Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik Einar Kárason skrifar 10. maí 2021 20:01 ÍBV lenti undir eftir mínútu en snéri taflinu við í fyrri hálfleik Foto: Elín Björg Guðmundsdóttir ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Eyjastúlkur en strax eftir rétt rúma mínútu skoraði Kristín Dís Árnadóttir af stuttu færi, eftir að ÍBV hafði mistekist að hreinsa boltann eftir aukaspyrnu gestanna. Upphafs mínútur leiksins voru í eigu gestaliðsins úr Kópavogi en eftir að Agla María Albertsdóttir átti skalla naumlega framhjá jöfnuðu Eyjastúlkur í sinni fyrstu alvöru sókn. Viktorija Zaicikova átti þá sendingu utan af kanti, beint á hausinn á Delaney Baie Pridham sem skallaði boltann í netið. Eftir þetta sótti Breiðablik látlaust og þurfti Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving í marki ÍBV oft að verja vel og þrátt fyrir góð færi komu Blikar boltanum ekki í netið. Það gerði DB Pridham þó annað sinn í leiknum eftir hálftíma leik þegar Olga Selcova átti stungusendingu í gegn á Pridham sem óð að marki og skoraði. Staðan því orðin 2-1 og ÍBV komnar yfir. Þá hófst sama sagan þar sem gestaliðið sótti og sótti, Auður varði og varði en ÍBV skoraði aftur. Nú á lokamínútu fyrri hálfleiks. Í þetta sinn var það Viktorija eftir sendingu frá Hönnu Kallmaier. Skot Viktoriju ekki það besta en Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, marðvörður Blika, náði aðeins hönd í boltann, sem datt niður í hornið fjær. Ótrúleg staða miðað við hvernig leikurinn hafði þróast. Í uppbótartíma dró til tíðinda en Olga Selcova varð sér þá til skammar er hún sló Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Blika, í andlitið og uppskar réttilega rautt spjald. Fyrri hálfleikur var þó ekki enn búinn en einungis sekúndum eftir að Olga er rekin af velli skorar Viktorija sitt annað mark í leiknum þegar hún fékk sendingu frá Clöru Sigurðardóttur í gegnum vörn Breiðabliks og lyfti boltanum yfir Ástu í markinu. Ótrúlegar lokamínútur. Síðari hálfleikur hafði ekki upp á jafn mikið að bjóða þar sem gestirnir voru mestmegnis með boltann á meðan ÍBV lá til baka og beitti skyndisóknum. DB Pridham hafði í nægu að snúast ein frammi hjá Eyjaliðinu en hún skilaði því verki sómasamlega og hélt boltanum vel svo ÍBV kæmist framar á völlinn. Þrátt fyrir ótal tilraunir og yfirburði náðu Blikar ekki að brjóta vörn ÍBV fyrr en undir lok leiks. Það gerði Agla María Albertsdóttir eftir sendingu frá Andreu Rán Snæfells Hauksdóttur en það reyndist of seint. Leik lauk því með 4-2 sigri ÍBV á Breiðablik á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Andri: Erum með alvöru stelpur Andri Ólafsson ásamt aðstoðarmanni sínum, Birki Hlynssyni.vísir/elín björg „Við töluðum um að vinna fyrsta skallabolta, fyrstu tæklingu og annað en vorum komnar undir eftir eina mínútu. Geggjað að koma til baka og klára þennan leik örugglega.“ Breiðablik rúllaði yfir Fylki í fyrsta leiknum en ÍBV bitu frá sér í kvöld. „Mér leið vel allan leikinn. Þetta leit ekki vel út þá en við erum með alvöru stelpur sem tóku vel á Blikunum. Það hjálpar gríðarlega að koma inn þessu síðasta marki fyrir hálfleik eftir að Olga [Selcova] fékk réttilega rautt spjald.“ Skipulagið í seinni hálfleik gekk ansi vel hjá ÍBV-liðinu. „Við breyttum aðeins í hálfleik. Við vildum halda framherjanum okkar uppteknum á aftasta varnarmanni og teygja aðeins á þeim svo þær gætu ekki haldið okkur við okkar teig allan seinni hálfleikinn. Það gekk nokkuð vel,“ sagði Andri. „Með örlítið meiri yfirvegun hefðum við getað gert meira í seinni hálfleik.“ Vilhjálmur Kári: Fjórða markið var rothögg Vilhjálmur Kári Haraldsson er þjálfari Breiðabliks.vísir/Sigurjón ,,Það voru mikil vonbrigði að missa þennan leik frá okkur," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. ,,Við komumst yfir en svo eiga þær ótrúlega góðan kafla og við náðum okkur ekki á strik. Við fengum færi en náum ekki að nýta þau. Þær voru öflugri í dag og taka þennan leik." ,,Þetta dettur með þeim á ákveðnu tímabili í leiknum. Við fáum færi rétt áður en þær setja mark á okkur. Við eigum eftir að skoða þessi mörk betur. Við náðum ekki að halda í þær baráttulega og þurfum að gera betur." ,,Það var mjög svekkjandi. Það hefði verið betra að sleppa þessu síðasta marki. Þá hefðum við getað unnið okkur betur inn í leikinn. Það var rothögg. Við reyndum að spila okkur í gegn í seinni hálfleik og fengum færi til að skora en inn vildi boltinn ekki fyrr en í blálokin sem var orðið of seint. Þær áttu góðan leik. Þær börðust vel og gerðu okkur erfitt fyrir. Við áttum ekki nógu mörg svör við þeirra leik. " ,,Það er nóg eftir af þessu móti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og við vissum að þetta yrði erfitt mót og jafnari. Við höldum bara áfram. Aðalatriðið er að læra af þessu og gera betur næst," sagði Vilhjálmur að lokum. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Breiðablik
ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Eyjastúlkur en strax eftir rétt rúma mínútu skoraði Kristín Dís Árnadóttir af stuttu færi, eftir að ÍBV hafði mistekist að hreinsa boltann eftir aukaspyrnu gestanna. Upphafs mínútur leiksins voru í eigu gestaliðsins úr Kópavogi en eftir að Agla María Albertsdóttir átti skalla naumlega framhjá jöfnuðu Eyjastúlkur í sinni fyrstu alvöru sókn. Viktorija Zaicikova átti þá sendingu utan af kanti, beint á hausinn á Delaney Baie Pridham sem skallaði boltann í netið. Eftir þetta sótti Breiðablik látlaust og þurfti Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving í marki ÍBV oft að verja vel og þrátt fyrir góð færi komu Blikar boltanum ekki í netið. Það gerði DB Pridham þó annað sinn í leiknum eftir hálftíma leik þegar Olga Selcova átti stungusendingu í gegn á Pridham sem óð að marki og skoraði. Staðan því orðin 2-1 og ÍBV komnar yfir. Þá hófst sama sagan þar sem gestaliðið sótti og sótti, Auður varði og varði en ÍBV skoraði aftur. Nú á lokamínútu fyrri hálfleiks. Í þetta sinn var það Viktorija eftir sendingu frá Hönnu Kallmaier. Skot Viktoriju ekki það besta en Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, marðvörður Blika, náði aðeins hönd í boltann, sem datt niður í hornið fjær. Ótrúleg staða miðað við hvernig leikurinn hafði þróast. Í uppbótartíma dró til tíðinda en Olga Selcova varð sér þá til skammar er hún sló Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Blika, í andlitið og uppskar réttilega rautt spjald. Fyrri hálfleikur var þó ekki enn búinn en einungis sekúndum eftir að Olga er rekin af velli skorar Viktorija sitt annað mark í leiknum þegar hún fékk sendingu frá Clöru Sigurðardóttur í gegnum vörn Breiðabliks og lyfti boltanum yfir Ástu í markinu. Ótrúlegar lokamínútur. Síðari hálfleikur hafði ekki upp á jafn mikið að bjóða þar sem gestirnir voru mestmegnis með boltann á meðan ÍBV lá til baka og beitti skyndisóknum. DB Pridham hafði í nægu að snúast ein frammi hjá Eyjaliðinu en hún skilaði því verki sómasamlega og hélt boltanum vel svo ÍBV kæmist framar á völlinn. Þrátt fyrir ótal tilraunir og yfirburði náðu Blikar ekki að brjóta vörn ÍBV fyrr en undir lok leiks. Það gerði Agla María Albertsdóttir eftir sendingu frá Andreu Rán Snæfells Hauksdóttur en það reyndist of seint. Leik lauk því með 4-2 sigri ÍBV á Breiðablik á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Andri: Erum með alvöru stelpur Andri Ólafsson ásamt aðstoðarmanni sínum, Birki Hlynssyni.vísir/elín björg „Við töluðum um að vinna fyrsta skallabolta, fyrstu tæklingu og annað en vorum komnar undir eftir eina mínútu. Geggjað að koma til baka og klára þennan leik örugglega.“ Breiðablik rúllaði yfir Fylki í fyrsta leiknum en ÍBV bitu frá sér í kvöld. „Mér leið vel allan leikinn. Þetta leit ekki vel út þá en við erum með alvöru stelpur sem tóku vel á Blikunum. Það hjálpar gríðarlega að koma inn þessu síðasta marki fyrir hálfleik eftir að Olga [Selcova] fékk réttilega rautt spjald.“ Skipulagið í seinni hálfleik gekk ansi vel hjá ÍBV-liðinu. „Við breyttum aðeins í hálfleik. Við vildum halda framherjanum okkar uppteknum á aftasta varnarmanni og teygja aðeins á þeim svo þær gætu ekki haldið okkur við okkar teig allan seinni hálfleikinn. Það gekk nokkuð vel,“ sagði Andri. „Með örlítið meiri yfirvegun hefðum við getað gert meira í seinni hálfleik.“ Vilhjálmur Kári: Fjórða markið var rothögg Vilhjálmur Kári Haraldsson er þjálfari Breiðabliks.vísir/Sigurjón ,,Það voru mikil vonbrigði að missa þennan leik frá okkur," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. ,,Við komumst yfir en svo eiga þær ótrúlega góðan kafla og við náðum okkur ekki á strik. Við fengum færi en náum ekki að nýta þau. Þær voru öflugri í dag og taka þennan leik." ,,Þetta dettur með þeim á ákveðnu tímabili í leiknum. Við fáum færi rétt áður en þær setja mark á okkur. Við eigum eftir að skoða þessi mörk betur. Við náðum ekki að halda í þær baráttulega og þurfum að gera betur." ,,Það var mjög svekkjandi. Það hefði verið betra að sleppa þessu síðasta marki. Þá hefðum við getað unnið okkur betur inn í leikinn. Það var rothögg. Við reyndum að spila okkur í gegn í seinni hálfleik og fengum færi til að skora en inn vildi boltinn ekki fyrr en í blálokin sem var orðið of seint. Þær áttu góðan leik. Þær börðust vel og gerðu okkur erfitt fyrir. Við áttum ekki nógu mörg svör við þeirra leik. " ,,Það er nóg eftir af þessu móti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og við vissum að þetta yrði erfitt mót og jafnari. Við höldum bara áfram. Aðalatriðið er að læra af þessu og gera betur næst," sagði Vilhjálmur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti