Endurkoma hjá United á Villa Park Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2021 15:00 Cavani fagnar þriðja marki sínu í kvöld. Matthew Peters/Manchester Unitedd Manchester United minnkaði forskot Manchester City niður í tíu stig er liðið vann 3-1 endurkomusigur á Aston Villa í dag. Það voru heimamenn í Villa sem komust yfir á 24. mínútu er Bertrand Traore skoraði. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Bruno Fernandes jafnaði metin úr vítaspyrnu á 52. mínútu er Douglas Luiz hafði brotið af sér og Mason Greenwood kom United yfir á 56. mínútu. Mikill kraftur var í United liðinu í upphafi síðari hálfleiks en þeir urðu fyrir áfalli tólf mínútum fyrir leikslok er fyrirliðinn Harry Maguire fór af velli meiddur. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru en Maguire fór beint inn í klefa. Stórir leikir framundan hjá United á næstunni þar á meðal úrslitaleikur Evrópudeildarinnar. Man Utd have now won 20 league games in a Premier League season for the first time under Ole Gunnar Solskjaer. pic.twitter.com/BFIxY5zNSH— Squawka Football (@Squawka) May 9, 2021 Edinson Cavani bætti við þriðja markinu á 87. mínútu með frábærum skalla en skömmu síðar fékk Ollie Watkins sitt annað gula spjald og þar með rautt. Lokatölur 3-1 sigur United sem er í öðru sætinu með 70 stig, tíu stigum á eftir Manchester Cit á toppnum, en United á einn leik til góða. Aston Villa er í ellefta sætinu með 48 stig. Í hinum leiknum sem lokið er í dag unnu Wolves 2-1 sigur á Brighton. Lewis Dunk kom Brighton yfir en Dunk fékk einnig beint rautt spjald á 53. mínútu. Adama Traore jafnaði metin á 76. mínútu og á 90. mínútu skoraði Morgan Gibbs-White sigurmarkið. Á sjöundu mínútu uppbótartíma fékk Neal Mupay beint rautt spjald svo Brighton endaði leikinn með níu leikmenn. Wolves er í tólfta sætinu með 45 stig en Brighton í því fimmtánda með 37 stig. FULL-TIME Wolves 2-1 BrightonWolves come from behind to take all three points thanks to two brilliant goals from Adama Traore and Morgan Gibbs-White#WOLBHA pic.twitter.com/OdZoP3y5xy— Premier League (@premierleague) May 9, 2021 Enski boltinn
Manchester United minnkaði forskot Manchester City niður í tíu stig er liðið vann 3-1 endurkomusigur á Aston Villa í dag. Það voru heimamenn í Villa sem komust yfir á 24. mínútu er Bertrand Traore skoraði. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Bruno Fernandes jafnaði metin úr vítaspyrnu á 52. mínútu er Douglas Luiz hafði brotið af sér og Mason Greenwood kom United yfir á 56. mínútu. Mikill kraftur var í United liðinu í upphafi síðari hálfleiks en þeir urðu fyrir áfalli tólf mínútum fyrir leikslok er fyrirliðinn Harry Maguire fór af velli meiddur. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru en Maguire fór beint inn í klefa. Stórir leikir framundan hjá United á næstunni þar á meðal úrslitaleikur Evrópudeildarinnar. Man Utd have now won 20 league games in a Premier League season for the first time under Ole Gunnar Solskjaer. pic.twitter.com/BFIxY5zNSH— Squawka Football (@Squawka) May 9, 2021 Edinson Cavani bætti við þriðja markinu á 87. mínútu með frábærum skalla en skömmu síðar fékk Ollie Watkins sitt annað gula spjald og þar með rautt. Lokatölur 3-1 sigur United sem er í öðru sætinu með 70 stig, tíu stigum á eftir Manchester Cit á toppnum, en United á einn leik til góða. Aston Villa er í ellefta sætinu með 48 stig. Í hinum leiknum sem lokið er í dag unnu Wolves 2-1 sigur á Brighton. Lewis Dunk kom Brighton yfir en Dunk fékk einnig beint rautt spjald á 53. mínútu. Adama Traore jafnaði metin á 76. mínútu og á 90. mínútu skoraði Morgan Gibbs-White sigurmarkið. Á sjöundu mínútu uppbótartíma fékk Neal Mupay beint rautt spjald svo Brighton endaði leikinn með níu leikmenn. Wolves er í tólfta sætinu með 45 stig en Brighton í því fimmtánda með 37 stig. FULL-TIME Wolves 2-1 BrightonWolves come from behind to take all three points thanks to two brilliant goals from Adama Traore and Morgan Gibbs-White#WOLBHA pic.twitter.com/OdZoP3y5xy— Premier League (@premierleague) May 9, 2021
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti