NBA dagsins: Segir að hin liðin í deildinni séu skíthrædd við Stephen Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 15:00 Stephen Curry var frábær í sigri Golden State Warriors á New Orleans Pelicans í nótt. 41 stig, átta þristar og átta stoðsendingar. AP/Gerald Herbert Stephen Curry hefur boðið upp á skotsýningu á endurkomutímabilinu sínu eftir að hann missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Curry skoraði 41 stig í nótt þegar Golden State Warriors vann mikilvægan 123-104 sigur á New Orleans Pelicans en liðin eru að keppa á svipuðum slóðum um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Þetta var níundi leikur Curry á leiktíðinni þar sem hann skorað fjörutíu stig eða meira þar af í sjötta sinn í síðustu fimmtán leikjum. Stórskyttan skoraði átta þrista í leiknum en hann átti einnig átta stoðsendingar á félaga sína. Draymond Green, liðsfélagi Stephen Curry, bauð sjálfur upp á þrennu í leiknum en talaði vel um skotbakvörðinn sinn eftir leik. „Í hvert skipti sem þú ferð inn á völlinn með Steph Curry þá hefur þú ákveðið forskot,“ sagði Draymond Green eftir leikinn. „Hin liðin eru skíthrædd við hann og þá skiptir ekki máli hvar hann er á vellinum eða hvert hann fer. Maður sem þannig aðdráttarafl færir liði sínu mikinn þunga,“ sagði Green. „Ég vildi ekki vilja mæta liði með Steph Curry innanborðs. Við vitum öll hvað hann getur gert. Gæinn getur tekið yfir leik og gert öllum liðum í NBA deildinni erfitt fyrir,“ sagði Draymond Green sem var með 15 stoðsendingar, 13 fráköst og 10 stig í nótt. Curry, sem er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar á tímabilinu, var með 37,3 stig að meðaltali í apríl þar sem hann setti nýtt met með því að skora 96 þriggja stiga körfur. Hann hefur síðan skorað 71 stig í fyrstu tveimur leikjum sínum í maí. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigurleik Golden State Warriors en eins má sjá þegar Los Angeles Lakers vann Denver Nuggets, þegar Russel Westbrook bauð upp á tröllaþrennu í sigri Washington Wizards á Indiana Pavcers (14 stig, 21 frákast og 24 stoðsendingar) sem og reynsluboltann Derrick Rose fara á kostum í tólfta sigri New York Knicks í síðustu þrettán leikjum. Þá fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar úr allri NBA-deildinni. Klippa: NBA dagsins (frá 3. maí 2021) NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Curry skoraði 41 stig í nótt þegar Golden State Warriors vann mikilvægan 123-104 sigur á New Orleans Pelicans en liðin eru að keppa á svipuðum slóðum um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Þetta var níundi leikur Curry á leiktíðinni þar sem hann skorað fjörutíu stig eða meira þar af í sjötta sinn í síðustu fimmtán leikjum. Stórskyttan skoraði átta þrista í leiknum en hann átti einnig átta stoðsendingar á félaga sína. Draymond Green, liðsfélagi Stephen Curry, bauð sjálfur upp á þrennu í leiknum en talaði vel um skotbakvörðinn sinn eftir leik. „Í hvert skipti sem þú ferð inn á völlinn með Steph Curry þá hefur þú ákveðið forskot,“ sagði Draymond Green eftir leikinn. „Hin liðin eru skíthrædd við hann og þá skiptir ekki máli hvar hann er á vellinum eða hvert hann fer. Maður sem þannig aðdráttarafl færir liði sínu mikinn þunga,“ sagði Green. „Ég vildi ekki vilja mæta liði með Steph Curry innanborðs. Við vitum öll hvað hann getur gert. Gæinn getur tekið yfir leik og gert öllum liðum í NBA deildinni erfitt fyrir,“ sagði Draymond Green sem var með 15 stoðsendingar, 13 fráköst og 10 stig í nótt. Curry, sem er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar á tímabilinu, var með 37,3 stig að meðaltali í apríl þar sem hann setti nýtt met með því að skora 96 þriggja stiga körfur. Hann hefur síðan skorað 71 stig í fyrstu tveimur leikjum sínum í maí. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigurleik Golden State Warriors en eins má sjá þegar Los Angeles Lakers vann Denver Nuggets, þegar Russel Westbrook bauð upp á tröllaþrennu í sigri Washington Wizards á Indiana Pavcers (14 stig, 21 frákast og 24 stoðsendingar) sem og reynsluboltann Derrick Rose fara á kostum í tólfta sigri New York Knicks í síðustu þrettán leikjum. Þá fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar úr allri NBA-deildinni. Klippa: NBA dagsins (frá 3. maí 2021)
NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira