Úrslitakeppnin hefst um komandi helgi en leikið er bæði á laugardag og sunnudag. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.
Deildarmeistarar Keflavík mætir Tindastól sem endaði í áttunda sæti og Þórs-liðin mætast einnig í átta liða úrslitunum.
Stjarnan og Grindavík mætast en þau hafa mæst í mörgum skemmtilegum viðureignum undanfarin ár.
Síðast en ekki síst er það svo Reykjavíkurslagur er Valur og KR mætast.
Átta liða úrslitin:
Keflavík - Tindastóll
Þór Þorlákshöfn - Þór Akureyri
Stjarnan - Grindavík
Valur - KR

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.