Sinfó fær glænýtt hljóðfæri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2021 17:27 Hér má sjá slagverksleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þau Soraya Nayyar, Frank Aarnink, Steef van Oosterhout og Eggert Pálsson, leika á alúfóninn í fyrsta sinn í Eldborg. Sinfóníuhljómsveit Íslands Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur fengið nýtt hljóðfæri í kistu sína, nefnilega alúfón. Alúfónn er hljómborðshljóðfæri, sambærilegt við marimbu og sílófón, en nýrra af nálinni og er búið til úr sérstökum álkeilum. Ál er mjög leiðandi málmur fyrir tóna, og þykir því mjög hentugur sem hljómmálmur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni. Þar kemur fram að slagverksdeild sveitarinnar hafi þegar prófað gripinn í Eldborgarsal Hörpu á dögunum. Hljóðfærið er gjöf frá Samál, samtaka álframleiðenda, til sveitarinnar. „Þessi viðbót í hljóðfærakistu hljómsveitarinnar býður upp á marga nýja möguleika. Nú geta íslensk samtímatónskáld notað rödd þessa hljóðfæris í sínum skrifum. Um leið og tónskáld frétta af svona viðbót byrja þau að skrifa fyrir það í nýjum verkum sínum, og maður er því mjög spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þetta hljóðfæri,“ er haft eftir Eggert Pálssyni, slagverksleikara hljómsveitarinnar, í tilkynningunni. Áskell Másson tónskáld hefur þegar samið verk fyrir hljómsveit og alúfón sem vonir standa til að hægt verði að flytja bráðlega. Hann samdi einnig sérstakt verk fyrir hljóðfærið sem þegar hefur verið flutt. Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Alúfónn er hljómborðshljóðfæri, sambærilegt við marimbu og sílófón, en nýrra af nálinni og er búið til úr sérstökum álkeilum. Ál er mjög leiðandi málmur fyrir tóna, og þykir því mjög hentugur sem hljómmálmur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni. Þar kemur fram að slagverksdeild sveitarinnar hafi þegar prófað gripinn í Eldborgarsal Hörpu á dögunum. Hljóðfærið er gjöf frá Samál, samtaka álframleiðenda, til sveitarinnar. „Þessi viðbót í hljóðfærakistu hljómsveitarinnar býður upp á marga nýja möguleika. Nú geta íslensk samtímatónskáld notað rödd þessa hljóðfæris í sínum skrifum. Um leið og tónskáld frétta af svona viðbót byrja þau að skrifa fyrir það í nýjum verkum sínum, og maður er því mjög spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þetta hljóðfæri,“ er haft eftir Eggert Pálssyni, slagverksleikara hljómsveitarinnar, í tilkynningunni. Áskell Másson tónskáld hefur þegar samið verk fyrir hljómsveit og alúfón sem vonir standa til að hægt verði að flytja bráðlega. Hann samdi einnig sérstakt verk fyrir hljóðfærið sem þegar hefur verið flutt.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira