Sævaldur: Ætlum að halda áfram að vera með í partíinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2021 21:15 Það er gaman hjá Haukum þessa dagana. vísir/hulda margrét Sævaldur Bjarnason, þjálfari Hauka, var afar sáttur eftir sigurinn á Tindastóli í kvöld, 93-91. Haukar hafa nú unnið þrjá leiki í röð og hafa heldur betur styrkt stöðu sína í fallbaráttu Domino's deildar karla. „Þetta var frábær sigur. Við spiluðum tuddavel og ég var rosalega ánægður með mitt lið,“ sagði Sævaldur við Vísi eftir leik. „Við kreistum þennan sigur út. Þeir tóku fjórtán sóknarfráköst og eru mjög öflugir þar. En við fráköstuðum þegar það skipti máli. Þetta var frábært.“ Haukar voru með lygilega 64 prósent þriggja stiga nýtingu í hálfleik en þrátt fyrir það var forskot Hauka bara fjögur stig, 51-47. Sævaldur hefði kosið að forskotið hefði verið stærra. „Mér fannst við vera með þá á löngum köflum. Við komumst tvisvar sinnum tíu stigum yfir en gerðum vitleysur í vörninni. Ég var svekktur því skotnýtingin var góð. Við erum með marga góða leikmenn,“ sagði Sævaldur. „Það eru þrír leikir eftir og næst förum við á Hlíðarenda, minn gamla heimavöll. Ég er bara spenntur. Við ætlum að gera allt sem við getum og núna er þetta í okkar höndum. Við þurfum bara að halda áfram að skila okkar og ég sé því ekkert til fyrirstöðu að liðið mitt haldi áfram að spila vel.“ Haukar unnu ótrúlega dramatískan sigur á KR í síðustu umferð og unnu núna aftur jafnan leik. Sævaldur kveðst ánægður með styrkinn sem hans menn hafa sýnt í þessum leikjum. „Ég er mjög sáttur. KR eru sexfaldir Íslandsmeistarar sem eru með lágvaxið lið og við þurftum að bregðast við því. Tindastóll er með stærri karla og við spiluðum á fleiri mönnum,“ sagði Sævaldur. „Deildin er góð og svo skemmtileg að við ætlum að halda áfram að vera með í partíinu.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Haukar Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
„Þetta var frábær sigur. Við spiluðum tuddavel og ég var rosalega ánægður með mitt lið,“ sagði Sævaldur við Vísi eftir leik. „Við kreistum þennan sigur út. Þeir tóku fjórtán sóknarfráköst og eru mjög öflugir þar. En við fráköstuðum þegar það skipti máli. Þetta var frábært.“ Haukar voru með lygilega 64 prósent þriggja stiga nýtingu í hálfleik en þrátt fyrir það var forskot Hauka bara fjögur stig, 51-47. Sævaldur hefði kosið að forskotið hefði verið stærra. „Mér fannst við vera með þá á löngum köflum. Við komumst tvisvar sinnum tíu stigum yfir en gerðum vitleysur í vörninni. Ég var svekktur því skotnýtingin var góð. Við erum með marga góða leikmenn,“ sagði Sævaldur. „Það eru þrír leikir eftir og næst förum við á Hlíðarenda, minn gamla heimavöll. Ég er bara spenntur. Við ætlum að gera allt sem við getum og núna er þetta í okkar höndum. Við þurfum bara að halda áfram að skila okkar og ég sé því ekkert til fyrirstöðu að liðið mitt haldi áfram að spila vel.“ Haukar unnu ótrúlega dramatískan sigur á KR í síðustu umferð og unnu núna aftur jafnan leik. Sævaldur kveðst ánægður með styrkinn sem hans menn hafa sýnt í þessum leikjum. „Ég er mjög sáttur. KR eru sexfaldir Íslandsmeistarar sem eru með lágvaxið lið og við þurftum að bregðast við því. Tindastóll er með stærri karla og við spiluðum á fleiri mönnum,“ sagði Sævaldur. „Deildin er góð og svo skemmtileg að við ætlum að halda áfram að vera með í partíinu.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira