Útsendingin hefst kl 16:30 og verður í rafrænu streymi sökum aðstæðna en hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. 25 dómarar dæmdu í keppninni í ár og innsendingar voru um fjögurhundruð talsins og skiptast niður í 21 flokk. Formaður FÍT er Gísli Arnarson.
Þetta er í tuttugasta skipti sem FÍT keppnin er haldin og að því tilefni er það Haukur Már Hauksson, formaður FÍT frá 2004 til 2007 sem setur hátíðina. Hann var sá sem setti keppnina á legg árið 2001. Viðburðurinn er hluti af HönnunarMars sem fer fram í næstu viku.