Maðkurinn aftur leyfður í Leirvogsá Karl Lúðvíksson skrifar 14. maí 2021 08:49 Nú má veiða aftur á maðk í Leirvogsá Leirvogsá hefur í nokkur ár að mestu verið veidd á flugu en nú stendur til að leyfa maðkinn aftur í allri ánni. Leirvogsá er frábær á til að veiða með maðk enda var hún sem slík afskaplega vinsæl meðal þeirra sem eru góðir með maðkinn. Það er fullt af skemmtilegum stöðum þar sem auðvelt er að sjónrenna í lax en það er listgrein út af fyrir sig að gera það rétt. Veiðivísir telur að þetta sé fín ákvörðun frá SVFR eftir að maðkurinn var bannaður í Elliðaánum en þangað fóru afarnir gjarnan með barnabörnin og kenndu þeim fyrstu handtökin í veiðinni og oftar en ekki var maðkurinn þar undir. Nú verður líklega staðan bara þannig að þeir sem vilja renna fyrir lax með maðk eiga eftir að fjölmenna í Leirvogsá í sumar en það er nokkuð ljóst að eftirspurn eftir veiðileyfum þar sem möguleikinn á að veiða með maðk er klárlega til staðar. Hér er tilkynning frá SVFR: Á undanförnum árum hefur veiðimönnum verið heimilt að veiða á maðk í neðsta hluta Leirvogsár. Maðkveiðimenn hafa því eingöngu haft afnot af litlum hluta árinnar, upp að “Gömlu brú”, og veiðiálagið hefur því verið mjög misjafnt eftir svæðum. Stjórn SVFR hefur ákveðið að breyta þessu og heimila maðkveiði í allri ánni, í júní, júlí og ágúst. Kvóti á hverja stöng verður óbreyttur, fjórir laxar á stöng á vakt. Áfram verður eingöngu heimilt að veiða á flugu í september, enda skal þá öllum fiski sleppt. Leirvogsá er frábær veiðiá, sem lumar bæði á guðdómlegum fluguveiðistöðum og góðum maðkveiðistöðum. Enn er hægt að tryggja sér veiðileyfi á komandi sumri, en viðbúið er að félagsmenn sem veiða á maðk verði fljótir að stökkva til og tryggja sér leyfi í ljósi breytinganna. Stangveiði Mest lesið Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði 64% af veiðinni í Blöndu af svæði I Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði 150 laxar á einni vakt í fyrsta maðkahollinu í Ytri Rangá Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði
Leirvogsá er frábær á til að veiða með maðk enda var hún sem slík afskaplega vinsæl meðal þeirra sem eru góðir með maðkinn. Það er fullt af skemmtilegum stöðum þar sem auðvelt er að sjónrenna í lax en það er listgrein út af fyrir sig að gera það rétt. Veiðivísir telur að þetta sé fín ákvörðun frá SVFR eftir að maðkurinn var bannaður í Elliðaánum en þangað fóru afarnir gjarnan með barnabörnin og kenndu þeim fyrstu handtökin í veiðinni og oftar en ekki var maðkurinn þar undir. Nú verður líklega staðan bara þannig að þeir sem vilja renna fyrir lax með maðk eiga eftir að fjölmenna í Leirvogsá í sumar en það er nokkuð ljóst að eftirspurn eftir veiðileyfum þar sem möguleikinn á að veiða með maðk er klárlega til staðar. Hér er tilkynning frá SVFR: Á undanförnum árum hefur veiðimönnum verið heimilt að veiða á maðk í neðsta hluta Leirvogsár. Maðkveiðimenn hafa því eingöngu haft afnot af litlum hluta árinnar, upp að “Gömlu brú”, og veiðiálagið hefur því verið mjög misjafnt eftir svæðum. Stjórn SVFR hefur ákveðið að breyta þessu og heimila maðkveiði í allri ánni, í júní, júlí og ágúst. Kvóti á hverja stöng verður óbreyttur, fjórir laxar á stöng á vakt. Áfram verður eingöngu heimilt að veiða á flugu í september, enda skal þá öllum fiski sleppt. Leirvogsá er frábær veiðiá, sem lumar bæði á guðdómlegum fluguveiðistöðum og góðum maðkveiðistöðum. Enn er hægt að tryggja sér veiðileyfi á komandi sumri, en viðbúið er að félagsmenn sem veiða á maðk verði fljótir að stökkva til og tryggja sér leyfi í ljósi breytinganna.
Stangveiði Mest lesið Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði 64% af veiðinni í Blöndu af svæði I Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði 150 laxar á einni vakt í fyrsta maðkahollinu í Ytri Rangá Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði