Oliver greindist með blóðtappa í öxl og verður frá í sex mánuði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 07:30 Oliver Stefánsson í leik með íslenska U-17 ára landsliðinu á EM 2019. getty/Piaras Ó Mídheach Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, spilar ekki fótbolta næsta hálfa árið vegna blóðtappa. Norrköping sigraði AIK, 2-0, í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Eftir annað mark liðsins, sem Samuel Adegbenro skoraði, fögnuðu þeir, Ari Freyr Skúlason og Ísak Bergmann Jóhannesson með því að halda á treyju Olivers. Ari Skúlason, Ísak Bergmann Jóhannesson & Samuel Adegbenro celebrate the 1st of the match with the shirt of Oliver Stefansson who s been diagnosed with blood clot in his shoulder pic.twitter.com/H3CTFNVK4y— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) May 10, 2021 Eftir leikinn var greint frá því að Oliver væri með blóðtappa í öxl, nærri hálsi, og samherjar hans hefðu því ákveðið að sýna honum stuðning. Meinið kom í ljós á æfingu fyrir nokkrum dögum eins og Oliver lýsti í viðtali við NT. „Við vissum ekki að þetta væri mjög alvarlegt en ég þurfti svo að vera á spítala í fimmtán klukkutíma. Ég held að ástæðan sé að ég styrkti efri hluta líkamans mikið, vöðvarnir hafa stækkað en æðarnar sem flytja blóðið hafa ekki fylgt eftir,“ sagði Oliver. „Eins og ég skil þetta flæðir blóðið ekki til baka. Liðslæknirinn Bengt [Janzon] hefur verið hérna í mörg, mörg ár hefur ekki séð þetta oft. Ég hef fengið lyf og á að taka því rólega.“ Oliver bætti því við að hann yrði líklega frá keppni í sex mánuði. Skagamaðurinn hefur verið afar óheppinn með meiðsli og gekkst nýverið undir aðgerð á mjöðm. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Norrköping sigraði AIK, 2-0, í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Eftir annað mark liðsins, sem Samuel Adegbenro skoraði, fögnuðu þeir, Ari Freyr Skúlason og Ísak Bergmann Jóhannesson með því að halda á treyju Olivers. Ari Skúlason, Ísak Bergmann Jóhannesson & Samuel Adegbenro celebrate the 1st of the match with the shirt of Oliver Stefansson who s been diagnosed with blood clot in his shoulder pic.twitter.com/H3CTFNVK4y— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) May 10, 2021 Eftir leikinn var greint frá því að Oliver væri með blóðtappa í öxl, nærri hálsi, og samherjar hans hefðu því ákveðið að sýna honum stuðning. Meinið kom í ljós á æfingu fyrir nokkrum dögum eins og Oliver lýsti í viðtali við NT. „Við vissum ekki að þetta væri mjög alvarlegt en ég þurfti svo að vera á spítala í fimmtán klukkutíma. Ég held að ástæðan sé að ég styrkti efri hluta líkamans mikið, vöðvarnir hafa stækkað en æðarnar sem flytja blóðið hafa ekki fylgt eftir,“ sagði Oliver. „Eins og ég skil þetta flæðir blóðið ekki til baka. Liðslæknirinn Bengt [Janzon] hefur verið hérna í mörg, mörg ár hefur ekki séð þetta oft. Ég hef fengið lyf og á að taka því rólega.“ Oliver bætti því við að hann yrði líklega frá keppni í sex mánuði. Skagamaðurinn hefur verið afar óheppinn með meiðsli og gekkst nýverið undir aðgerð á mjöðm.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira