Í Íslandi í dag í gærkvöldi leit Vala Matt við hjá Kristínu Tryggvadóttir en heimilið hennar hafði tekið gríðarlega miklum breytingum með aðstoð Þórunnar, bara með því að mála.
Þórunn ráðlagði Kristínu að mála veggi, skápa og hurðir í nýjum litum. Vala Matt skoðaði íbúðina fyrst áður en hún var tekin í gegn og svo eftir að búið var að mála og skreyta á einstakan máta eins og Þórunni einni er lagið.
Íbúðin er í raun eins og ný eftir breytingar og það fyrir lítinn pening. Kristín fékk meðal annars aðstoð frá Begga og Pacas við að mála íbúðina en þeir eru góðir vinir hennar.
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.