Lewis Hamilton var 0,4 sekúndum fljótari en tíminn sem dugðu Bottas á ráspól í öðrum hluta útsláttakeppninnar í tímatökunum í gær, en náði ekki að halda sama hraða þegar það skipti máli.
Hamilton og Max Verstappen eru í sérflokki þegar kemur að stigakeppni ökumanna, en Hamilton er með 44 stig og Verstappen 43. Næsti maður er Lando Norris á McClaren með 27 stig.
Kappaksturinn í Portúgal er sá þriðji á tímabilinu, en Lewis Hamilton þarf að bíða aðeins lengur eftir hundraðasta ráspólnum.