Hann hefur verið að þeyta skífum í Laugardalshöllinni í morgun þar sem Íslendingar geta hlustað á góða tónlist meðan þeir fá bólusetningu.
„Ég er inni í stóra salnum. Þetta var bara lítil krúttleg hugmynd og var fyrst hugmyndin að vera fyrir utan og vera með partí í röðinni. Síðan kom ég að kíkja á aðstæður og þetta er svo vel skipulegt og fólk rennur hér í gegn, fleiri hundruð manns í einu, og rosalega flott hjá þeim. Ég sá fyrir mér að fólk myndi ekki staldra mikið við hérna fyrir utan og ég heyrði af því að fólkið sem er að vinna hérna var svolítið fúllt að heyra að músíkin yrði bara fyrir utan. Þannig að við færðum þetta inn í sal og ég er ég bara að vinna frá níu til fjögur að skemmta þeim sem eru í sprautum.“
Daddi spilar tónlist sem tengist þeim aldri sem er í bólusetningu en hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.


