NBA dagsins: WES182OOK Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 15:02 Russell Westbrook á metið yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu Washington Wizards þótt fyrsta tímabili hans hjá félaginu sé ekki lokið. getty/Casey Sykes Russell Westbrook skráði sig í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann náði sinni 182. þreföldu tvennu á ferlinum í 125-124 tapi Washington Wizards fyrir Atlanta Hawks í nótt. Westbrook sló þar með met Oscars Robertson sem hafði staðið frá 24. mars 1974. Robertson skoraði þá fjórtán stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri Milwaukee Bucks á Portland Trail Blazers, 120-110. Það var 181. og síðasta þrenna Robertsons á ferlinum. Westbrook bætti 47 ára gamalt met Robertsons þegar hann tók sitt tíunda frákast þegar átta og hálf mínúta var eftir af leiknum í Atlanta í nótt. Hann endaði með 28 stig, þrettán fráköst og 21 stoðsendingu. Westbrook fékk tækifæri til að tryggja Washington sigurinn undir lokin en þriggja stiga skot hans geigaði. Eftir leikinn birti Washington myndband þar sem nokkrir af bestu leikmönnum heims óskuðu honum til hamingju með áfangann, þar á meðal Robertson sjálfur. „Russell Westbrook, ég er mjög ánægður fyrir þína hönd. Fjölskylda þín er mjög stolt af þér,“ sagði Robertson. Jason Kidd, sem er í 4. sæti þrennulistans, sendi Westbrook einnig kveðju. „Þvílíkur áfangi. Ótrúlegt. Þú skildir mig eftir fyrir löngu síðan. En núna verðurðu alltaf þekktur sem herra þrenna,“ sagði Kidd sem náði 107 þreföldum tvennum á ferlinum. Washington er í 10. sæti Austurdeildarinnar og á leið í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Westbrook kom til liðsins frá Houston Rockets í sumar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Atlanta og Washington, Golden State Warriors og Utah Jazz og San Antonio Spurs og Milwaukee Bucks auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 11. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. 11. maí 2021 08:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Westbrook sló þar með met Oscars Robertson sem hafði staðið frá 24. mars 1974. Robertson skoraði þá fjórtán stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri Milwaukee Bucks á Portland Trail Blazers, 120-110. Það var 181. og síðasta þrenna Robertsons á ferlinum. Westbrook bætti 47 ára gamalt met Robertsons þegar hann tók sitt tíunda frákast þegar átta og hálf mínúta var eftir af leiknum í Atlanta í nótt. Hann endaði með 28 stig, þrettán fráköst og 21 stoðsendingu. Westbrook fékk tækifæri til að tryggja Washington sigurinn undir lokin en þriggja stiga skot hans geigaði. Eftir leikinn birti Washington myndband þar sem nokkrir af bestu leikmönnum heims óskuðu honum til hamingju með áfangann, þar á meðal Robertson sjálfur. „Russell Westbrook, ég er mjög ánægður fyrir þína hönd. Fjölskylda þín er mjög stolt af þér,“ sagði Robertson. Jason Kidd, sem er í 4. sæti þrennulistans, sendi Westbrook einnig kveðju. „Þvílíkur áfangi. Ótrúlegt. Þú skildir mig eftir fyrir löngu síðan. En núna verðurðu alltaf þekktur sem herra þrenna,“ sagði Kidd sem náði 107 þreföldum tvennum á ferlinum. Washington er í 10. sæti Austurdeildarinnar og á leið í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Westbrook kom til liðsins frá Houston Rockets í sumar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Atlanta og Washington, Golden State Warriors og Utah Jazz og San Antonio Spurs og Milwaukee Bucks auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 11. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. 11. maí 2021 08:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. 11. maí 2021 08:00
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti