Með yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni og spilar með Fram í sumar Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2021 09:51 Danny Guthrie hefur skrifað undir samning við Fram. Hann er ekki mættur til landsins Framarar létu það ekki stöðva sig í að teikna hann upp í Frambúning. mynd/Fram Danny Guthrie, fyrrverandi leikmaður Newcastle og fleiri liða, er búinn að semja við knattspyrnudeild Fram um að leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Þetta verða að teljast afar merkileg tíðindi en Guthrie á að baki yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni og um 150 leiki í næstefstu deild Englands. Guthrie er 34 ára gamall miðjumaður og þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle og Reading. Hann er hins vegar uppalinn hjá Manchester United og Liverpool. Guthrie kemur til Íslands í vikunni og fer í sóttkví en hefur svo æfingar í Safamýrinni. „Kom óvænt upp“ Guthrie lék síðast með liði Walsall í ensku D-deildinni og spilaði þar 13 leiki fyrir áramót. Síðasti leikur hans var í janúar. Hann hefur einnig leikið með Blackburn, Fulham, Reading, Bolton, Southampton og Liverpool þar sem hann hóf atvinnumannssferil sinn. „Þetta mál kom óvænt upp á borð hjá okkur og þótti okkur þetta vera mjög spennandi kostur,“ segir Jón Sveinsson, þjálfari Framara. „Það var erfitt að sleppa þessu tækifæri og við vonumst til að hann með sína reynslu og karakter komi sterkur inn í öflugan hóp. Ég efast ekki um að hann muni ýta mönnum upp á tærnar og vera góð viðbót við gott lið. FRAMtíðin mun leiða það í ljós,“ segir Jón í fréttatilkynningunni. Guthrie segir í fréttatilkynningunni: „Ég er í skýjunum með að ganga til liðs við Fram, félag með stórkostlega sögu. Ég get ekki beðið eftir því að komast til Íslands, hitta þjálfarann minn og nýju liðsfélagana, og leggja hart að mér til að komast í gott form og byrja að spila og vinna leiki.“ Fram Lengjudeildin Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Þetta verða að teljast afar merkileg tíðindi en Guthrie á að baki yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni og um 150 leiki í næstefstu deild Englands. Guthrie er 34 ára gamall miðjumaður og þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle og Reading. Hann er hins vegar uppalinn hjá Manchester United og Liverpool. Guthrie kemur til Íslands í vikunni og fer í sóttkví en hefur svo æfingar í Safamýrinni. „Kom óvænt upp“ Guthrie lék síðast með liði Walsall í ensku D-deildinni og spilaði þar 13 leiki fyrir áramót. Síðasti leikur hans var í janúar. Hann hefur einnig leikið með Blackburn, Fulham, Reading, Bolton, Southampton og Liverpool þar sem hann hóf atvinnumannssferil sinn. „Þetta mál kom óvænt upp á borð hjá okkur og þótti okkur þetta vera mjög spennandi kostur,“ segir Jón Sveinsson, þjálfari Framara. „Það var erfitt að sleppa þessu tækifæri og við vonumst til að hann með sína reynslu og karakter komi sterkur inn í öflugan hóp. Ég efast ekki um að hann muni ýta mönnum upp á tærnar og vera góð viðbót við gott lið. FRAMtíðin mun leiða það í ljós,“ segir Jón í fréttatilkynningunni. Guthrie segir í fréttatilkynningunni: „Ég er í skýjunum með að ganga til liðs við Fram, félag með stórkostlega sögu. Ég get ekki beðið eftir því að komast til Íslands, hitta þjálfarann minn og nýju liðsfélagana, og leggja hart að mér til að komast í gott form og byrja að spila og vinna leiki.“
Fram Lengjudeildin Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira