Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2021 08:30 Samherjar Devins Booker fagna með honum eftir að hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers. getty/Christian Petersen Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. Úrslit leiksins réðust á vítalínunni. Robert Covington hefði getað tryggt Portland sigurinn en klikkaði á tveimur vítaskotum þegar 4,4 sekúndur voru eftir. Í lokasókn Phoenix var brotið á Booker þegar 2,4 sekúndur voru eftir. Hann var ískaldur á vítalínunni, setti bæði vítin niður og kláraði dæmið fyrir Portland. Booker átti annars ekkert sérstakan leik, skoraði átján stig og klikkaði á tólf af sautján skotum sínum utan af velli. Phoenix er í 2. sæti Vesturdeildarinnar og á enn möguleika á að ná efsta sætinu af Utah Jazz. Chris Paul var stigahæstur í liði Phoenix með 26 stig. 11 in the 4Q for @campayne 8 in the 4Q for @CP3Payne & Paul go 8-9 in the final quarter to bring the @Suns to within 1 game of 1st place out West! pic.twitter.com/nGfUiOPLBQ— NBA (@NBA) May 14, 2021 Damian Lillard skoraði 41 stig fyrir Portland sem hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Fyrir leikinn í nótt hafði Portland unnið fimm leiki í röð. Miami Heat er eitt heitasta lið NBA um þessar mundir og vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið sigraði Philadelphia 76ers, topplið Austurdeildarinnar, 106-94. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami gegn sínu gamla liði. Bam Adebayo var með átján stig, tólf fráköst og átta stoðsendingar. Tyler Herro skoraði einnig átján stig. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Bam Adebayo keeps the @MiamiHEAT just a half game behind ATL for #4 in the East!@Bam1of1: 18 PTS, 12 REB, 8 AST pic.twitter.com/LRdxdc9q04— NBA (@NBA) May 14, 2021 New York Knicks komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann San Antonio Spurs, 102-98. Knicks á enn möguleika á að ná 4. sætinu í Austurdeildinni sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Alec Burks skoraði þrjátíu stig fyrir Knicks og tók tíu fráköst. Julius Randle var með 25 stig, níu fráköst og níu stoðsendingar og RJ Barrett skilaði 24 stigum og níu fráköstum. @AlecBurks10 keeps the #6 seed @nyknicks within 0.5 games of #4 in the East!30 points (season high)10 rebounds pic.twitter.com/5itNkowphz— NBA (@NBA) May 14, 2021 Þrátt fyrir tapið er San Antonio öruggt með sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni þar sem Sacramento Kings tapaði fyrir Memphis Grizzlies, 116-110. Úrslitin í nótt Phoenix 118-117 Portland Miami 106-94 Philadelphia NY Knicks 102-98 San Antonio Charlotte 90-113 LA Clippers Indiana 133-142 Milwaukee Atlanta 116-93 Orlando Chicago 114-102 Toronto Memphis 116-110 Sacramento Minnesota 103-114 Denver NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Úrslit leiksins réðust á vítalínunni. Robert Covington hefði getað tryggt Portland sigurinn en klikkaði á tveimur vítaskotum þegar 4,4 sekúndur voru eftir. Í lokasókn Phoenix var brotið á Booker þegar 2,4 sekúndur voru eftir. Hann var ískaldur á vítalínunni, setti bæði vítin niður og kláraði dæmið fyrir Portland. Booker átti annars ekkert sérstakan leik, skoraði átján stig og klikkaði á tólf af sautján skotum sínum utan af velli. Phoenix er í 2. sæti Vesturdeildarinnar og á enn möguleika á að ná efsta sætinu af Utah Jazz. Chris Paul var stigahæstur í liði Phoenix með 26 stig. 11 in the 4Q for @campayne 8 in the 4Q for @CP3Payne & Paul go 8-9 in the final quarter to bring the @Suns to within 1 game of 1st place out West! pic.twitter.com/nGfUiOPLBQ— NBA (@NBA) May 14, 2021 Damian Lillard skoraði 41 stig fyrir Portland sem hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Fyrir leikinn í nótt hafði Portland unnið fimm leiki í röð. Miami Heat er eitt heitasta lið NBA um þessar mundir og vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið sigraði Philadelphia 76ers, topplið Austurdeildarinnar, 106-94. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami gegn sínu gamla liði. Bam Adebayo var með átján stig, tólf fráköst og átta stoðsendingar. Tyler Herro skoraði einnig átján stig. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Bam Adebayo keeps the @MiamiHEAT just a half game behind ATL for #4 in the East!@Bam1of1: 18 PTS, 12 REB, 8 AST pic.twitter.com/LRdxdc9q04— NBA (@NBA) May 14, 2021 New York Knicks komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann San Antonio Spurs, 102-98. Knicks á enn möguleika á að ná 4. sætinu í Austurdeildinni sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Alec Burks skoraði þrjátíu stig fyrir Knicks og tók tíu fráköst. Julius Randle var með 25 stig, níu fráköst og níu stoðsendingar og RJ Barrett skilaði 24 stigum og níu fráköstum. @AlecBurks10 keeps the #6 seed @nyknicks within 0.5 games of #4 in the East!30 points (season high)10 rebounds pic.twitter.com/5itNkowphz— NBA (@NBA) May 14, 2021 Þrátt fyrir tapið er San Antonio öruggt með sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni þar sem Sacramento Kings tapaði fyrir Memphis Grizzlies, 116-110. Úrslitin í nótt Phoenix 118-117 Portland Miami 106-94 Philadelphia NY Knicks 102-98 San Antonio Charlotte 90-113 LA Clippers Indiana 133-142 Milwaukee Atlanta 116-93 Orlando Chicago 114-102 Toronto Memphis 116-110 Sacramento Minnesota 103-114 Denver NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Phoenix 118-117 Portland Miami 106-94 Philadelphia NY Knicks 102-98 San Antonio Charlotte 90-113 LA Clippers Indiana 133-142 Milwaukee Atlanta 116-93 Orlando Chicago 114-102 Toronto Memphis 116-110 Sacramento Minnesota 103-114 Denver
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga