Pattstaða í stjórnarmyndunarviðræðum Netanjahús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2021 09:38 Likud-flokkur Netanjahús gæti í fyrsta sinn í tólf ár verið í stjórnarandtöðu takist Netanjahú að tryggja stjórnarmeirihluta. AP/Maya Alleruzzo Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn en hann hafði frest þar til á miðnætti í gærkvöldi. Þetta gæti þýtt að Likud-flokkur forsætisráðherrans verði í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í tólf ár. Netanjahú hefur ekki reynst auðvelt að tryggja stjórnarmeirihluta í kjölfar þingkosninganna sem fóru fram þann 23. mars síðastliðinn. Það voru fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum sem enduðu án augljóss sigurvegara. Og þrátt fyrir fjölda funda með öðrum þingflokksleiðtogum hefur Netanjahú ekki tekist að tryggja stjórnarsamstarf á þeim fjórum vikum sem hann hafði til þess. Nú flyst stjórnarmyndunarumboðið aftur til Reuven Rivlin, forseta landsins. Rivlin getur ákveðið að afhenda öðrum þingflokksleiðtoga umboðið, veitt Netanjahú tveggja vikna aukafrest eða hann gæti veitt þinginu umboð til að velja ríkisstjórn. Verði síðasti valkosturinn fyrir valinu þýðir það að þingmaður verði næsti forsætisráðherra, sem almennt tíðkast ekki í Ísrael. Takist ekkert af þessu mun þurfa að boða til enn einna þingkosninganna í haust. Þarf að tryggja minnst 61 þingmann til að ná stjórnarmeirihluta Í þingkosningunum í mars hlaut Likud-flokkurinn flest þingsvæði, eða 30 af 120 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn hins vegar þarf flokkurinn að tryggja sér samstarf með minnst tveimur öðrum flokkum, eða ná minnst 61 þingmönnum í stjórnarmeirihluta. Svo virðist vera sem engir flokkar vilji starfa með Likud og Netanjahú en það hefur reynst flokknum erfitt hve þjóðernissinnaður Netanjahú er og afstöðu hans til trúarmála. Hægri flokkurinn Yamina, sem fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús leiðir, hefur meira að segja afþakkað stjórnarsamstarf með Likud. Flokkurinn Ný von (e. New Hope) hefur einnig neitað stjórnartsamstarfi, en hann leiðir einnig fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús. Hann segir ástæðu þess að flokkarnir geti ekki starfað saman drastískan mun á persónulegum skoðunum. Þá hefur hægriflokkurinn Trúarlegur síonismi (e. Religious Zionism) neitað að mynda stjórn með Likud en til þess að tryggja stjórnarmeirihluta þyrftu flokkarnir að starfa með einhverjum flokka Araba sem er á þingi. Þá hefur reynst Netanjahú erfitt að dómsmál gegn honum stendur nú yfir en hann hefur verið ákærður fyrir spillingu, fjársvik, trúnaðarbrot og mútuþægni. Nú standa vitnaleiðslur yfir í dómsmálinu og hefur eitt vitnanna meðal annars greint frá því að Netanjahú hafi skipst á greiðum við valdamikinn fjölmiðlamógúl. Netanjahú hefur neitað allri sök í málinu. Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Netanjahú hefur ekki reynst auðvelt að tryggja stjórnarmeirihluta í kjölfar þingkosninganna sem fóru fram þann 23. mars síðastliðinn. Það voru fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum sem enduðu án augljóss sigurvegara. Og þrátt fyrir fjölda funda með öðrum þingflokksleiðtogum hefur Netanjahú ekki tekist að tryggja stjórnarsamstarf á þeim fjórum vikum sem hann hafði til þess. Nú flyst stjórnarmyndunarumboðið aftur til Reuven Rivlin, forseta landsins. Rivlin getur ákveðið að afhenda öðrum þingflokksleiðtoga umboðið, veitt Netanjahú tveggja vikna aukafrest eða hann gæti veitt þinginu umboð til að velja ríkisstjórn. Verði síðasti valkosturinn fyrir valinu þýðir það að þingmaður verði næsti forsætisráðherra, sem almennt tíðkast ekki í Ísrael. Takist ekkert af þessu mun þurfa að boða til enn einna þingkosninganna í haust. Þarf að tryggja minnst 61 þingmann til að ná stjórnarmeirihluta Í þingkosningunum í mars hlaut Likud-flokkurinn flest þingsvæði, eða 30 af 120 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn hins vegar þarf flokkurinn að tryggja sér samstarf með minnst tveimur öðrum flokkum, eða ná minnst 61 þingmönnum í stjórnarmeirihluta. Svo virðist vera sem engir flokkar vilji starfa með Likud og Netanjahú en það hefur reynst flokknum erfitt hve þjóðernissinnaður Netanjahú er og afstöðu hans til trúarmála. Hægri flokkurinn Yamina, sem fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús leiðir, hefur meira að segja afþakkað stjórnarsamstarf með Likud. Flokkurinn Ný von (e. New Hope) hefur einnig neitað stjórnartsamstarfi, en hann leiðir einnig fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús. Hann segir ástæðu þess að flokkarnir geti ekki starfað saman drastískan mun á persónulegum skoðunum. Þá hefur hægriflokkurinn Trúarlegur síonismi (e. Religious Zionism) neitað að mynda stjórn með Likud en til þess að tryggja stjórnarmeirihluta þyrftu flokkarnir að starfa með einhverjum flokka Araba sem er á þingi. Þá hefur reynst Netanjahú erfitt að dómsmál gegn honum stendur nú yfir en hann hefur verið ákærður fyrir spillingu, fjársvik, trúnaðarbrot og mútuþægni. Nú standa vitnaleiðslur yfir í dómsmálinu og hefur eitt vitnanna meðal annars greint frá því að Netanjahú hafi skipst á greiðum við valdamikinn fjölmiðlamógúl. Netanjahú hefur neitað allri sök í málinu.
Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34
Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03
Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56