Baldur: Þurfum klárlega að vera betri en þetta Smári Jökull Jónsson skrifar 6. maí 2021 20:20 Baldur Þór Ragnarsson var ósáttur með sína menn í tapinu gegn Grindavík í kvöld vísir/bára „Þetta var áframhald frá síðasta leik gegn Keflavík þar sem við erum bara flatir og í raun eins og menn séu bara að bíða eftir því að tímabilið klárist" sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Tindastóls eftir tap liðsins gegn Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld. Grindvíkingar leiddu leikinn allan tímann í dag og þó svo að Stólarnir hafi gert tilraunir til að minnka muninn þannig að spenna færðist í leikinn þá virtust heimamenn alltaf hafa tök á aðstæðum. „Ég er mjög ósáttur með frammistöðuna í leiknum. Heilt yfir vorum við flatir varnarlega og það vantar allan takt í þetta. Ég efast um að nokkur maður geti litið í eigin barm og sagt að þetta hafi verið hans leikur. Það þarf að finna lausnir á þessu." Það hefur sýnt sig í deildinni í vetur að hlutirnir eru fljótir að breytast og einn sigur getur komið mönnum á rétt spor. Stólarnir eru ekki í takti og það á slæmum tíma, rétt áður en úrslitakeppnin hefst. „Við höfum verið að gera ákveðna hluti vel, höfum verið í vandræðum sóknarlega tvo leiki í röð. Við þurfum að fara aftur í það sem við vorum að gera vel í þessum leikjum gegn Hetti, Þór Akureyri og Þór frá Þorlákshöfn þar sem við vorum að skora stig." „Að sama skapi þurfum við að gera betur varnarlega í að átta okkur að aðstæðum og sjá þeirra hreyfingar fyrr í stað þess að bregðst við einni sekúndu of seint. Þá eru þeir að komast djúpt og við í vandræðum. Við þurfum klárlega að vera betri en þetta," sagði Baldur Þór að endingu. UMF Grindavík Tindastóll Íslenski körfuboltinn Körfubolti Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Grindvíkingar leiddu leikinn allan tímann í dag og þó svo að Stólarnir hafi gert tilraunir til að minnka muninn þannig að spenna færðist í leikinn þá virtust heimamenn alltaf hafa tök á aðstæðum. „Ég er mjög ósáttur með frammistöðuna í leiknum. Heilt yfir vorum við flatir varnarlega og það vantar allan takt í þetta. Ég efast um að nokkur maður geti litið í eigin barm og sagt að þetta hafi verið hans leikur. Það þarf að finna lausnir á þessu." Það hefur sýnt sig í deildinni í vetur að hlutirnir eru fljótir að breytast og einn sigur getur komið mönnum á rétt spor. Stólarnir eru ekki í takti og það á slæmum tíma, rétt áður en úrslitakeppnin hefst. „Við höfum verið að gera ákveðna hluti vel, höfum verið í vandræðum sóknarlega tvo leiki í röð. Við þurfum að fara aftur í það sem við vorum að gera vel í þessum leikjum gegn Hetti, Þór Akureyri og Þór frá Þorlákshöfn þar sem við vorum að skora stig." „Að sama skapi þurfum við að gera betur varnarlega í að átta okkur að aðstæðum og sjá þeirra hreyfingar fyrr í stað þess að bregðst við einni sekúndu of seint. Þá eru þeir að komast djúpt og við í vandræðum. Við þurfum klárlega að vera betri en þetta," sagði Baldur Þór að endingu.
UMF Grindavík Tindastóll Íslenski körfuboltinn Körfubolti Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira