Dusty tryggir sér sigurinn í Vodafonedeildinni Snorri Rafn Hallsson skrifar 8. maí 2021 09:07 Vodafonedeildin Sýnt var frá þremur leikjum í 13. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Dusty tryggði sér sigur í deildinni eftir spennandi leik gegn erkifjendunum í Hafinu. Nýliðar Tindastóls er örugirt frá falli eftir stórsigur á Þór og KR sparkaði Aurora endanlega úr deildinni og munu Kórdrengir koma í þeirra stað í haust. Tindastóll - Þór Í fyrsta leik kvöldsins tók Tindastóll á móti Þór á Inferno kortinu. Bæði lið gátu tryggt sér áframhaldandi veru í Vodafonedeildinni en hart hefur verið barist fyrir miðju og botni deildarinnar á tímabilinu. Í fyrri leik liðanna skellti Tindastóll Þór 16-2 og með góðu kortavali og leikskipulagi gerði liðið sér lítið fyrir og lagði Þór stórt í þessari síðari viðureign liðanna. Inferno kortið býður ekki upp á löng færi og því fyrirséð að einn öflugasti leikmaður Þórs, ADHD sem gjarnar leikur með vappa, myndi eiga erfitt uppdráttar. Tindastóll hóf leikinn í sókn (terrorists) og náði snemma miklu forskoti. H0ZID3R og KeliTURBO létu sprengjunum rigna á meðan Cris sótti fellur trekk í trekk. Tindastóll hélt banananum svokallaða gríðarlega vel, fyrstu sex loturnar féllu þeim í vil og náði Þór lítið að klóra í bakkann. Aðgerðum þeirra var svarað af krafti og sýni Tindastóll enga miskunn. Lítið gekk hjá Þór að endurheimta sprengjusvæði og féllu Þórsarar ítrekað fyrir virkilega hittnu liði Tindastóls. Staða í hálfleik: Tindastóll 14 - 1 Þór Örlitla vonarglætu var að sjá fyrir Þór í síðari hálfleik þar sem lifnaði yfir liðinu. Þeim tókst nokkrum sinnum að koma sprengjum fyrir á B-svæði. Í stöðunni 14-5 var hins vegar ljóst að Tindastóll ætlaði sér að klára leikinn, sem liðið svo gerði með sprengjuregni í tuttugustu lotu og útslagið kom í þeirri tuttugustu og fyrstu þar sem Cris var með 4 fellur, og endaði hann efstur á blaði Tindastóls megin. ADHD var með 15 fellur fyrir Þór en það var langt frá því að duga til. Lokastaða: Tindastóll 16 - Þór 5 Með sigrinum skaust lið Tindastóls upp í fimmta sæti deildarinnar og mæta Aurora í næstu viku. Tindastóll á ekki á hættu að lenda í umspilssæti og hefur liðinu því tekist að sýna að það á svo sannarlega heima í efstu deild. Með sigri og hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum gæti liðið svo náð sæti á stórmeistaramótinu sem fram fer í ágúst. Þórsarar leika aftur á móti gegn Fylki á þriðjudaginn og munu úrslitin úr þeim leik ráða því hvort liðið mun þurfa að verja stöðu sína í deildinni. Dusty - Hafið Önnur viðureign kvöldsins var á milli erkifjendanna, liða Dusty og Hafsins og fór hún einnig fram á Inferno kortinu. Dusty sem ekki hefur tapað leik á tímabilinu gat með sigri unnið deildina. Hafið hefur hins vegar verið á fínni siglingu í síðustu leikjum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Hafið veitti liði Dusty fína viðspyrnu en Dusty hafði þó betur í spennandi leik. Í upphafi tók Hafið sér aftarlega stöðu í vörninni (counter-terrorists), leikmenn studdu vel hvor við annan og fyrstu þrjár loturnar féllu þeim fljótt í skaut. Dusty sótti þá af miklu öryggi, jafnaði leika og setti pressu á Hafið að svara. Það svar kom því miður ekki strax og gat Dusty opnað vörnina með hraðabreytingum, þar sem liðið lék árásargjarnt og yfirvegað til skiptist. Dusty náði að byggja upp góðan banka, bíða eftir tækifærum og fékk leFluff pláss til að leika lausum hala á meðan Dusty sótti á B-svæðið sem reyndist þeim vel. Eitt af skemmtilegustu augnablikum umferðarinnar kom í lok þrettándu lotu þar sem leikmaður Hafsins Clvr var einn gegn EddezeNNN hjá Dusty. Sprengjan var kominn niður og þar sem Clvr bograði yfir henni að reyna að aftengja tókst EddezeNNN ekki að hæfa hann. Þegar sprengjan var óvirk stökk Clvr upp, felldi EddezeNNN og náði í vappa sem lá á kortinu í kaupbæti. Staða í hálfleik: Dusty 10 - 5 Hafið Hafinu tókst að draga úr þeirri siglingu sem Dusty komst á í fyrri hálfleik. Liðið setti upp skemmtilegar sóknir, leikmenn hópuðu sig saman framarlega til að koma Dusty á óvart og létu deiglurnar telja eins og þeim einum er lagið. Í stöðunni 11-9 sneri Dusty vörn í sókn, ThorsteinnF átti frábæra takta og náði fjórum fellum í tuttugustu og annari lotu þar sem hann leitaði upp leikmenn Hafsins sem átti ekki afturkvæmt í leikinn. Dusty voru öllu viðbúnir, festu leikmenn hafsins með flöskusprengjum og sótti sigurinn eftir tuttugu og fimm lotur. Lokastaða: Dusty 16 - 9 Hafið Þrátt fyrir góðan leik tókst Hafinu ekki að binda endi á sigurgöngu Dusty sem standa nú uppi sem sigurvegar í deildinni þegar enn er ein umferð eftir. Í næstu umferð mætir Dusty KR sem á harma að hefna, en Hafið leikur gegn XY og þarf á sigri að halda til að gulltryggja sig inn á stórmeistaramótið. KR - Aurora Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins tókust KR og Aurora á í Dust 2. KR náði góðu forskoti í upphaf leiks, sem Aurora náði þó að saxa á í síðari hálfleik. Sigurinn var þó aldrei í hættu og því heldur KR öðru sætinu í deildinni en ljóst er að Aurora endar í því síðasta og leikur liðið því í fyrstu deild á næsta tímabili. Ofvirkur kom sterkur af stað í sókn KR strax frá upphafi. KR felldi leikmenn Aurora sem áttu lítinn séns framan af. Auddzh raðaði inn fellunum fyrir KR og verndaði meðspilara sína gegn ráðalausum leikmönnum Aurora. Undir lok fyrir hálfleiks hitnaði undir Aurora, RavlE hafði hitt vel og þegar Allimeister og Sveittur komust af stað náði liðið að tryggja sér þrjár af síðustu fjórum lotunum. Staða í hálfleik: KR 11 - 4 Aurora Hápunktur leiksins var án efa sautjánda lota þar sem vel tímasett handsprengja olli liðsmönnum Aurora miklum skaða og Miðgarðsormur felldi þá hvern á fætur öðrum með skammbyssu í einum flottasta ási tímabilsins. Leit þá út fyrir að leikurinn væri svo gott sem búinn þegar KR var komið í 15-4 og vantaði einungis eina lotu til að vinna. Aurora keypti þá öflug vopn og komst í feiknarinnar stuð og þrátt fyrir tvo vappa KR megin sótti Aurora sex lotur í röð. Í tuttugustu og sjöttu lotu komst KR á sporið, las úr leik Aurora hverju við mátti búast og Miðgarðsormur lokaði leiknum fyrir KR. Lokastaða: KR 16 - 10 Aurora KR-ingar halda öðru sætinu og eiga stórleik fyrir höndum gegn Dusty í næstu umferð. Aurora hefur ekki tekist að sigra leiki þrátt fyrir góða spretti og enda því í botnsætinu sama hvernig leikur þeirra gegn Tindastóli í síðustu umferðinni fer. Vodafone-deildin Tengdar fréttir Hafið stelur fjórða sætinu en Dusty með 9 fingur á bikarnum Sýnt var frá þremur leikjum í 12. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Leikmenn Aurora stóðu upp í hárinu á Dusty sem hafði betur að lokum og er komið langleiðina með að tryggja sér sigur í deildinni. KR vann stórsigur á Þórsurum og á því enn möguleika á efsta sætinu og í lokaleik kvöldsins hafði Hafið betur gegn Fylki og hrifsaði af þeim fjórða sæti deildarinnar. 5. maí 2021 08:37 XY blandar sér í toppbaráttuna með sigri á KR Sýnt var frá þremur leikjum í 11. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Í stórleik kvöldsins hafði XY betur gegn KR og gerir þar með atlögu að topp 2 sæti, Dusty hélt óstöðvandi sigurgöngu áfram og Þór tókst að kreista út sigur gegn Aurora. 1. maí 2021 08:00 Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt. 28. apríl 2021 00:27 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Tindastóll - Þór Í fyrsta leik kvöldsins tók Tindastóll á móti Þór á Inferno kortinu. Bæði lið gátu tryggt sér áframhaldandi veru í Vodafonedeildinni en hart hefur verið barist fyrir miðju og botni deildarinnar á tímabilinu. Í fyrri leik liðanna skellti Tindastóll Þór 16-2 og með góðu kortavali og leikskipulagi gerði liðið sér lítið fyrir og lagði Þór stórt í þessari síðari viðureign liðanna. Inferno kortið býður ekki upp á löng færi og því fyrirséð að einn öflugasti leikmaður Þórs, ADHD sem gjarnar leikur með vappa, myndi eiga erfitt uppdráttar. Tindastóll hóf leikinn í sókn (terrorists) og náði snemma miklu forskoti. H0ZID3R og KeliTURBO létu sprengjunum rigna á meðan Cris sótti fellur trekk í trekk. Tindastóll hélt banananum svokallaða gríðarlega vel, fyrstu sex loturnar féllu þeim í vil og náði Þór lítið að klóra í bakkann. Aðgerðum þeirra var svarað af krafti og sýni Tindastóll enga miskunn. Lítið gekk hjá Þór að endurheimta sprengjusvæði og féllu Þórsarar ítrekað fyrir virkilega hittnu liði Tindastóls. Staða í hálfleik: Tindastóll 14 - 1 Þór Örlitla vonarglætu var að sjá fyrir Þór í síðari hálfleik þar sem lifnaði yfir liðinu. Þeim tókst nokkrum sinnum að koma sprengjum fyrir á B-svæði. Í stöðunni 14-5 var hins vegar ljóst að Tindastóll ætlaði sér að klára leikinn, sem liðið svo gerði með sprengjuregni í tuttugustu lotu og útslagið kom í þeirri tuttugustu og fyrstu þar sem Cris var með 4 fellur, og endaði hann efstur á blaði Tindastóls megin. ADHD var með 15 fellur fyrir Þór en það var langt frá því að duga til. Lokastaða: Tindastóll 16 - Þór 5 Með sigrinum skaust lið Tindastóls upp í fimmta sæti deildarinnar og mæta Aurora í næstu viku. Tindastóll á ekki á hættu að lenda í umspilssæti og hefur liðinu því tekist að sýna að það á svo sannarlega heima í efstu deild. Með sigri og hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum gæti liðið svo náð sæti á stórmeistaramótinu sem fram fer í ágúst. Þórsarar leika aftur á móti gegn Fylki á þriðjudaginn og munu úrslitin úr þeim leik ráða því hvort liðið mun þurfa að verja stöðu sína í deildinni. Dusty - Hafið Önnur viðureign kvöldsins var á milli erkifjendanna, liða Dusty og Hafsins og fór hún einnig fram á Inferno kortinu. Dusty sem ekki hefur tapað leik á tímabilinu gat með sigri unnið deildina. Hafið hefur hins vegar verið á fínni siglingu í síðustu leikjum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Hafið veitti liði Dusty fína viðspyrnu en Dusty hafði þó betur í spennandi leik. Í upphafi tók Hafið sér aftarlega stöðu í vörninni (counter-terrorists), leikmenn studdu vel hvor við annan og fyrstu þrjár loturnar féllu þeim fljótt í skaut. Dusty sótti þá af miklu öryggi, jafnaði leika og setti pressu á Hafið að svara. Það svar kom því miður ekki strax og gat Dusty opnað vörnina með hraðabreytingum, þar sem liðið lék árásargjarnt og yfirvegað til skiptist. Dusty náði að byggja upp góðan banka, bíða eftir tækifærum og fékk leFluff pláss til að leika lausum hala á meðan Dusty sótti á B-svæðið sem reyndist þeim vel. Eitt af skemmtilegustu augnablikum umferðarinnar kom í lok þrettándu lotu þar sem leikmaður Hafsins Clvr var einn gegn EddezeNNN hjá Dusty. Sprengjan var kominn niður og þar sem Clvr bograði yfir henni að reyna að aftengja tókst EddezeNNN ekki að hæfa hann. Þegar sprengjan var óvirk stökk Clvr upp, felldi EddezeNNN og náði í vappa sem lá á kortinu í kaupbæti. Staða í hálfleik: Dusty 10 - 5 Hafið Hafinu tókst að draga úr þeirri siglingu sem Dusty komst á í fyrri hálfleik. Liðið setti upp skemmtilegar sóknir, leikmenn hópuðu sig saman framarlega til að koma Dusty á óvart og létu deiglurnar telja eins og þeim einum er lagið. Í stöðunni 11-9 sneri Dusty vörn í sókn, ThorsteinnF átti frábæra takta og náði fjórum fellum í tuttugustu og annari lotu þar sem hann leitaði upp leikmenn Hafsins sem átti ekki afturkvæmt í leikinn. Dusty voru öllu viðbúnir, festu leikmenn hafsins með flöskusprengjum og sótti sigurinn eftir tuttugu og fimm