Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu Man City sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2021 13:20 Sergio Agüero skoraði fyrra mark City í dag. EPA-EFE/Catherine Ivill Manchester City vann 2-0 sigur á Crystal Palace í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðin mættust á Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace, og kom Pep Guardiola nokkuð á óvart í uppleggi sínu. Hann stillti upp í 4-4-2 leikkerfi með tvo örvfætta miðverði og tvo framherja. Eftir að hafa spilað framherjalaust leikkerfi gegn París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í miðri viku voru Sergio Agüero og Gabriel Jesus báðir í byrjunarliði City í dag. Það gekk þó illa hjá toppliðinu að brjóta skipulagt lið Palace á bak aftur, staðan því enn markalaus í hálfleik. Þannig var hún allt fram á 57. mínútu leiksins en þá fann Benjamin Mendy áðurnefndan Agüero inn í vítateig Palace og ekki þurfti að spyrja að leikslokum. Argentínumaðurinn tók við boltanum með hægri fæti og þrumaði honum svo með vinstri fæti upp í þaknetið. Afgreiðsla sem við höfum öll séð áður hjá þessum frábæra framherja. Endursýningar marksins voru vart búnar er Ferran Torres kom City tveimur mörkum yfir. Palace fékk nokkur ágæt tækifæri til að minnka muninn og þá átti Raheem Sterling skot í stöng fyrir Manchester City. Allt kom fyrir ekki og lokatölur á Selhurst Park 2-0 gestunum í vil. Var þetta 11. sigur liðsins á útivelli í röð. Sigurinn þýðir að Man City er nú með 80 stig, þrettán stigum meira en Manchester United sem er 2. sæti deildarinnar. Man United á þó leik til góða svo titillinn er ekki enn staðfestur hjá City-mönnum. Crystal Palace er á sama tíma í 13. sæti með 38 stig. Enski boltinn Fótbolti
Manchester City vann 2-0 sigur á Crystal Palace í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðin mættust á Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace, og kom Pep Guardiola nokkuð á óvart í uppleggi sínu. Hann stillti upp í 4-4-2 leikkerfi með tvo örvfætta miðverði og tvo framherja. Eftir að hafa spilað framherjalaust leikkerfi gegn París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í miðri viku voru Sergio Agüero og Gabriel Jesus báðir í byrjunarliði City í dag. Það gekk þó illa hjá toppliðinu að brjóta skipulagt lið Palace á bak aftur, staðan því enn markalaus í hálfleik. Þannig var hún allt fram á 57. mínútu leiksins en þá fann Benjamin Mendy áðurnefndan Agüero inn í vítateig Palace og ekki þurfti að spyrja að leikslokum. Argentínumaðurinn tók við boltanum með hægri fæti og þrumaði honum svo með vinstri fæti upp í þaknetið. Afgreiðsla sem við höfum öll séð áður hjá þessum frábæra framherja. Endursýningar marksins voru vart búnar er Ferran Torres kom City tveimur mörkum yfir. Palace fékk nokkur ágæt tækifæri til að minnka muninn og þá átti Raheem Sterling skot í stöng fyrir Manchester City. Allt kom fyrir ekki og lokatölur á Selhurst Park 2-0 gestunum í vil. Var þetta 11. sigur liðsins á útivelli í röð. Sigurinn þýðir að Man City er nú með 80 stig, þrettán stigum meira en Manchester United sem er 2. sæti deildarinnar. Man United á þó leik til góða svo titillinn er ekki enn staðfestur hjá City-mönnum. Crystal Palace er á sama tíma í 13. sæti með 38 stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti