Efast um tilkall konungssonar til krúnu Súlúmanna Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2021 14:03 Misuzulu Zulu prins (t.v.) var tilnefndur konungur Súlúmanna þegar erfðaskrá drottningar var lesin upp í gær. Ekki voru allir á eitt sáttir um það. Vísir/AP Til uppnáms kom þegar nýr konungur Súlúmanna í Suður-Afríku var tilnefndur í gærkvöldi. Nokkrir meðlimir konungsfjölskyldunnar efast um tilkall Misuzulu Zulu prins til krúnunnar og hrifu lífverðir hans í burtu þegar tilkynnt var opinberlega um tilkall hans í konungshöllinni. Miklar deilur hafa skapast um hver eigi að leiða Súlúmenn eftir að Goodwill Zwelithini konungur lést í mars. Hann hafði ríkt yfir ættbálknum, sem um tólf milljónir Suðurafríkumanna tilheyra, frá 1968. Í erfðaskrá konungs tilnefndi hann eina af sex eiginkonum sínum, Mantfombi drottningu, sem næsta handhafa konungsvaldsins. Málið vandaðist þegar Mantfombi lést sjálf aðeins um mánuði eftir að eiginmaður hennar féll frá. Þegar erfðaskrá Mantfombi drottningar var lesin upp í gærkvöldi reyndist hún hafa tilnefnt Misuzulu prins, elsta son hennar og Zwelithini konungs, sem næsta konung, að sögn AP-fréttastofunnar. Þessu andmælti annar sonur konungs og stöðvaði tilkynninguna í KwaKhangelamankengne-höllinni. Tvær prinsessur lýstu einnig efasemdum um erfðaskrá Zwelithini konungs veitti drottningunni umboð til að velja arftaka sinn að henni genginni. Zwelithini konungur er sagður hafa átt 28 börn með eiginkonum sínum. Mantfombi var ekki fyrsta eiginkona hans. Embætti konungs Súlúmanna er að mestu leyti táknrænt en hann hefur þó töluvert áhrif á meðal þessa stærsta þjóðarbrots í Suður-Afríku. Suður-Afríka Kóngafólk Tengdar fréttir Heiftarleg valdabarátta innan konungsfjölskyldu Súlúmanna eftir lát drottningar Heiftarleg valdabarátta stendur nú yfir innan konungsfjölskyldu Súlúmanna í Suður-Afríku eftir andlát Mantfombi Dlamini-Zulu drottningar sem lést óvænt í lok síðasta mánaðar. Drottningin, sem varð 65 ára, var jörðuð í KwaZulu-Natal héraði í austurhluta Suður-Afríku í morgun. 7. maí 2021 07:43 Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. 30. apríl 2021 07:42 Konungur Súlúmanna fallinn frá Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna í Suður-Afríki, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi þar sem hann hafði notið aðhlynningar að undanförnu vegna einkenna sykursýki. 12. mars 2021 12:09 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Miklar deilur hafa skapast um hver eigi að leiða Súlúmenn eftir að Goodwill Zwelithini konungur lést í mars. Hann hafði ríkt yfir ættbálknum, sem um tólf milljónir Suðurafríkumanna tilheyra, frá 1968. Í erfðaskrá konungs tilnefndi hann eina af sex eiginkonum sínum, Mantfombi drottningu, sem næsta handhafa konungsvaldsins. Málið vandaðist þegar Mantfombi lést sjálf aðeins um mánuði eftir að eiginmaður hennar féll frá. Þegar erfðaskrá Mantfombi drottningar var lesin upp í gærkvöldi reyndist hún hafa tilnefnt Misuzulu prins, elsta son hennar og Zwelithini konungs, sem næsta konung, að sögn AP-fréttastofunnar. Þessu andmælti annar sonur konungs og stöðvaði tilkynninguna í KwaKhangelamankengne-höllinni. Tvær prinsessur lýstu einnig efasemdum um erfðaskrá Zwelithini konungs veitti drottningunni umboð til að velja arftaka sinn að henni genginni. Zwelithini konungur er sagður hafa átt 28 börn með eiginkonum sínum. Mantfombi var ekki fyrsta eiginkona hans. Embætti konungs Súlúmanna er að mestu leyti táknrænt en hann hefur þó töluvert áhrif á meðal þessa stærsta þjóðarbrots í Suður-Afríku.
Suður-Afríka Kóngafólk Tengdar fréttir Heiftarleg valdabarátta innan konungsfjölskyldu Súlúmanna eftir lát drottningar Heiftarleg valdabarátta stendur nú yfir innan konungsfjölskyldu Súlúmanna í Suður-Afríku eftir andlát Mantfombi Dlamini-Zulu drottningar sem lést óvænt í lok síðasta mánaðar. Drottningin, sem varð 65 ára, var jörðuð í KwaZulu-Natal héraði í austurhluta Suður-Afríku í morgun. 7. maí 2021 07:43 Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. 30. apríl 2021 07:42 Konungur Súlúmanna fallinn frá Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna í Suður-Afríki, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi þar sem hann hafði notið aðhlynningar að undanförnu vegna einkenna sykursýki. 12. mars 2021 12:09 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Heiftarleg valdabarátta innan konungsfjölskyldu Súlúmanna eftir lát drottningar Heiftarleg valdabarátta stendur nú yfir innan konungsfjölskyldu Súlúmanna í Suður-Afríku eftir andlát Mantfombi Dlamini-Zulu drottningar sem lést óvænt í lok síðasta mánaðar. Drottningin, sem varð 65 ára, var jörðuð í KwaZulu-Natal héraði í austurhluta Suður-Afríku í morgun. 7. maí 2021 07:43
Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. 30. apríl 2021 07:42
Konungur Súlúmanna fallinn frá Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna í Suður-Afríki, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi þar sem hann hafði notið aðhlynningar að undanförnu vegna einkenna sykursýki. 12. mars 2021 12:09