Leicester manni fleiri í 80 mínútur en náðu aðeins í stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2021 21:00 Jonny Evans tryggði Leicester stig en liðið vildi eflaust öll þrjú eftir að vera manni fleiri í 80 mínútur. EPA-EFE/Michael Steele Leicester City gerði 1-1 jafntefli gegn Southampton í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn í Southampton lentu í kröppum dans strax á 10. mínútu leiksins en Jannik Vestergaard fékk þá beint rautt spjald. Ralph Hasenhuettl, þjálfari liðsins, brást við með því að senda Mohammed Salisu inn af bekknum fyrir Nathan Tella. Sú skipting gekk upp en staðan var markalaus í hálfleik. Þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn komust heimamenn yfir þökk sé marki James Ward-Prowse úr vítaspyrnu. Aðeins sjö mínútum síðar jafnaði miðvörðurinn Jonny Evans. Staðan orðin 1-1 og þar við sat. Leicester City er enn í 3. sæti deildarinnar. Liðið er nú með 63 stig eða fimm stigum meira en Chelsea sem á leik til góða. Southampton er í 14. sæti með 37 stig. Enski boltinn Fótbolti
Leicester City gerði 1-1 jafntefli gegn Southampton í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn í Southampton lentu í kröppum dans strax á 10. mínútu leiksins en Jannik Vestergaard fékk þá beint rautt spjald. Ralph Hasenhuettl, þjálfari liðsins, brást við með því að senda Mohammed Salisu inn af bekknum fyrir Nathan Tella. Sú skipting gekk upp en staðan var markalaus í hálfleik. Þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn komust heimamenn yfir þökk sé marki James Ward-Prowse úr vítaspyrnu. Aðeins sjö mínútum síðar jafnaði miðvörðurinn Jonny Evans. Staðan orðin 1-1 og þar við sat. Leicester City er enn í 3. sæti deildarinnar. Liðið er nú með 63 stig eða fimm stigum meira en Chelsea sem á leik til góða. Southampton er í 14. sæti með 37 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti