita gaslighting ofbeldisaðferð. Ég lít ekki á sjálfan mig sem ofbeldismann þó ég sé gerandi ofbeldis því mér finnst það og hræðilegt orð og get ekki gengist upp við því. Það breytir því samt ekki að ég hef beitt ofbeldi.“ Þorsteinn segist hafa gert hluti sem hann skammast sín fyrir. „Ég hef misnotað valdastöðu mína, ég hef verið markalaus og það er kannski ekki mitt að vera til frásagnar um það. Ég veit að þegar ég gerði upp mína fortíð 23 ára og varð edrú hafði ég samband við fullt af fólki. Við hittumst og fórum yfir hlutina og ég gekkst við því sem ég sá og vildi fá að heyra upplifun hinna mannesknanna. Ég fékk það og reyndi að axla þannig ábyrgð með því að viðurkenna það sem ég hafði gert rangt. Ég vill gangast við því sem ég hef gert og það getur vel verið að það sé eitthvað fólk þarna úti sem ég veit ekki af sem svíður undan samskiptum við mig.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk MeToo Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Sjálfur er hann óvirkur alki, fyrrverandi fótboltamaður og karlremba, pabbi og eiginmaður. Á daginn flytur hann fyrirlestra, heldur úti hlaðvarpi og vinnur sem jafnréttis- og karlmennskusérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Empower. Þorsteinn er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þessu viðtali gefur Þorsteinn hlustendum innsýn í sitt starf, sína vegferð frá íhaldssamri karlrembu yfir í virkan femínista og hvernig við getum öll átt þýðingarmikil samtöl í okkar nærumhverfi. En þó svo að það líti út fyrir að málefnin þrjóti aldrei sem brýn nauðsyn er að ræða hefur Þorsteinn ekki áhyggjur og heldur að þetta verði, að lokum, bara allt í lagi. „Ég held að við séum smá saman að átta okkur á því að ofbeldismenn eru ekki bara ofbeldismenn. Þeir eru líka góðir feður, virtir í samfélaginu, líka ábyrgir og gera líka góða hluti,“ segir Þorsteinn þegar umræðan barst að núverandi #MeToo bylgju. Klippa: Snæbjörn talar við Fólk: Þorsteinn V „Hvernig upprætum við ofbeldið veit ég ekki en ég er sannfærður um að ein leiðin til þess að koma í veg fyrir, eigum við að segja óvart ofbeldi er hreinlega að tala um ofbeldi. Hvað er ofbeldi og hvernig getur það verið. Ég hef sagt það, ég hef beitt ofbeldi og meira í seinni tíma og í mínu sambandi. En þá leit ég ekkert á það sem ofbeldi. Ég leit ekkert á það, þegar ég er að gera lítið úr upplifun konunnar minnar á einhverju að ég sé að beita gaslighting ofbeldisaðferð. Ég lít ekki á sjálfan mig sem ofbeldismann þó ég sé gerandi ofbeldis því mér finnst það og hræðilegt orð og get ekki gengist upp við því. Það breytir því samt ekki að ég hef beitt ofbeldi.“ Þorsteinn segist hafa gert hluti sem hann skammast sín fyrir. „Ég hef misnotað valdastöðu mína, ég hef verið markalaus og það er kannski ekki mitt að vera til frásagnar um það. Ég veit að þegar ég gerði upp mína fortíð 23 ára og varð edrú hafði ég samband við fullt af fólki. Við hittumst og fórum yfir hlutina og ég gekkst við því sem ég sá og vildi fá að heyra upplifun hinna mannesknanna. Ég fékk það og reyndi að axla þannig ábyrgð með því að viðurkenna það sem ég hafði gert rangt. Ég vill gangast við því sem ég hef gert og það getur vel verið að það sé eitthvað fólk þarna úti sem ég veit ekki af sem svíður undan samskiptum við mig.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk MeToo Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira