Afléttingar víða í Evrópu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. maí 2021 15:45 Þessir Tékkar fóru í verslunarmiðstöð í fyrsta sinn í marga mánuði í dag. AP/Petr David Josek Slakað var á kórónuveirutakmörkunum víðs vegar um Evrópu bæði í dag og um helgina. Smitum hefur fækkað mikið í fjölda ríkja og sífellt fleiri eru bólusett. Ástandið í Tékklandi nú er það besta frá því í ágúst. Því var fjölda fyrirtækja leyft að opna á nýjan leik í dag. Bílasölur, sólbaðsstofur, skósmiðir og hlúðflúrarar eru á meðal þeirra sem geta nú tekið aftur við viðskiptavinum. Sjá mátti biðraðir fyrir utan fjölda verslana og fyrirtækja í höfuðborginni Prag í dag. „Þetta er auðvitað mikill léttir. Ég þarf að versla alveg heilan helling,“ hafði AP-fréttaveitan eftir Dan Cooper, sem var á leið inn í verslunarmiðstöð að kaupa belti og ýmislegt fleira. Aftur í bjór Bjórþyrstir Bæjarar gátu svo sótt hina ýmsu bjórgarða á nýjan leik eftir að yfirvöld í sambandslandinu slökuðu á takmörkunum og leyfðu veitingastöðum að bjóða upp á mat og drykk utandyra. Til þess að slaka á takmörkunum í Þýskalandi er miðað við að nýgengi smita sé undir hundrað á hver hundrað þúsund í hverri borg og sýslu fyrir sig. Leikur að læra Grísk börn sneru aftur í skólann í dag, að því gefnu að þau hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun, í fyrsta skipti í marga mánuði. Létt hefur verið á takmörkunum í skrefum á Grikklandi í von um að geta tekið á móti ferðamönnum í sumar. Veitingastöðum, kaffihúsum og krám var leyft að opna í síðustu viku í fyrsta sinn frá því í byrjun nóvembermánaðar. Börn mæta aftur í skólann í Aþenu, höfuðborg Grikklands.AP/Michael Varaklas Ekki lengur neyðarástand Neyðarástandsyfirlýsing féll úr gildi á Spáni á sunnudag og var því slakað á takmörkunum í Barcelona. Veitingahús og barir í borginni mega nú opna á ný, í fyrsta sinn í sex mánuði. Heimilt verður að taka á móti gestum til klukkan ellefu að kvöldi en ekki mega fleiri en fjögur sitja við sama borð. Einungis má fylla þrjátíu prósent sæta innandyra. Beint á barinn Fjöldi flykktist á krár í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina eftir að barir voru opnaðir á ný í fyrsta sinn frá því í október og útgöngubann fellt úr gildi. Veitingamenn og eigendur skemmtistaða hafa mótmælt af krafti síðustu vikur og fengu loksins að opna um helgina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Þýskaland Grikkland Spánn Belgía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Ástandið í Tékklandi nú er það besta frá því í ágúst. Því var fjölda fyrirtækja leyft að opna á nýjan leik í dag. Bílasölur, sólbaðsstofur, skósmiðir og hlúðflúrarar eru á meðal þeirra sem geta nú tekið aftur við viðskiptavinum. Sjá mátti biðraðir fyrir utan fjölda verslana og fyrirtækja í höfuðborginni Prag í dag. „Þetta er auðvitað mikill léttir. Ég þarf að versla alveg heilan helling,“ hafði AP-fréttaveitan eftir Dan Cooper, sem var á leið inn í verslunarmiðstöð að kaupa belti og ýmislegt fleira. Aftur í bjór Bjórþyrstir Bæjarar gátu svo sótt hina ýmsu bjórgarða á nýjan leik eftir að yfirvöld í sambandslandinu slökuðu á takmörkunum og leyfðu veitingastöðum að bjóða upp á mat og drykk utandyra. Til þess að slaka á takmörkunum í Þýskalandi er miðað við að nýgengi smita sé undir hundrað á hver hundrað þúsund í hverri borg og sýslu fyrir sig. Leikur að læra Grísk börn sneru aftur í skólann í dag, að því gefnu að þau hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun, í fyrsta skipti í marga mánuði. Létt hefur verið á takmörkunum í skrefum á Grikklandi í von um að geta tekið á móti ferðamönnum í sumar. Veitingastöðum, kaffihúsum og krám var leyft að opna í síðustu viku í fyrsta sinn frá því í byrjun nóvembermánaðar. Börn mæta aftur í skólann í Aþenu, höfuðborg Grikklands.AP/Michael Varaklas Ekki lengur neyðarástand Neyðarástandsyfirlýsing féll úr gildi á Spáni á sunnudag og var því slakað á takmörkunum í Barcelona. Veitingahús og barir í borginni mega nú opna á ný, í fyrsta sinn í sex mánuði. Heimilt verður að taka á móti gestum til klukkan ellefu að kvöldi en ekki mega fleiri en fjögur sitja við sama borð. Einungis má fylla þrjátíu prósent sæta innandyra. Beint á barinn Fjöldi flykktist á krár í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina eftir að barir voru opnaðir á ný í fyrsta sinn frá því í október og útgöngubann fellt úr gildi. Veitingamenn og eigendur skemmtistaða hafa mótmælt af krafti síðustu vikur og fengu loksins að opna um helgina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Þýskaland Grikkland Spánn Belgía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira