Hafið stelur fjórða sætinu en Dusty með 9 fingur á bikarnum Snorri Rafn Hallsson skrifar 5. maí 2021 08:37 Vodafonedeildin Sýnt var frá þremur leikjum í 12. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Leikmenn Aurora stóðu upp í hárinu á Dusty sem hafði betur að lokum og er komið langleiðina með að tryggja sér sigur í deildinni. KR vann stórsigur á Þórsurum og á því enn möguleika á efsta sætinu og í lokaleik kvöldsins hafði Hafið betur gegn Fylki og hrifsaði af þeim fjórða sæti deildarinnar. Þór - KR Í fyrsta leik kvöldsins tók Þór á móti KR í Train kortinu. Eftir tap gegn XY í síðustu umferð varð KR að hafa betur til að eiga möguleika á fyrsta sætinu og gerðu leikmenn liðsins sér lítið fyrir og skellti Þór í ansi einhliða leik. KR-ingar voru á útivelli og byrjuðu leikinn í vörn (counter-terrorists). Þórsarar lentu undir í fyrstu lotu en tókst að koma fyrir sprengju. Capping bjargaði þessu hins vegar fyrir KR þar sem hann var einn eftir í liðinu, felldi bæði Pandaz og ADHD og aftengdi sprengjuna. Eftir heldur tæpa fyrstu lotu þéttu leikmenn KR í vörninni, beittu flöskusprengjum til að hægja á Þórsurum og felldu þá hvern á fætur öðrum í næstu lotum. Þórsurum gekk brösuglega að finna færi og hittu illa. KR-ingar voru hins vegar í fantastuði og léku vel úr þeim upplýsingum sem þeim tókst að sækja. Þannig voru þeir bæði viðbúnir og vel staðsettir þegar Þórsarar sóttu inn á sprengjusvæði Capping átti frábæra takta þegar hann skaut á milli leikmanna með vappanum en reif upp uspuna og felldi tvo. Enginn leikmaður Þórs var með meira en 10 fellur eftir fyrri hálfleik og Dom svo gott sem fjarverandi í leiknum. Staða í hálfleik: Þór 3 - 12 KR Síðari hálfleikur var stuttur þar sem KR var alls ekki á þeim buxunum að missa niður forskot sitt. Leikmenn Þórs voru staurblankir en KR-ingar vopnuðust vel og léku sér að því að klára leikinn enda til mikils að vinna fyrir liðið. Auudzh var stigahæstur með 26 fellur, Ofvirkur náði 20 og aðrir leikmenn KR voru með 15 og 17 fellur. Fjórir Þórsarar voru jafnir með 10 fellur og elti Dom lestina með einungis 4 fellur í 20 lotum, og því mikill munur á liðunum í þessum leik. Lokastaða: Þór 4 - 16 KR Eftir tapið er Þór enn og aftur í slagnum fyrir miðju og botni deildar og hefur ekki tekist að koma sér almennilega upp fyrir hin liðin þrátt fyrir góða leiki upp á síðkastið. KR-ingar mættu tvíefldir til leiks eftir erfiðan leik í síðustu viku. Lítur því út fyrir að þeir ætli alls ekki að gefa Dusty toppsæti deildarinnar svo auðveldlega eftir og er aldrei að vita nema síðasti leikurinn í deildinni verði hreinn og beinn úrslitaleikur. Í næstu umferð sem fram fer á föstudaginn mætir Þór Tindastóli og KR leikur gegn Aurora. Aurora - Dusty Í öðrum leik kvöldsins mættust lið Aurora og Dusty á Vertigo kortinu. Aurora hefur verið í tómu basli allt tímabilið og einungis náð sér í einn sigur og mátti því gera ráð fyrir að óstöðvandi lið Dusty færi létt með að leggja liðið. Leikmenn Dusty hafa þó verið nokkuð kærulausir undanfarið þrátt fyrir, eða jafnvel, vegna góðs gengis liðsins, og gat Aurora því veitt þeim talsverða viðspyrnu í fyrri hálfleik. Dusty spýtti í lófana í síðari hálfleik og lokaði leiknum með sannfærandi sigri og er því einu skrefi nær því að vinna deildina. Aurora var á heimavelli og hóf leikinn í sókn (terrorists). Dusty mætti sóknunum vel til að byrja, StebbiC0C0 felldi þrjá í fyrstu lotu og úthugsaðar handsprengjur í annarri héldu aftur af Aurora. Leikmenn Aurora sýndu þó á sér nýja hlið þar sem glæfralegar áhættur viku fyrir yfirvegun og taktík. Þannig gafst Aurora færi til að nýta sér kæruleysi Dusty, jafna leikinn og komast yfir. Aurora sótti sterkt upp rampinn á kortinu og náði RavlE iðulega nokkrum fellum þar og opnaði það leikinn upp á gátt. Liðin skiptust á lotum þar sem Dusty reyndi að finna út úr svörum við leik Aurora og sprengjum rigndi á báða bóga. Staða í hálfleik: Aurora 7 - 8 Dusty Vertigo kortið er stundum gagnrýnt fyrir að sótt sé of mikið á sprengjusvæði A, og líkt og í síðasta leik þegar Dusty sagði skilið við staðlaðar aðgerðir sótti liðið hart á B svæðið og ruglaði þannig Aurora í ríminu. Vörn Aurora var ekki á pari við sóknina í fyrri hálfleik og vantaði örlítið upp á að leikmenn fengju liðsauka og aðstoð í einvígum. Undir lokin tókst þeim að vinna tvær lotur í röð en það dugði ekki til þar sem Dusty yfirspilaði þá algjörlega í síðari hálfleik. Ravle var stigahæstur Aurora megin með 18 fellur en ThorsteinnF og EddezeNNN voru báðir með yfir 20 fyrir Dusty. Lokastaða: Aurora 9 - 16 Dusty Dusty heldur fast í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga og stefnir hraðbyri á sigur. Aurora hefur ekki tekist að klífa upp úr botnsætinu og verður að teljast afar líklegt að liðið falli niður um deild eftir erfitt tímabil. Í næstu umferð mætir Dusty Hafinu í spennandi leik, en Aurora fær engan frið og leikur gegn KR á föstudaginn Hafið - Fylkir Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins tókust Hafið og Fylkir á í Dust 2. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum en Fylkir var ofar á töflunni vegna betri stöðu í innbyrðis viðureign liðanna. Það var því til mikils að vinna fyrir bæði lið, því fjórða sætið veitir þátttökurétt á stórmeistaramótinu. Hafið hefur átt mjög ólíka leiki á tímabilinu en í gærkvöldi mættu leikmenn liðsins heitir inn á þjóninn, tengdu saman margar lotur í röð og unnu Fylki hratt og örugglega. Hafið byrjaði í sókn (terrorists) og lenti á vegg strax í upphafi leiks. Fylkismenn unnu fyrstu þrjár loturnar en þá snerust leikar við. Munaði þar heldur betur um framlag Instant hjá Hafinu, en með komu hans inn í liðið hefur leikur þess orðið bæði yfirvegaðri og markvissari. Hafið hreinsaði vel til á kortinu og vann sjö lotur í röð. Fylkismenn skiptu þá um gír og nýttu sér tvo vappa í vörninni til að jafna leikinn örlítið, en eftir frábæra klemmu frá Allee í síðustu lotu fyrri hálfleiks var Hafið aftur komið inn í leikinn. Staða í hálfleik: Hafið 9 - 6 Fylkir Allar lotur síðari hálfleiks féllu Hafinu í vil og miðaði vörnin að því að hleypa Fylkismönnum ekki inn á sprengjusvæðin. Liðið var samstillt og studdu leikmenn liðsins vel hvor við annan, svo ef einn leikmaður féll var því svarað um hæl. Fylkismenn áttu fallega sókn í síðustu lotu þar sem þeir gerðu allt rétt og læddust hægt og rólega inn á B svæðið. Þar hittu þeir hins vegar fyrir 7homsen sem gerði út um leikinn. Snær var stigahæstur hjá Fylki með 20 fellur en Allee náði 22 fellum fyrir lið Hafsins sem heilt á litið var jafnara og sterkara. Lokastaða Hafið 16 - 6 Fylkir Eftir brösulega byrjun á tímabilinu er Hafið því komið í góða stöðu með því að stela fjórða sætinu af Fylki en ljóst er að Dusty, KR og XY hafa nú þegar tryggt sig inn á stórmeistaramótið. Fylkir verður því að gera vel þegar þeir mæta XY í næstu umferð en Hafið á stórt verkefni fyrir höndum gegn Dusty á föstudaginn. Vodafone-deildin Tengdar fréttir XY blandar sér í toppbaráttuna með sigri á KR Sýnt var frá þremur leikjum í 11. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Í stórleik kvöldsins hafði XY betur gegn KR og gerir þar með atlögu að topp 2 sæti, Dusty hélt óstöðvandi sigurgöngu áfram og Þór tókst að kreista út sigur gegn Aurora. 1. maí 2021 08:00 Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt. 28. apríl 2021 00:27 Óvænt endurkoma XY og KR skildi Fylki eftir í rykinu Sýnt var frá þremur leikjum í 9. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Enn og aftur er það Dusty sem tróna ósigraðir á toppnum eftir sigur á liði Tindastóls. Fast á hælana eru þó KR-ingar í fantastuði sem léku sér að Fylkismönnum og úrslitin í leik Þórs og XY réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem XY hafði betur. Úrslitin í leikjum umferðarinnar voru ekki óvænt og er staða í deildinni óbreytt frá því í síðustu umferð. 21. apríl 2021 00:01 Flugeldasýning hjá KR en Dusty enn á toppnum Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli. 16. apríl 2021 23:51 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti
Þór - KR Í fyrsta leik kvöldsins tók Þór á móti KR í Train kortinu. Eftir tap gegn XY í síðustu umferð varð KR að hafa betur til að eiga möguleika á fyrsta sætinu og gerðu leikmenn liðsins sér lítið fyrir og skellti Þór í ansi einhliða leik. KR-ingar voru á útivelli og byrjuðu leikinn í vörn (counter-terrorists). Þórsarar lentu undir í fyrstu lotu en tókst að koma fyrir sprengju. Capping bjargaði þessu hins vegar fyrir KR þar sem hann var einn eftir í liðinu, felldi bæði Pandaz og ADHD og aftengdi sprengjuna. Eftir heldur tæpa fyrstu lotu þéttu leikmenn KR í vörninni, beittu flöskusprengjum til að hægja á Þórsurum og felldu þá hvern á fætur öðrum í næstu lotum. Þórsurum gekk brösuglega að finna færi og hittu illa. KR-ingar voru hins vegar í fantastuði og léku vel úr þeim upplýsingum sem þeim tókst að sækja. Þannig voru þeir bæði viðbúnir og vel staðsettir þegar Þórsarar sóttu inn á sprengjusvæði Capping átti frábæra takta þegar hann skaut á milli leikmanna með vappanum en reif upp uspuna og felldi tvo. Enginn leikmaður Þórs var með meira en 10 fellur eftir fyrri hálfleik og Dom svo gott sem fjarverandi í leiknum. Staða í hálfleik: Þór 3 - 12 KR Síðari hálfleikur var stuttur þar sem KR var alls ekki á þeim buxunum að missa niður forskot sitt. Leikmenn Þórs voru staurblankir en KR-ingar vopnuðust vel og léku sér að því að klára leikinn enda til mikils að vinna fyrir liðið. Auudzh var stigahæstur með 26 fellur, Ofvirkur náði 20 og aðrir leikmenn KR voru með 15 og 17 fellur. Fjórir Þórsarar voru jafnir með 10 fellur og elti Dom lestina með einungis 4 fellur í 20 lotum, og því mikill munur á liðunum í þessum leik. Lokastaða: Þór 4 - 16 KR Eftir tapið er Þór enn og aftur í slagnum fyrir miðju og botni deildar og hefur ekki tekist að koma sér almennilega upp fyrir hin liðin þrátt fyrir góða leiki upp á síðkastið. KR-ingar mættu tvíefldir til leiks eftir erfiðan leik í síðustu viku. Lítur því út fyrir að þeir ætli alls ekki að gefa Dusty toppsæti deildarinnar svo auðveldlega eftir og er aldrei að vita nema síðasti leikurinn í deildinni verði hreinn og beinn úrslitaleikur. Í næstu umferð sem fram fer á föstudaginn mætir Þór Tindastóli og KR leikur gegn Aurora. Aurora - Dusty Í öðrum leik kvöldsins mættust lið Aurora og Dusty á Vertigo kortinu. Aurora hefur verið í tómu basli allt tímabilið og einungis náð sér í einn sigur og mátti því gera ráð fyrir að óstöðvandi lið Dusty færi létt með að leggja liðið. Leikmenn Dusty hafa þó verið nokkuð kærulausir undanfarið þrátt fyrir, eða jafnvel, vegna góðs gengis liðsins, og gat Aurora því veitt þeim talsverða viðspyrnu í fyrri hálfleik. Dusty spýtti í lófana í síðari hálfleik og lokaði leiknum með sannfærandi sigri og er því einu skrefi nær því að vinna deildina. Aurora var á heimavelli og hóf leikinn í sókn (terrorists). Dusty mætti sóknunum vel til að byrja, StebbiC0C0 felldi þrjá í fyrstu lotu og úthugsaðar handsprengjur í annarri héldu aftur af Aurora. Leikmenn Aurora sýndu þó á sér nýja hlið þar sem glæfralegar áhættur viku fyrir yfirvegun og taktík. Þannig gafst Aurora færi til að nýta sér kæruleysi Dusty, jafna leikinn og komast yfir. Aurora sótti sterkt upp rampinn á kortinu og náði RavlE iðulega nokkrum fellum þar og opnaði það leikinn upp á gátt. Liðin skiptust á lotum þar sem Dusty reyndi að finna út úr svörum við leik Aurora og sprengjum rigndi á báða bóga. Staða í hálfleik: Aurora 7 - 8 Dusty Vertigo kortið er stundum gagnrýnt fyrir að sótt sé of mikið á sprengjusvæði A, og líkt og í síðasta leik þegar Dusty sagði skilið við staðlaðar aðgerðir sótti liðið hart á B svæðið og ruglaði þannig Aurora í ríminu. Vörn Aurora var ekki á pari við sóknina í fyrri hálfleik og vantaði örlítið upp á að leikmenn fengju liðsauka og aðstoð í einvígum. Undir lokin tókst þeim að vinna tvær lotur í röð en það dugði ekki til þar sem Dusty yfirspilaði þá algjörlega í síðari hálfleik. Ravle var stigahæstur Aurora megin með 18 fellur en ThorsteinnF og EddezeNNN voru báðir með yfir 20 fyrir Dusty. Lokastaða: Aurora 9 - 16 Dusty Dusty heldur fast í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga og stefnir hraðbyri á sigur. Aurora hefur ekki tekist að klífa upp úr botnsætinu og verður að teljast afar líklegt að liðið falli niður um deild eftir erfitt tímabil. Í næstu umferð mætir Dusty Hafinu í spennandi leik, en Aurora fær engan frið og leikur gegn KR á föstudaginn Hafið - Fylkir Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins tókust Hafið og Fylkir á í Dust 2. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum en Fylkir var ofar á töflunni vegna betri stöðu í innbyrðis viðureign liðanna. Það var því til mikils að vinna fyrir bæði lið, því fjórða sætið veitir þátttökurétt á stórmeistaramótinu. Hafið hefur átt mjög ólíka leiki á tímabilinu en í gærkvöldi mættu leikmenn liðsins heitir inn á þjóninn, tengdu saman margar lotur í röð og unnu Fylki hratt og örugglega. Hafið byrjaði í sókn (terrorists) og lenti á vegg strax í upphafi leiks. Fylkismenn unnu fyrstu þrjár loturnar en þá snerust leikar við. Munaði þar heldur betur um framlag Instant hjá Hafinu, en með komu hans inn í liðið hefur leikur þess orðið bæði yfirvegaðri og markvissari. Hafið hreinsaði vel til á kortinu og vann sjö lotur í röð. Fylkismenn skiptu þá um gír og nýttu sér tvo vappa í vörninni til að jafna leikinn örlítið, en eftir frábæra klemmu frá Allee í síðustu lotu fyrri hálfleiks var Hafið aftur komið inn í leikinn. Staða í hálfleik: Hafið 9 - 6 Fylkir Allar lotur síðari hálfleiks féllu Hafinu í vil og miðaði vörnin að því að hleypa Fylkismönnum ekki inn á sprengjusvæðin. Liðið var samstillt og studdu leikmenn liðsins vel hvor við annan, svo ef einn leikmaður féll var því svarað um hæl. Fylkismenn áttu fallega sókn í síðustu lotu þar sem þeir gerðu allt rétt og læddust hægt og rólega inn á B svæðið. Þar hittu þeir hins vegar fyrir 7homsen sem gerði út um leikinn. Snær var stigahæstur hjá Fylki með 20 fellur en Allee náði 22 fellum fyrir lið Hafsins sem heilt á litið var jafnara og sterkara. Lokastaða Hafið 16 - 6 Fylkir Eftir brösulega byrjun á tímabilinu er Hafið því komið í góða stöðu með því að stela fjórða sætinu af Fylki en ljóst er að Dusty, KR og XY hafa nú þegar tryggt sig inn á stórmeistaramótið. Fylkir verður því að gera vel þegar þeir mæta XY í næstu umferð en Hafið á stórt verkefni fyrir höndum gegn Dusty á föstudaginn.
Vodafone-deildin Tengdar fréttir XY blandar sér í toppbaráttuna með sigri á KR Sýnt var frá þremur leikjum í 11. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Í stórleik kvöldsins hafði XY betur gegn KR og gerir þar með atlögu að topp 2 sæti, Dusty hélt óstöðvandi sigurgöngu áfram og Þór tókst að kreista út sigur gegn Aurora. 1. maí 2021 08:00 Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt. 28. apríl 2021 00:27 Óvænt endurkoma XY og KR skildi Fylki eftir í rykinu Sýnt var frá þremur leikjum í 9. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Enn og aftur er það Dusty sem tróna ósigraðir á toppnum eftir sigur á liði Tindastóls. Fast á hælana eru þó KR-ingar í fantastuði sem léku sér að Fylkismönnum og úrslitin í leik Þórs og XY réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem XY hafði betur. Úrslitin í leikjum umferðarinnar voru ekki óvænt og er staða í deildinni óbreytt frá því í síðustu umferð. 21. apríl 2021 00:01 Flugeldasýning hjá KR en Dusty enn á toppnum Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli. 16. apríl 2021 23:51 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti
XY blandar sér í toppbaráttuna með sigri á KR Sýnt var frá þremur leikjum í 11. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Í stórleik kvöldsins hafði XY betur gegn KR og gerir þar með atlögu að topp 2 sæti, Dusty hélt óstöðvandi sigurgöngu áfram og Þór tókst að kreista út sigur gegn Aurora. 1. maí 2021 08:00
Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt. 28. apríl 2021 00:27
Óvænt endurkoma XY og KR skildi Fylki eftir í rykinu Sýnt var frá þremur leikjum í 9. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Enn og aftur er það Dusty sem tróna ósigraðir á toppnum eftir sigur á liði Tindastóls. Fast á hælana eru þó KR-ingar í fantastuði sem léku sér að Fylkismönnum og úrslitin í leik Þórs og XY réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem XY hafði betur. Úrslitin í leikjum umferðarinnar voru ekki óvænt og er staða í deildinni óbreytt frá því í síðustu umferð. 21. apríl 2021 00:01
Flugeldasýning hjá KR en Dusty enn á toppnum Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli. 16. apríl 2021 23:51