lotur. Lokastaða: Dusty 16 - 9 Hafið Þrátt fyrir góðan leik tókst Hafinu ekki að binda endi á sigurgöngu Dusty sem standa nú uppi sem sigurvegar í deildinni þegar enn er ein umferð eftir. Í næstu umferð mætir Dusty KR sem á harma að hefna, en Hafið leikur gegn XY og þarf á sigri að halda til að gulltryggja sig inn á stórmeistaramótið. KR - Aurora Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins tókust KR og Aurora á í Dust 2. KR náði góðu forskoti í upphaf leiks, sem Aurora náði þó að saxa á í síðari hálfleik. Sigurinn var þó aldrei í hættu og því heldur KR öðru sætinu í deildinni en ljóst er að Aurora endar í því síðasta og leikur liðið því í fyrstu deild á næsta tímabili. Ofvirkur kom sterkur af stað í sókn KR strax frá upphafi. KR felldi leikmenn Aurora sem áttu lítinn séns framan af. Auddzh raðaði inn fellunum fyrir KR og verndaði meðspilara sína gegn ráðalausum leikmönnum Aurora. Undir lok fyrir hálfleiks hitnaði undir Aurora, RavlE hafði hitt vel og þegar Allimeister og Sveittur komust af stað náði liðið að tryggja sér þrjár af síðustu fjórum lotunum. Staða í hálfleik: KR 11 - 4 Aurora Hápunktur leiksins var án efa sautjánda lota þar sem vel tímasett handsprengja olli liðsmönnum Aurora miklum skaða og Miðgarðsormur felldi þá hvern á fætur öðrum með skammbyssu í einum flottasta ási tímabilsins. Leit þá út fyrir að leikurinn væri svo gott sem búinn þegar KR var komið í 15-4 og vantaði einungis eina lotu til að vinna. Aurora keypti þá öflug vopn og komst í feiknarinnar stuð og þrátt fyrir tvo vappa KR megin sótti Aurora sex lotur í röð. Í tuttugustu og sjöttu lotu komst KR á sporið, las úr leik Aurora hverju við mátti búast og Miðgarðsormur lokaði leiknum fyrir KR. Lokastaða: KR 16 - 10 Aurora KR-ingar halda öðru sætinu og eiga stórleik fyrir höndum gegn Dusty í næstu umferð. Aurora hefur ekki tekist að sigra leiki þrátt fyrir góða spretti og enda því í botnsætinu sama hvernig leikur þeirra gegn Tindastóli í síðustu umferðinni fer.
Vodafone-deildin Tengdar fréttir Hafið stelur fjórða sætinu en Dusty með 9 fingur á bikarnum Sýnt var frá þremur leikjum í 12. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Leikmenn Aurora stóðu upp í hárinu á Dusty sem hafði betur að lokum og er komið langleiðina með að tryggja sér sigur í deildinni. KR vann stórsigur á Þórsurum og á því enn möguleika á efsta sætinu og í lokaleik kvöldsins hafði Hafið betur gegn Fylki og hrifsaði af þeim fjórða sæti deildarinnar. 5. maí 2021 08:37 XY blandar sér í toppbaráttuna með sigri á KR Sýnt var frá þremur leikjum í 11. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Í stórleik kvöldsins hafði XY betur gegn KR og gerir þar með atlögu að topp 2 sæti, Dusty hélt óstöðvandi sigurgöngu áfram og Þór tókst að kreista út sigur gegn Aurora. 1. maí 2021 08:00 Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt. 28. apríl 2021 00:27 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Hafið stelur fjórða sætinu en Dusty með 9 fingur á bikarnum Sýnt var frá þremur leikjum í 12. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Leikmenn Aurora stóðu upp í hárinu á Dusty sem hafði betur að lokum og er komið langleiðina með að tryggja sér sigur í deildinni. KR vann stórsigur á Þórsurum og á því enn möguleika á efsta sætinu og í lokaleik kvöldsins hafði Hafið betur gegn Fylki og hrifsaði af þeim fjórða sæti deildarinnar. 5. maí 2021 08:37
XY blandar sér í toppbaráttuna með sigri á KR Sýnt var frá þremur leikjum í 11. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Í stórleik kvöldsins hafði XY betur gegn KR og gerir þar með atlögu að topp 2 sæti, Dusty hélt óstöðvandi sigurgöngu áfram og Þór tókst að kreista út sigur gegn Aurora. 1. maí 2021 08:00
Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt. 28. apríl 2021 00:27